Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1971, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.10.1971, Qupperneq 8
A KRISTILEGU ÞINGI I ÞRÁNDHEIMI Heimatrúboðið norska hélt þing sitt þar þessa daga, en slík þing eru haldin á þriggja ára fresti. Á þessu þingi áttu sæti um 500 kjörnir fulltrúar, og fjöldi áhugamanna sótti það að auki. Thor With, formaður sam- takanna, minntist í upphafs- ávarpi ytra borðs þessarar miklu hreyfingar með þúsundir félags- deilda, hundruð samkomuhúsa, nálega tuttugu æskulýðs- og annarra kristilegra skóla, sum- arbúðahótelreksturs og margra annarra starfsgreina. Formaðurinn spurði siðan: ,,Er þá ekki allt fengið?“ Og hann svaraði: Nei, og aft- ur nei. 1 okkur brennur alltof lítið af þeim eldi, sem Jesús er kominn til að varpa á jörðina. Kraftur Guðs Anda er svo lítið áberandi í starfi okkar. Neyð náungans liggur okkur ekki nærri nógu þungt á hjarta." I Guðs ríki er tilgangslaust fyrir okkur mennina að ætla fyrst að skipuleggja og segja svo: „Verði líf í þessu öllu sam- an.“ Það er að fara öfugt að. Við verðum að fara veg auð- mýktarinnar og biðja Guð: Gef þú líf, sendu okkur þinn Heil- aga góða Anda og skapa úr okk- ur þjóna, sem þú getur notað. Við ættum að vera veigamik- ill þáttur þeirra möguleika, sem Guð hefur til að veita kirkju okkar og þjóð blessun sína. Hve miklu af mætti anda síns getur Guð miðlað í gegnum okk- ar líf? Svarið er aðeins einu háð, en það er persónuleg af- staða okkar til Andans, sem er talsmaður Jesú Krists. Það er ekki auðvelt að ganga framhjá honum. Hann einn miðlar okkur eilífu lífi. Án hans er vöxtur Guðs ríkis óhugsandi okkar á meðal. I Noregi er nýlokið 100 ára hátíðarhöldum til heiðurs Hans Nielsen Hauge. Formaður heimatrúboðsins sagði, að þeir töluðu oft um sinn Hauge-arf, og það væri því ekki óviðeig- andi að minnast setningar þeirrar, sem staðið hefði sem einkunnarorð yfir lifi þessa mikilmennis. „Ég hef svarið Guðs Anda hlýðni, og hann hef- ur hjálpað mér til að reynast þessu heiti mínu trúr.“ Getum við gert þessi orð að okkar í dag? Höfum við svarið Guðs Anda hlýðni? Vitum við, hvað í því felst að vera Guðs Anda hlýðin? Hauge skildi það sem hlýðni við Guðs orð. Það las hann, hugleiddi og notaði með bæn um leiðsögn Guðs Anda. Líf hans bar engan blæ af neinum yfir-andlegheit- um, heldur einkenndist af raun- særri hversdagshlýðni við Krist og boðskap hans, svo staðfastri, að hún brást ekki, þó að skamm- sýnir samferðamenn sviptu hann heilsu, fé og frelsi og vörp- uðu honum í fangelsi langtím- um saman. Og þess er vert að minnast, að þá blessunarbylgju, sem hann bar með sér um Nor- eg, gat engin andstaða stöðvað, þó að hún væri engum skipu- lögðum samtökum studd. Hauge var Guðs Anda hlýð- inn og aðrir fylgdu í fótspor hans i sömu trúmennsku við Guðs orð. Það minnir okkur á, að eng- inn nema Guðs Andi getur opn- að augu mannsins svo, að hann sjái aðra menn með augum Krists eða vekur meðaumkun hans og áhuga fyrir tímanlegu og eilífu frelsi náungans. Hlýðni við Guðs orð knýr þess vegna strax næsta skrefið: Far þú og hjálpa náunga þínum til Krists. Skortir okkur hlýðni? Hættir okkur við að reyna að flytja hana af eigin herðum yfir á félagssamtökin? Þau geta naumast verið Guðs Anda hlýðnari en meðlimirnir eru hver fyrir sig. Ábyrgðin hvílir á hverju einstöku okkar. Hlýðn- ina hafði Hans N. Hauge lært af Guðs orði. Hún var þess vegna fyrst og fremst biblíu- leg. Páll segir, að fyrir Jesúm Krist höfum vér öðlazt náð til að „vekja hlýðni við trúna“ (Róm. 1.5). Engin afleiðing trú- arinnar á Krist er eðlilegri en sú hlýðnisafstaða, sem segir: „Hér er ég, vilt þú nota mig“. 1 dag er mikill skortur á leið- togum í kristilegu starfi. Hvers vegna? Óhætt er að fullyrða, að Guðs Heilagi Andi kallar menn sem fyrr og gerir þá hæfa til starfsins. Það liggur því nærri að álykta, að einhverjir óhlýðn- ist kallinu eða leiti alls ekki leiðsagnar Guðs Anda til þess að geta innt þjónustuna af hendi. Nýlega las ég í þýzku blaði, að kirkjan þar í landi ætti við mikil vandamál að etja, sem hún virtist ekki ráða við. Það kom greinilega fram, að vand- inn væri ekki efnahagslegur, heldur stafaði hann af manna skorti og óskýrleika í boðun- inni. Skortur þekkingar á Heilög- 8 BJAllMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.