Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 15
B JARMl 135 siðan jeg fór burt frá landinu minu og úr yðar húsum; þá yfirgaf jeg eina skjólið, sem jeg hafði átt, og ef jeg ætti að lýsa tilfinningum mínum, þeg- ar jeg nam staðar á götunni fyrir neðan húsið og mændi á það tár- votum augum, þá mundi jeg helst líkja sjálfum mjer við rekald, sem brotsjóar og brim bylta vægðarlaust um ólgandi haf, — annars á jeg eng- in orð yfir ástand mitt eins og það var þá, en þeirri örlagaþrungnu skiln- aðarstund mun jeg aldrei gleyma. Jeg komst ofan að sjó. Engan sá jeg manninn. Næturvörð þóttist jeg reyndar sjá á rölti með fram búðun- um, sem jeg gekk fram hjá, en jeg gaf hvorki honum eða neinu öðru nokk- urn gaum. Var jeg vakandi? Var mig ekki að dreyma leiðinlegan og þreyt- andi draum? Átti jeg ekki bráðum að fá að vakna í hlýja bólinu minu, og finna í meðvitund minni hvíld og unað heimilissælunnar? Gat það hugs- ast að þetta væri annað en draumur? Jeg man að jeg spurði sjálfan mig að þessu hvað eftir annað, og jeg hrökk ónotalega upp frá hugleiðingum mín- um við það að hálfdrukkinn maður stjakaði hranalega við mjer um leið og hann sagði: »Hvað ertu að flækj- ast, ræfillinn þinn? Skríddu i flelið þilt, þar áttu heima!« Og hann krydd- aði þessa vingjarnlegu kveðju sína með allmörgum blótsyrðum. Jeg svaraði engu, en laut eftir bögglinum mínum, sem hann hafði hrifsað úr hendinni á mjer. Ef hann vissi það drukni maðurinn, hugsaði jeg með mjer, að jeg á hvergi heima, þá mundi hann líklega vorkenna mjer. »Jeg á hvergi heima«, sagði jeg lágt, »og ekkert rúm til að sofa í«. »Hvaða — hvert i — — tarna er laglegt! Er þetta dagsatt, greyið mitt?« sagði hann og varð talsvert mýkri á manninn. »Satt, já því miður«, svaraði jeg. Hann virti mig fyrir sjer. »Hvað hefir þú gert fyrir þjer lagsi? Það er alveg óhætt að segja mjer það, jeg ætti ekki að vera svo strangur í rjett- inum — — ekkert gert fyrir þjer, nú jæja, saklaus eða hvað? Jú, jú, gefur meir en skeð. Þú ert ósköpin öll ein- feldningslegur í framan anga-nóran mín! En hvað verður úr þjer? Það er svo sem velkomið að hýrast hjá mjer í nótt, jeg á smugu skömm, þó Ijeleg sje, það er skárra en úti — en heyrðu sagði hann alt í einu, eins og honum kæmi snjallræði í hug. »Á jeg ekki að útvega þjer atvinnu«. »Jú i öllum bænum«, svaraði jeg allshugar feginn. »Viltu verða sjómaður?« »Mjer er alveg sama, ef jeg að eins kemst eitthvað langt í burtu hjeðan«, sagði jeg. wÞað kemur heim«, sagði hann íbygginn, »þú ert maðurinn, til þess kjörinn. Sjáðu til, þarna liggur togari, sem á að leggja af stað til Englands með morgni, jeg var ráðinn á hann, en það kom bobbi í bátinn, svo jeg vil helst vera laus, en þú getur farið í slaðinn minn. Viltu það?« »Já, mjög gjarnan«. svaraði jeg. »Allright, sir«, sagði hann hlæjandi. sÞú kærir þig kollóltan, þó þeir dusti þig eitthvað, svona til að byrja með, og ef þeir spyrja um mig, þá segðu eins og er, að jeg hafi sent þig í staðinn minn. Það er enginn vandi fyrir þig að komast út i skipið, því snemma i fyrramálið verður sendur bátur eftir skipverjum, sem í landi eru, þeir eru flestir nýir menn á þessu skipi, og þekkjast þvi tæplega í sjón, annars mundi þeim þykja mannamun- ur í mjer og þjer«, sagði hann og kinkaði kolli ibygginn. »Vertu svo á varðbergi þarna á bryggjunni um afturelding, báturinn frá skipinu lend- ir þar, þú slæst í hópinn eins og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.