Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 4
124 B J A R M I best »ef kver væri notað«. Þó taldi hann það of þungt og »of rígbundið við rjetltrúnaðinn«. Annars taldi hann heppilegast að afnema alla kver- kenslu í barnaskólum, eins og sam- þykt var á kennarafundinum með 44 atkv. gegn 7, og mentamálanefndin leggur til, — en »líklega væri gott að prestar hefðu kver við fermingar- undirbúning, ef það væri skrifað að skilningi vorra tíma®1). Annars var auðheyrt á honum eins og kennurunum, að það eru lcenningar kveranna og fræðanna, sem efasemda- stefnunni er svo illa við, að nú á að herja á kverin, meira að segja má helst ekki kenna börnum trúarjátn- inguna, þvi að bæði 2. og 3. grein hennar er alt of »rjetttrúnaðarleg«, að skoðun efasemdamannanna. lJeir hika samt við, að semja nýlt kver, eru líklega hræddir um að sú vatns- blanda þætti flestum bragðdauf. Sigurður prófessor Sívertsen skýrði frá deilum um kristnidómsfræðslu á Norðurlöndum og tillögum menta- málanefndarinnar. Ánægjulegt var að heyra hann segja: »HræðsIan við að láta börn læra utan aö er lóm heimskaff. Annars yrði alt of langt mál að skýra frá umræðunum greinilega. — Þær voru aðallega frásögn um ýmsa reynslu presta í þessum efnum, en auð- heyrður var þó skoðanamunur bak við. Sra Bjarni Jónsson talaði skorin- 1) Hvaða skilningi, — kaþólskra? — Kalvínsmanna, eða hverra? — Pað er spaugilegt, þegar sjertrúarmenn, eins og t. d. spiritístar og guðspekingar, eru að tala um »skilning« cða »þckkingu vorra tíma«, og láta eins og rjett allir jarðar- búar, sem nú cru uppi, hefðu sama »skilning« eða sömu einhliða »þekkingu« og þeir sjálfir. »Vjer crum samlímans menn, þjcr eruð steingerfingar löngu lið- inna alda«. — Pað er alt frjálslyndið Og bróðurandinn? ort gegn glamuryrðum um »þulu- lærdóm«, og »of þunga trúarlærdóma í kverinu«. Kvaðst hann hafa sæmi- lega reynslu um, að börnum þyrfti ekki að leiðast nje verða »Kristi frá- hverf«, þólt þau lærðu kver, og lítið hefði hann orðið var við, að þeir sem liæst töluðu gegn kverunum, reyndu að kynna sjer kristindóms- fræðslu þeirra, sem notuðu kverin. — Ærið litla sönnun gegn kverkenslu taldi hann það, þótt Haraldi Níels- syni hefði tekist að vekja áhuga hjá þremur fermingadrengjum með kenslu barnabiblíunnar. — En á það atriði lagði H. N. svo broslega mikla á- herslu bæði á kennarafundi og presta- stefnunni. — Eins og öðrum eins kennara hefði ekki getað tekist að gera kvernám skemtilegt fyrir eina þrjá drengi, ef hann hefði lagt sömu alúð við það og við hitt! Annars var bent á það af ritstj. þessa blaðs og íleirum, að vandræði efasjúkra kennara væru ekki úr sög- unni, þótt kverin hyrfi úr skólunum, því sömu kenningarnar væru i biblí- unni og t. d. í »Helgakveri«, og þótt hægra væri að sleppa þar úr ýmsu án þess að vekja ettirtekt, þá mundu þó mörgum foreldrum þykja iniður, ef börnum þeirra væri sagt, að t. d. jólasögurnar, upprisusögurnar og kraftaverkasögur Krists væru tóm- ur skáldskapur. En vorkunn væri ungum kennurum, sem lært hefðu óbeit á kverinu og hleypidóma gegn utanbókarlærdómi, en aðal-ábyrgðin væri á kennurum þeirra. — Prest- arnir sjálfir væru og sumir fullir efasemda, og skiljanlegl að þeir legðu þá ekki mikla rækt við lúterska kverkenslu, og auk þess verja margir þeirra alt of litlum tíma til upp- fræðslu barna, og það tvent væri alvarlegustu atriði þessa máls. —- Hitt væri engin sönnun, þótt H. N.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.