Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 7
BJARMI 127 sumarheimili upp i sveit, sem eru mikið stærri og veglegri, en sumar- heimili K. F. U. K. á Norðurlöndum. Jeg heimsótti eitt þeirra i gær »High Ashurst« í Dorking, tæplega tveggja líma ferð frá Lundúnum. Þegar jeg kom dálítið út fyrir Dorkingbæ, sá jeg hilla undir mikla höll á hárri skógi vaxinni hæð. Jeg hjelt, að þetta væri einhver herragarður, mjer datt sist í hug, að þetta væri sumarheim- ili K. F. U. K. Einhver fjarska rík fjölskylda, hafði látið byggja þessa höll og búið þar um hrið, síðan selt húsið með allri búslóð til einhvers vinar K. F. U. K., sem ekki vill láta nafns síns getið. Þessi vinur gaf K. F. U. K. í Lundúnum þetta lítilræði, sem sjálfsagt er 2 miljóna kr. virði. IV. Á meðal bindindisfólks. Jeg flutti frá Diakonissustofnuninni niður í miðja borg, af þvi, að mjer var boðið að taka þátt í ársfundi Hvitabandsins enska. Nokkrum dög- um áður en Hvítabandsfundurinn byrjaði, var jeg á miklum bindindis- fundi í Westminster Hall. Þar töluðu meðal annara lady Astor og frú Lloyd George, kona forsætisráðherr- ans. Lady Astor er sú fyrsta og ein- asta kona, sem á sæti i parlament- inu enska. Hún er ræðukona með afbrigðum, orðsnör og fyndin. Hún heíir áunnið sjer mikla virðingu síð- an hún kom á þing. Daginn, sem jeg hlustaði á hana í Westminster Hall, hafði hún unnið svo frægan sigur í parlamentinu, að fólk kallaði daginn »Lady Astors dag« (það var föstu- daginn 22. apríl). Svo var mál með vexti, að á meðan á stríðinu stóð hafði stjórnin takmarkað mjög sölu á áfengi. Nú höfðu áfengisvinir i parlamentinu komið fram með tillögu um að afnema þessi ákvæði, sem lakmörkuðu áfengissöluna. Sú tillaga var kölluð »bruggarafrumvarpið«. — Þann 22. apríl kom þetta frumvarp til umræðu i parlamenlinu og var rætt mikið um það, bæði með og á móti. Rjett áður en átti að fara að greiða atkvæði um það, bað lady Astor sjer hljóðs og hjelt svo kröft- uga ræðu á móti frumvarpinu, að flytjendur þess þorðu ekki að láta greiða atkvæði um það, en tóku það aftur, og sögðust ætla að undirbúa það betur. Jeg hefi ekki heyrt getið um, að það hafi komið fram siðan. Þessi fundur i Westminster Hall mun mjer seint úr minni líða. Erki- biskupinn af Westminster, stjórnaði honum, hann hafði lordbiskupinn af Croydon sjer til hjálpar. Áheyr- endurnir skiftu þúsundum. Fundurinn byrjaði með söng og bæn. Siðan talaði frú Lloyd George látlaust og alvarlega um ógæfu þá sem leiddi af áfenginu, og tilfærði ýms dæmi. Mjer leist mjög vel á hana, en hún var engin afbrigða ræðuskörungur. Þá er lady Astor byrjaði ræðu sína, hreif hún á vörmu spori alla með sjer. Áheyrendurnir voru ekki feimnir við að láta tilfinningar sinar i Ijósi. Sumir mótmæltu henni og ljet hún þá ekki standa á svari. Aðr- ir Ijetu samhygð sina í ljósi með lófaklappi. Alt í einu hrópaði einhver maður frá áheyrendabekkjunum. — »Það er guðdómlegl að drekka sig fullan«. ■— »Jeg vil ekki svara þessum manni með eigin orðum«, sagði lady Astor, en jeg vil lesa upp nokkur orð úr heilagri ritningu. Og svo las hún þessi orð úr Galatabrjefinu kap. 5, 18.— 22. »En verk holdsins eru aug- ljós, og eru þau: frillulíf, óhreinleik- ur, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjöl- kyngi, fjandskapur, deilur, metningur, bræði, sjerplægni, tvídrægni, flokka-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.