Bjarmi - 01.10.1924, Side 14
170
BJAHMI
og úr þeim hóp 'komu sjálfboðaliðar
við kristniboðsstarf bæði norður við
Yorkhöfða og austur við Angmassalik.
Sáímakveðskapur óx stórum og end-
urskapaði tungu þeirra, en jafnframt
vaknaði öflug þjóðernisalda meðal
trúaðra manna, sem sumstaðar hafði
óholl áhrif á trúarvakninguna að frá-
sögn Dana. —
Margir ljetu »berast með«, eins og
gengur, þegar stormur fer um land,
og voru þó óbreyttir í hjarta, en 17
liðin ár hafa þó fullsannað að hinir
voru fleiri, sem voru i raun og veru
orðnir nýir menn. Hreyfingin er köll-
uð á grænlensku pekatigingniat, er
aðalstjórn eða miðstöð hennar enn i
Góðvon og gefur hún út blaðið
Ekérsautinguít (»Litla vakningablað-
ið«).
Að lokum skal hjer skýrt frá nokkr-
um tölum frá skóla og kirkjuhaldi
Grænlendinga á »Vesturströndinni«.
í árslok 1922 voru ibúarnir 13602,
hafði fjölgað um 128 það ár. Bygðir
eða hverfi voru 175, af þeim voru
47 með yfir 100 íbúa, 53 frá 50 til
100 og 75 með færri en 50. Árið 1910
var tólkstalan alls 12486, bygðir 183
og ekki nema 39 með yfir 100 manns.
Þar sem annarstaðar flytja menn sig
úr fámenninu. í byrjun 19. aldar voru
Grænlendingar um 6000. — Fjölmenn-
ustu bygðir — verslunarstaður og
sveit umhverfis — er »Sykurtoppur«,
(509), »næst er »Júlíönuvon« (433),
»Góðvon« (388) og »Jakobshöfn«
(314).
Samkvæmt lögum frá 1905 er Vest-
urströndin 2 prófastsdæmi og 10
prestaköll, eru því sum þeirra afar-
víðlend, en einnig ætlast til að þar
sjeu fastir aðstoðarprestar, eru þeir
3 nú. Auk þess eru barnakennurum
eða fræðurunum ælluð ýms prests-
verk í afskeklum veiðistöðvum. Fræð-
arar þessir eru nú 187, og hefir þriðj-
ungur þeirra fengið 3ja ára mentun
við kennaraskólann í Góðvon, annar
þriðjungur er »sjálfmentaður«, og
kennir aðallega lestur og skrift í
heimahúsum í fámennum veiðistöðv-
um. Hinir hafa notið kenslu einn eða
tvo vetur hjá einhverjum presti. Sjer-
stök skólahús eru 52 alls, en í 36 stöð-
um er kent í kirkju eða á kirkjulofti.
Skólabörnin voru 2936, skrift og
reikning lærðu þau nær öll, 1943 lærðu
biblíusögur, 1468 kverið og um 1150
lærðu mannkynssögu, landafræði og
náttúrufræði. 280 lærðu dönsku í
Syðri-bygðum, — hún er valfrjáls. Sjeu
þessar tölur bornar saman við skýrsl-
ur 1910, er framförin meiri en lítil.
Lengi vel voru allir prestarnir dansk-
ir og urðu árum saman að láta fræð-
ara túlka ræður sinar. Fyrsti Græn-
lendingur, sem tók prestvlgslu var
vígður 1874 og var 34 prestur í
nyista prestakallinu, við Upernivík.
Nú eru allir prestarnir af grænlensk-
um ættum nema tveir.
í fjölmennasta prestakallinu, kent
við Egede, eru 1533 manns og 3
kirkjur, en í því fámennasta, Góð-
höfn, 358. — í Góðvonarprestakalli
(1246 manns), eru 7 kirkjur og 2
prestar. — Alls eru kirkjurnar 50.
Árið 1922 dóu 390, en 524 fædd-
ust, voru ein 30 þeirra barna óskil-
getin, og þarf samkvæmt því ekki að
skrafa mikið um óskírlífið þar f landi.
— Altarisgestir voru afarmargir, frá
59 til 146 af hverju hundraði, og að
meðaltali fóru 87°/o allra Vestur-Græn-
lendinga til altaris. Auðvitað eru þetta
»ekki nema tölur«, — en spá vor er,
að þeir sem lítið mark þykjast taka á
íslenskum tölum um messufjölda og
altarisgesti, yrðu laundrjúgir yfir trú-
rækninni, ef vorar skýrslur ættu svip-
aðar tölur.