Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 11
BJARMÍ 131 kalla steina fyrir brauð. Og ef jeg nefndi það annað vœri jeg elclci þjónn Jesú Krists. Þeir, sem eiga að ákveða hvað sjeu steinar og hvað sje brauð, eru ekki allir hinir forvitnu menn, sem leika sjer að andasæringum og horð- dansi spiritismans eins og andlegu glingri. Á meðan menn einungis leilca sjer að steinum og leilca sjer að brauði, á með- an geta menn, ef til vill, ruglað saman steinum og brauðum; en þegar sá dagur kemur, að sála mannsins virkilega hungrar og þyrstir eftir rjettlætinu, þegar sá dagur kemur að maðurinn vaknar svo, að liann tekur eftir hinni þungu ábyrgð lífs síns og finnur að hann er skuldugur þjónn, sem ekki getur svarað Guði einu orði á móti þúsund á þeim degi mun manninum áreiðanlega lærast að gera greinarmnn á því, hvað eru steinar og hvað er brauð. Hugrakkur stefni jeg málefni kristindómsins og spiritismans fyrir dómstól hinnar hreldu samvisku, og sá dómstóll er hæstirjettur í trúarlegum inálum. Af margia ára reynslu veit jeg það, að þær samviskur, sem eru í neyð og angist fyrir synd og dauða og djöf- uls valdi, munu segja: Láttu mig ekki heyra þetta væmna og staðlausa hjal þitt um það, að vjer sjeum allir góðir og að engin synd og enginn glötun sje til. Og þær munu rjetta báðar hendur út á móti fagnaðarerindi hins gamla kross, með sigri guðs sonar yfir hinu illa, með frelsun af frjálsri og óverð- skuldaðri náð í Jesú nafni og með barnarjetti og upprisuvon. Ef einhver kynni að andmæla þessu og segja: Ef spiritisminn, trúarlega skoð- að, býður að eins steina fyrir brauð, hvers vegna elta þá svona margir spiritismann? fá svara jeg: Það er af andúð gegn hneyxli kross- ins, af þrá eftir dánum ástvinum, af þörf á hinu leyndardómsfulla og af barnalegra trú á framför og þroska. Hneyxli krossins getum vjer auð- vitað ekki tekið burtu; hjer giida enn orð Drottins: „Sæll er sá sem ekki hneyxlast á mjer“. Svo sannarlega sem í oss er bæði syndarinnar manneskja og Guðs manneskja, svo sannarlega hefir alt, sem frá Guði kemur áhrif á oss á tvennan hátt; það hefir aðlaðandi áhrif á Guðs manneskjuna, en fráhverf áhrif á hinn gamla mann í oss. Og við þessu er ekki hægt að gera, það verður svo að vera. „Sæll er sá, er ekki hneyxlast á mjer“. Þ. e. a. s. sæil er sá, er á það hjartalag, þar sem það, er laðar að Guði er sterkara en það, sem hrindir frá honum. Andúðina móti hneyxlum krossins getum vjer ekki tekið burtu; hún verð- ur að sigrast við reynslu á krafti kross- ins. En hvað hitt snertir: þrána eftir dánurn ástvinum, löngunina eftir hinu leyndardómsfulla og trúna á framförina hefir kristindómurinn virkilega ekkert að bjóða á þessum sviðum? Jú vissu- lega, lof sje Guði! Alt, sem rjettmætt er í þessum þrám, getur fengið fylstu full- nægju í fagnaðarerindi Jesú Krists. Það er vitanlega söknuðuriun eftir hina dánu og löngun eftir návistum við þá, sem gerir marga menn að spíritist- um. Manneskjur þrá ástvinina, sem þær hafa mist, og að hugsa sjer, ef hægt væri að íá frá þeim boð og kveðjur á anda- trúarfundum og ef til vill meira að segja að sjá þá! Þann möguleika verð- ur að reyna. Auk þess þarfnast fram- liðnir vor, þeim finst þeir vera einmana, þeir þarfnast þeirrar hjálpar og hlýju sem elska vor getur veitt þeim. Þann- ig skýra spíritistar rnálið, og það er einmitt þetta, sem oft rekur á rembi- hnútinn. Geti menn fyrir spíritismann verið dánum ástvinum sínum eitthvað, svo er einskis annars úrkostar, þá verða menn að vera spíritistar; það er skylda ræktarseminnar, og svo láta menn fall- ast í íaðminn á spíritismanum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.