Bjarmi - 01.10.1971, Page 12
Frá
starfsmönnum í
Eþíópíu
^ ^ ^
Bnnedikt Jasonarson
fór frá Addis Abéba til Os-
lóar þann 16. október s.l.
Eins og Tcunnugt er hefur
Margrét kona hans dválizt í
Noregi síðan snemma í maí.
Ráðgert er, að Benedikt starfi
sem prédikari á vegum
Norska lútherska kristni-
boðssambandsins. Litlar sem
engar líkur eru táldar á þvi,
að þau geti aftur Jvorfið til
starfa í Eþíópíu. Góðar frétt-
ir og uppörvandi hafa borizt
frá þeim frá Noregi.
D <j h
t\
Ingunn Gísladóttir,
hjíikrunarkona, var um tíma
undir lœknishendi. Dróst að
hún fœri út til starfa, eftir
síðasta hvíldarleyfi, eins og
ýmsir kristniboðsvinir munu
minnast. Var um blóðsjúk-
dóm að ræða. Hún var fyrir
skömmu til rannsóknar hjá
lœknunum við sjúkrahúsið í
Irgálem og segir niðurstöður
þeirra hafa verið góðar og
sér líði vél.
BRÉF FRA INGUNNI
Kóleru-
faraldur
r
l
Konsó
Konsó, 1. september 1971.
„ ... Hér hefur komið upp kólerufaraldur. Fyrsta tilfellið kom
5. ágúst, en alls höfum við haft 34 sjúklinga fram að þessu. Tveir
hafa dáið, en það er staðreynd, að ef þeir fá vökva i æð nógu
fljótt, geta þeir jafnvel farið heim til sín næsta dag.
Þessi faraldur byrjaði, þegar lagt var af stað á mótið í Gidole.
Ég ætlaði að ,,drífa“ mig með og var farin að hlakka öll ósköp
til, en að sjálfsögðu sat ég heima. Það kom sér vel, því við feng-
um tvær fæðingarkonur mitt í kólerunni. Nóg um það. Ég er
frísk og allt er í lagi.
Bólusetning og boðun.
Við fórum niður til Saba Meda í gær. Við fréttum, að 13 manns
hefðu dáið úr kóleru. Við bólusettum 450 manns. Gísli og Katrín
unnu eins og herforingjar. Þú hefðir átt að sjá þau.
Það var reglulega hressandi fyrir mig að fá þessa ferð, þótt
það hljómi ef til vill undarlega í eyrum margra.
Gísli prédikaði á flestum stöðunum, og ég var auðvitað mjög
ánægð yfir því. Ef ég fer svona út í hérað, er ég aldrei ánægð
nema það sé prédikað. Og Gísli prédikaði eins og hann væri
,,nýfrelsaður“, eins og ég sagði við hann.
Það var komið með eina konu, sem var mjög aðframkomin.
Við gáfum henni í æð, og gekk nú heldur seint að komast í æð-
ina, en að lokum tókst það.Við hengdum plastpokana upp í tré,
og þannig fékk hún vökvann. Hún lifnaði alveg furðu fljótt við
— og var hún tekin með í bílnum heim. Það var komið með einn
kólerusjúkling í dag hingað á stöðina, þann 34.
öllum hér liður vel. Við erum þakklát fyrir ykkur, sem biðj-
ið fyrir okkur.
Kveðja. Sálm. 121.
lngunn.
12 BJARMI