Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 8
128 BJARMl dráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt; og um það segi jeg yður fyrir, eins og jeg hefi áður sagt, að þeir sem slíkt gera, munu ekki erfa guðsriki. En ávöxtur and- ans er kærleikur, friður, gleði, lang- lundargeð, gæska, góðvild, trúmenska, hógværð, bindindk. Það varð dauðaþögn, maðurinn ljet ekki heýra til sín aftur. Þegar hún lauk ræð^ sinni, ætlaði lófa- klappinu aldrei að linna. Það var með mestu herkjum að erkibiskup- inn sjálfur gat fengið orðið. Hvítabandsfundurinn stóð yíir í 4 daga. Þar voru samankomnar um 1000 konur, frá öllum hjeruðum Eng- lands. Allar ræðurnar snjerust um, hve nauðsynlegt það væri fyrir Eng- land að fara að dæmi Ameríku, og koma á algerðu aðflutningsbanni. Jeg sagði nokkur orð á fundinum og dönsk starfskona frá aðaldeild K, F. U. K. í Khöfn, sem var með mjer. Annars voru þar engir aðrir útlend- ingar. V. East-End og kvenlögregluþjónar. Eins og lesendum Bjarma mun kunnugt, er fátæktin afskapleg í þeim hluta Lundúnaborgar, sem kallaður er East-End. Hjálpræðisherinn og fleiri kristileg fjelög, gera mikið og blessunarríkt starf í »East-End«, en fátæktin og vesaldómurinn lítur úl fyrir að vera alveg botnlaus. Þó myndi ástandið batna að miklum mun, ef drykkjukránum væri lokað. Það eru framdir margir glæpir í East-End, sem ekki er að furöa, því þarna ægir saman dreggjum allra þjóða. Það er ekkert spaug að ganga þar um á kvöldin. Það er mjer hrein ráðgáta, að borgarstjórnin skuli ekki sjá um, að þessi hluti borgarinnar, skuli vera betur upplýstur. Það var hálf-myrkur á stærri götunum og kolamyrkur í »Mjóstrætum«. — Það er ekki að furöa, þó þar sjeu framd- ir margir glæpir. Það eru 100 kven-lögregluþjónar í Lundúnum. í fyrstu var þeim tekið illa, eins og öllu nýju kvenstarfi; en nú hafa þær áunnið sjer ást og hylli borgarbúa, svo engum detlur annað í hug en það sje alveg sjálfsagt, að hafa þær, jöfnum höndum og karl- menn. Eitt kvöld ferðaðist jeg um East- End, með kven-yfirlögregluþjóni. Það var ung ekkja, sem leit út fyrir áð vera alveg sköpuð til þessa starfs. Við fórum inn í þær verstu smugur, því hún var að rannsaka eitthvert glæpamál. í sumum af þessum svokölluðu »kaffistofum« sem við heimsóttum, voru eingöngu svertingjar og Indverj- ar. í heilu þorpi fyrir sig, sem kall- að er »Iíínverjabærinn« voru bara Kínverjar. Lögregluþjónninn heilsaði sumum af þessum mönnum með nafni og talaði vingjarnlega og móðurlega við þá. Þótt margir af þeim væru auð- sjáanlega á mjög lágu menningarstigi, voru þeir mjög kurteisir við okkur. í sumum af þessum óþverraholum fundum við hvitt kvenfólk — mest unglingsstúlkur 16—17 ára, sem sátu þarna og drukku með mislitu mönn- unum. Það er ólöglegl. Svo það var heldur en ekki uppþot, þegar lög- regluþjónninn lauk upp dyrunum. Hún gerði þó ekki annað en hjálpa unglingsstúlkunum til þess að fá gist- ingu á líknarheimili, sem lá þar ná- lægti »Það þ5rðir ekkert að vera að draga þessa aumingja fram fyrir dóm- stólana« sagði hún, og var það alveg rjelt mælt. Við vorum ekki tljótar í ferðum um gölurnar, því margir þurftu að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.