Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 13
BJARMI 133 leiðum, sem eru gagnstæðar Guðs orði, cru og hljóta að vera vondir andar, og það getur hvert barnið skilið að illir andar geta ekki hjálpað oss til þess þroska, er leiðir til fullkomnunar. Hversu alt öðruvísi horflr eigi málið við á grundvelli kristindómsins! Hið gamla fagnaðarerindi Jesú Krists býður oss alveg nýjan byrjunarstað íyrir þrosk- un sálar og anda, og þessi nýi byrjun- arstaður heitir frjáls og óverðskulduð náð Guðs, sjerhverjum þeim til handa sem í iðrun og afturhvarfi tekur nýja stefnu, og í þessari byrjun eru fólgnir algerlega nýir kraftar, kraftur Guðs anda, andi kraftarins, elskunnar og ró- sominnar, sem er úthelt yfir sjerhvern þann, sem í trúnni á náð Guðs lifir lífi barnsins í Guði. Náðin og andinn, það eru þeir kraftar, er leiða oss inn i þá heilögu framför, sem endar með full- komnun og sælu hjá Guði. Og heyrið nú að lokum gamalt Guðs orð! Spámaðurinn Esajas hrópar til samtíðarmanna sinna: „Og ef þeir segja við yður: Leitið frjetta hjá þjónustu- öndum og spásagnaröndum, sem hvískra og umla, á ekki fólk að leita írjetta hjá Guði sinum? Á að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi. „Leitið til kenn- ingarinnar og vitnisburðarins". (Esaj. 8, 20—21.). Þessi fornu kjarnmiklu orð eiga meir en lítið erindi til þessarar kynsJóðar. Á ekki fólk að leita frjetta hjá Guði sínum? Jú, vissulega, bæði fólkið og einstaklingurinn. Vier þörfnumst allir náðar Guðs, friðar Guðs, hjálpar Guðs og máttar Guðs, í lífi og dauða. Jeg þekti einu sinni gamlan húsmann, er bjó í litlu húsi úti við mýrina. Hann þóttist vera fríhyggjumaður og talaði mörg Ijót orð um Guð og drottinn vorn Jesúm Krist. Jeg svaraði sjaldan öðru en þessu: „Hægan, hægan. Talið nú ekki annað en það; sem þjer getið staðið við daginn sem þjer eigið að deyja". Svo kom dagurinn, sem hann átti að deyja. Yngsti drengurinn hans kom hlaupandi heim á prestsetrið og sagði: „Pabbi er veikur og þráir mjög að tala við prestinn". Jeg flýtti mjer þangað; hann þjáðist mikið andlega og líkam- lega; með hvíldum gat hann stunið upp: „Jeg get ekki, prestur minn, st.aðið við þau lítilsvirðingar- og hæðnisorð, sem jeg hefi talað um Guð og Drottinn Jesúm. Drottinn fyrirgefi mjer alt það illa, sem jeg hefi talað og gert“. Það var gott að honum hugkvæmd- ist þetta. En er þaö samt sem áður ekki aumkvunarlegt, að aíneita Guði eða gleyma honum í meðlætinu og verða svo að taka það alt aftur, daginn sem alvaran er á ferð? Væri ekki betra að breyta eftir orðum spámannsins i tíma: Á ekki fólk að leita frjetta hjá Guði sínum? Mjer virðist það! Áheyrandi minn! Leitaðu frjetta hjá Guði þínum! Og mundu það: Vegurinn til hins lifandi Guðs liggur elclci gegn- um hina dánu. En vegurinn til Guðs liggur gegnum kenninguna og vitnis- burðinn. „Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins". í einlægni hjartans skulum vjer halda oss að hinni heilögu opinberun í Jesú Kristi. Það orð er klettur; það stendur stöðugt daginn þann líka, þegar mest á riður. — Amen. Jónm. líalldórsson islcnsknði. Minningarorð. Frú Lára Bjarnason elsta dóttir Pjetur Guðjohnsens organleikara og ekkju sira Jóns Bjarnason andaðist 17. júní í Winnipeg 79 ára gömul. Hún giftist síra Jóni 15. nóv. 1870 og slarfaði með honum 44 ár. Allir kunnugir vita, að óhætt er að kom- ast svo að orði; hún var »með- hjálp mannsins sins« i besta skiln-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.