Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 9
B JARMI 129 tala viö hana. Jeg fann á öllu, að hún var regluleg vinkona þessara vesalinga. í*etta kvöld sá jeg best, hve nauð- synlegt það er, að hafa kven-lög- regluþjóna í stórborgunum. VI. Söfn, Oxford m, m. Jeg sá auðvitað fjölda mörg söfn í Lundúnum, og er þar um auðugan garð að grasa. Jeg skoðaði nákvæm-' legast »British Museum«, »National Gallery«, National Portrait Gallery«, »Tate Gallery«, »Natural History Museum«. Og svo skoðaði jeg auð- vitað Westminster Abbey og st. Páls kirkjuna og m. fl. Jeg dvaldi nokkra daga í Oxford, bjó þar á heimili K. F. U. K. Jeg er fjarska hrifin af þessum gamla fræga stað. Þar eru svo marg- ar skólabyggingar (College), flestar síðan England varð katólskt land, að jeg veit ekki tölu á þeim; jeg sá víst einar 20. Flestar þeirra eru stærri en Kaupmannahafnarháskóli — Bara að við ætlum eina heima á íslandi —1 Pessi »College« eru bygð af svo mik- illi snild, að það er sönn unun að skoða þau. Fegurst þóttu mjer »Magdalen College« og »Christ Col- lege«. Fallegir kirkjusalir heyra til hverju »College«. St. Páls kirkjan í Lundúnum, er stærsta kirkjan, sem jeg hefi sjeð, en Krists kirkjan í Ox- ford er sú fegursta. í Oxford eru mörg og mikil söfni. Mjer var sagt að indverska bókasafnið út af fyrir sig teldi 25000 bindi. Jeg sá og mik- ið safn af bókmentum Norðurlanda. Jeg vil ráða sjerhverjum landa, sem kemur til Lundúna, að bregða sjer til Oxford, það er einungis tveggja tíma ferð. — Pað mun engan iðra þess. Pegar leslin fór frá Oxford og jeg sá þessurn dýrðlegu hyggingum og fögru aldingörðum bregða fyrir hjer og þar, mintist jeg þessa vers, sem jeg hafði lært í barnæsku, í kenslu- bók Halldórs Briems: »The stately homes of England How beautifuld théy stand! Amidst their tall ancestral trees O’er all the pleasant land!« (Tígulegu heimkynni Englands, en hvað pau standa fögur innan um hiu háu trje ættfeðra peirra — um alt hið indæla land!). Nú læt jeg hjer slaðar numið, þótt frá mörgu íleiru væri að segja. Jeg dvel hjá ágætri enskri fjölskyldu nú sem stendur, í þeim hluta landsins, sem kallaður er Surrey, og hvíli mig þar, þangað til jeg fer til Danmerk- ur aftur, 16. þ. m. Með bestu kveðju til þín og les- enda Bjarma. Ingibjörg Ólafsson. Hvers viröi er aDdatrúin? Erindi flutt í sönghöll. Kaupmannahafuar í nóv. 1920 af C. Sko vgaard - Pe t ers en. ----- [Niðurl.]. Andatrúin neitar syndafallinu, og um leið synd í eiginlegum skilningi. Meyers skrifar t. d.: „Andarnir fullyrða, einn fyrir alla og allir fyrir einn, að veröld- in sje góð" — og Davis skrifar: „And- stæður ills og góðs eru ekki til. Það er einungis mögulegt að tala um meiri eða minni fullkomleika“. Andatrúin neitar tilveru persónulegs djöfuls, því er haldið fram skýrt og skorinort, að það standi enginn voldug- ur myrkrahöfðingi á bak við hið „illa“ (Meyers). í þessum tveim atriðum: engin synd og enginn djöfull, tekur spiritisminn ekki einungis ákveðna afstöðu gagnvart opinberun biblíunnar — heldur kippir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.