Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 14
134 B J A R M I ingi, átti þrek, fórnfýsi og trú í rík- um mæli, — og var því elskuð og virl meðal flestra íslendinga vestan hafs. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en mörg fósturbörn ólu þau upp, og enn fleiri voru þó »andlegu« börnin, fólkið sem átti þeim hjónum mikið að þakka í trúarefnum. Síra Runólfur Fjeldsted f. 1879, um hrið prestur kirkjufjelagsins að Krisl- nesi, Sask., síðar prófessor í mál- fræði, andaðist 13. júní i Glenboro Man. Kunnugir minnast hans einkar hlýlega. Síra Sigurður Sigurðsson í Hlíð i Skaftártungu andaðist 11. þ. m., 38 ára gamall, f. 1883 í Flatey á Mýr- um. Hann varð stúdent 1910 og tók prestvígslu 1914 að Þykkvabæjar- kaustri. — Eins og margir aðrir fjekk hann inflúensu hjer í bæ um prestastefnuna, komst saml heim en fjekk þá ákafa lungnabólgu, sem varð banamein hans. Hann var lip- urmenni og vildi i engu vamm sitt vita, segja kunnugir. Heimilið. Deild þcssa nnnast Guðrún Léirusdóttlr, Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur. Síra Gunnar silur í skrifstofu sinni og er að lesa brjef. Hann veitir þvi eigi eftirtekt er Björg systir hans sest i legubekkinn andspænis honum og horfir á hann á milli þess sem hún telur lykkjurnar á prjónunum sinum. Hann er niðursokkinn í lesturinn og af svipbrigðunum á andliti hans má ráða í það að brjefið, sem hann er að lesa hefir margs konar inni að halda, sem ýmist .yekur hrygð eða gleði í huga prestsins. Birtan fellur í andlit hans og sýnir glögglega að hrukkunum hefir fjölgað og hvítu liárunum, sem bera þess þögulan vottinn að langur tími er liðinn frá því er fundum bar síðast saman. Ellimörkin eru orðin fleiri en þá, bakið er tekið að bogna og þreytu- blær ellinnar hefir lagst á líkams- þróttinn, en höfðinglegum svip prúð- mennisins hefir hvorki elli nje árum tekist að raska. Loksins leit hann upp. Björgu var auðsjáanlega orðið meir en nóg boð- ið, og varð allfegin, þegar hún sá að óhætt var að spyrja hvaðan þetta óvenjulega langa sendibrjef væri. ^Þetta var gaman«, sagði síra Gunn- ar glaður í bragði. »Brjefið er frá Brandi. Sjáðu, svona langt og eftir því efnis mikið, nokkurs konar æfi- saga. Hann hefir á margl að minn- ast. Viltu heyra kafla úr brjefinu? Það er eiginlega nokkurs konar dag- bók, þar sem hann dregur saman í stuttu máli hið helsta sem á dagana hefir drifið«. »Hví hefir hann ekki skrifað fyr?« spurði Björg. »Það er þó tími síðan hann fór«. »Víst er um það«, svaraði sira Gunnar hægl, »10 ár eru drjúgur spölur af mannsæfinni, en margt get- ur tafið fyrir einu litlu sendibrjefi, þó ekkert tefji tímann eða aftri för hans, og Brandur hefir oftar enn einu sinni skrifað mjer, en brjefin hafa glatast«. »t*að er sennilegt«, svaraði Björg. »Hvað segir hann svo í frjelt- um?« »Já, nú skallu heyra það«. Síra Gunnar hagræddi gleraugun- um sínum og flutti stólinn sinn nær glugganum, en Björg settist við hlið- ina á honum, til þess að njóta sem best lestursins. — — — »Margt hefir á dagana drilið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.