Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1971, Page 4

Bjarmi - 01.10.1971, Page 4
HENDURNAR HANS PABBA Þeir sváfu undir sama þaki. Faðirinn hét Óskar Karlsson. Sonurinn hét Bertil. Óskar Karlsson, sextugur að aldri, var ekki sérlega stórvax- inn. 1 augum hans logaði innri, yljandi glóð. Ósjálfrátt datt manni í hug, að hann dreymdi bæði dag og nótt. Bertil hafði allt annað vaxt- arlag. Hann var nær því höfði hærri en faðir hans, herðabreið- ur. Augun voru síkvik og fylgd- ust með hverju andartaki. Hann var raunsæismaður á að sjá, fannst þeim, sem mættu honum. Hann var líka raunsæismað- ur, sem trúði þvi, sem hann gat séð og sem unnt var að sanna. Hann var kaldur í öllum út- reikningum og ályktunum. Óskar Karlsson og kona hans spenntu greipar við morgun- verðarborðið og báðu Guð um að blessa matinn. Meðan á því stóð, tókst Bertil að smyrja brauðsneiðarnar sínar. Hann notaði ekki hendur sínar til borðbænar — og ekki heldur til annarra bæna. Feðgarnir unnu báðir við maiarnámur Hultákers. Enginn vann jafn rólega og örugglega og Bertil. Enginn var jafn at- orkusamur. Engum duldist, að einhvern tíma yrði hann yfir- maður þar. Óskar Karlsson slundaði enn þessa erfiðisvinnu aðallega vegna þess, að hann hafði starf- að í þjónustu fyrirtækisins frá því hann var um tvítugt. Starfs- kraftar hans voru ekki lengur fullnægjandi, það hafði stjórn fyrirtækisins reynt að gera hon- um skiljanlegt með varkáru orðalagi. Hann var alltaf síðastur i mat- arhléinu. Bertil mislíkaði það. Hann hafði margoft rætt um það við föður sinn, en engin breyting varð samt þar á. „Verður þú ósjálfrátt líka að spenna greipar við borðbænina, þegar þú ert á vinnustaðnum?" hafði hann sagt í gremjurómi. „Það er eins og þú hafir fengið einhverjar heimasætuhendur, síðan þú varðst trúaður á þenn- an hátt. Er það raunverulega rétt af þér að gera þetta?“ „Já, það var hárrétt af mér að verða í fullri alvöru trúaður maður“, svaraði Óskar Karls- son alvarlega. „Hins vegar get ég ekki skorið úr því, hvort hendurnar hafa orðið mýkri við það, að ég bið til Guðs. Þó get- ur vel verið, að það sé rétt, því spenntar greipar eru alltaf mýkri en knýttir hnefar ...“ Bertil svarði ekki. Hann hrukkaði ennið og gekk brott, til þess að byrja malarnám á nýjum stað daginn eftir. Hon- um hafði verið falið að sjá svo um, að engar tafir yrðu, þegar vinna hæfist aftur morguninn eftir. Hann var ákaflega ánægð- ur yfir því trausti, sem forstjór- inn hafði sýnt honum. Það spáði góðu um framtíðina. Bertil átti að verða eftir, þeg- Það er mikið talað um kyuslóða- skiptin «g erfiðleikana í sam- bandi við |»au. Samt gleymist, að í yfirgnæfamli tilvikum ger- ast of hljóðlátir og hrífandi lilut- ir einmitt í samhandi við það. Þessi sænska frásaga er eitt dæmi J»ess. Sá hópur, sem lifir kyrrlátu, lieilhrigðu lífi, er stærri en margir halda, Jiótt |»eir lialdi hópinn á allt annan liátt en öskuraparnir. ar dagsverkinu lyki, til þess að sjá um dálítinn undirbúning vinnunnar morguninn eftir. „Ætlar þú ekki að koma með heim?“ spurði faðir hans. „Það er allt tilbúið fyrir morgundag- inn, eins og þú sérð. Þú varst búinn að líta eftir því fyrr í dag.“ „Ég ætla aðeins að athuga smávegis að norðanverðu,“ sagði Bertil. „Það er ekki ör- uggt, að malarveggurinn sé jafn laus og æskilegt væri, ef við eigum að geta afgreitt það, sem afgreiða þarf á morgun. Þú getur sagt mömmu, að ég komi heim eftir eina klukku- stund.“ „Ég get beðið eftir þér,“ sagði Ósar Karlsson, „en mamma verður þá sennilega kvíðin, ef hvorugur okkar kemur á venju- legum tíma. Malarveggurinn getur verið hættulegur, Bertil. Gættu þín vel.“ 4 OIABMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.