Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 12
132 BJARMI Þetta er mannlegt og skiljanlegt, en engu að síður er það jafnórjett. Menn græða aldrei neitt á þvi að ganga leiðir, sem Guð getur ekki blessað, það ieiðir að eins til ofreynslu eða von- brigða; það er víma, sem endar með höfuðsvima. Nei, þá er það, sem fagn- aðarerindi Jesú Krists býður þrá vorri til hinna dánu, bæði hollara og ábyggi- legra. Fagnaðarerindið segir: Lát þrá þína til þeirra, sem þú hefir mist og ást þína á þeim, knýja þig nær Guði náðarinnar og frelsisins, þá veiður sökn- uður þinn hjer til eilífrar blessunar, og þá fær þú hlutdeild í von eilífs lifs, með öllu því, sem hún rúmar, einnig af samfunda gleðinni. Ef vjer einung- is viljum skilja það, að einnig þjáning aðskilnaðarins hrópar kyrlátt: „Aftur til Guðs“. Þá þurfum vjer ekki skottu- lækningar spíritismans. Svo er þörfin fyrir hið ieyndardóms- fulla. Hinn mikli leyndardómur að baki dauðans seiðir huga mannanna til sín. Þegar spíritistar segjast geta lyft for- tjaldinu, þá geta menn ekki staðist freistinginguna að gægjast inn. Jeg skal hispurslaust láta mina skoð- un í ijós á þessu. Þessi forvitnis tilhneig- ing, til þess að hnýsast í hinn mikla leyndardóm að baki dauðans, er and- legt sjúkdóms einkenni. Það er ekki rjett- mæt rannsóknarþörf, sem vogar sjer út í hið ókomna, heldur áleitin tilraun til þess að rífa niður tilkynningu þá, sem Drottinn sjálfur hefir sett við dyr dauð- ans, þar sem stendur skrifað: „Aðgang- ur bannaður:“ Frá þessu sjónarmiði sjeð, er spíritisminn andlegur „strammari" fyrir lífsþreyttar, vonsviknar manneskj- ur, sálarleg morfin-innspýting. Forvitni er æflnlega af lakari endanum, en það í sál vorri, sem er sprottið af rjettmœtri þörf eftir hinu leyndardómsfuila, það getur fengið algjörða fullnægju í fagnað- arerindi Jesú Krists. Því fagnaðarerindi Jesú Krists á einnig sína „mystik" sinn leyndardóm, en það er leyndardómur lífs- ins en ekki dauðans. Kepstu ekki eftir að hnýsast inn í leyndardóm dauðans, heldur að kynnast leyndardómi lífsins, að Jesús Kristur getur búið, fyrir trúna, í hjörtum vorum. Sá leyndardómur lífs- ins, að vjer sem gieinar á hinum sanna vínvið Jesú Krists getum eignast kraft eilífs lífs og borið ávöxt Guði föður til dýrðar, sá leyndardómur er vel þess verður að kynnast honum. Yjer skul- um ekki vera að reyna að lyfta, í ó- tíma, hulu þeirri, er Guð hefir iagt yfir hið ókomna, heldur skulum vjer af öllu hjaita reyna að komast til skilnings á hinni sönnu „mystik" fagnaðarerindis- ins; lífssamfjelaginu við Jesúm Krist. Og loks er þetta: Þörfin á framför. Það er sagt að spíritisminn bjóði oss iifsskoðun með framför. Samkvæmt grundvallarskoðun spíritista erum vjer allir í hinni miklu framþróun. Yjer lyftumst tilveiustig af tilverustigi mótj bjartari og fegurri heimum. Slík fram- sóknarhugsjón, slík eilíf framþróun and- anna er svo auðug af loforðum og fell- ur svo vel samau við grundvallarskoðun nútimans á tilverunni. Nú jæja, en kiistindómurinn á einnig bjartar „víð- sýnisveraldir" og það sem meira er: kristindómurinn hefir að bjóða nýjan byrjunarstað og nýja orku til þess að komast leiðar sinnar. Mennirnir þrosk- ast ekki nema að eitthvað sje, sem knýr þroskann fram. Skrafið eintómt um þroska veldur engum þroska. Hver er þá aflvakinn í framþróun þeirri, sem spíritisminn boðar? Það er hin fjarvist- arlega gagnkvæmi (telepatisk Gjensidig- hed) andasamböndin. En aflvaki sá er ekki mikils virði, því að í fyrsta lagi er það meira en vafasamt hvort vjer náum sambandi við „anda“ fyrir spíri- tismann, og í öðru lagi er það alger- lega áreiðanlegt, að náist í spíritisman- um samband við anda, að þá eru það illir andar, því andar, er mæta oss á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.