Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1971, Page 11

Bjarmi - 01.10.1971, Page 11
EINS OG LAUSLEGA er minnzt á í frásögn- inni af kveðjusamkomunni fyrir Benedikt Arn- kelsson, var þar skýrt frá því, að ung hjón hefðu boðið sig fram til kristniboðsstarfs í Konsó fyrir Samband ísl. kristniboðsfélaga. Voru þau kynnt fyrir samkomugestum. Eru þau hér með einnig kynnt fyrir þeim lesendum „Bjarma“, sem utan- bæjar búa, og öðrum, sem gátu ekki verið á samkomunni. JÓNAS ÞÓR ÞÓRISSON er fæddur á Akureyri. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands s.l. vor og var auk þess á framhaldsnámskeiði fyrir kennara í sérgreinum. Hann dvaldist eitt ár í Bandaríkjunum og gekk þar á svonefndan „High School“. Þá hefur hann og verið á eins árs prédikaranámskeiði í Osló og auk þess verið á þriggja mánaða námskeiði á Bibliuskólanum á Fjellhaug. Getur hann því undirbúningsmennt- unar vegna farið til starfs í Konsó, en eins og kristniboðsvinum mun kunnugt, þurfti í fyrra- vetur að fá lánaða kennslukonu hjá norska Nýir sjálfbodaliÖar bœtast kristniboÖinu kristniboðinu, þar sem skólastjóra vantaði þar. Er sami háttur einnig hafður á í vetur. INGIBJÖRG INGVARSDÓTTIR, kona Jónas- ar, lýkur kennaraprófi næsta vor. Hún er dóttir eins af mætustu félögum, sem K.F.U.M. í Reykja- vík hefur átt, Ingvars heitins Ámasonar, sem einnig var einn af stofnendum „Kristniboðsfélags karla“. Þau Ingibjörg og Jónas eiga eina dóttur, Huldu Björg. Þessi liðsauki frá þessum sjálfboðaliðum kem- um sér einstaklega vel, þegar haft er í huga, að næsta sumar koma þau Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, kristniboðar í Konsó, heim í hvíldarleyfi. Jónas Þórisson hefur verið ráðinn starfsmaður á „Aðalskrifstofunni” — sameiginlegri fyrir Kristniboðssambandið, starf KFUM og KFUK o. fl„ svo sem kunnugt er, en auk þess mun hann taka þátt í ferðastarfi og samkomuhöldum, eftir því sem aðstæður leyfa. Þessi nýi liðsauki er mikið þakkarefni, og hvetjum vér vini kristniboðsins til þess að minn- ast þeirra hjóna trúlega í bænum sinum. BJABMI 11

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.