Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1971, Side 13

Bjarmi - 01.10.1971, Side 13
„Og sjá, stjarnan, sem þeir höfðu séð auslur frá, fór fyrir þeim, þar til hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var.“ K veðjusamkoma og liðsauki Sunnudaginn 19. september s.l. áttu kristniboðsvinir í Reykja- vik óvenjulega hátíðar- og gleðistund. Auglýst hafði verið kveðju- samkoma fyrir Benedikt Arnkelsson, guðfræðing, þar eð tilkynn- ing hafið borizt um landvistarleyfi fyrir hann í Eþíópíu. Gat hann því þegar haldið af stað til starfs þess, sem honum er ætlað við Biblíuskólann í Gidoie. Ilcncdikf Arnkclsson lagði af stað frá Reykjavík 20. sept. s.l. Fór hann fyrst til Oslóar, en þar beið land- vistarleyfið hans. Hann kom til Addis Abeba 23. sept. og hélt áleiðis til Konsó 25. sept. Dvaldist hann þar fáeina daga, en Bibliuskólinn í Gi- dole, sem hann kennir við, hófst i byrjun október. 'lúhanncs Alnfsson. Kveðjusamkoman var haldin í húsi K.F.U.M. og K.F.U.K. við Amtmannsstíg og var svo vel sótt, að þótt opnað væri inn í svonefndan endasal og aukastólum bætt í salinn, urðu nokkrir að vera frammi í ganginum. Formaður Kristniboðssambandsins talaði fyrir hönd stjórnar Sambandsins og hafði sem grundvöll hugleiðingar sinnar og kveðjuorða heimsókn Jesú til systranna Mörtu og Maríu í Betaníu. Benedikt Arnkelsson talaði því næst og lagði í ræðu sinni ríka áherzlu á forréttindi og skyldu þess að starfa fyrir Drottin og málefni hans. Þá ræddi hann og um köllunina, styrk þess fyrir starfsmanninn að vita sig ekki hafa fundið upp á starfssviði sínu sjálfur, heldur hafa fengið köllun frá Drottni og ytri köllun frá réttum aðilum. Bað hann kristniboðsvini að minnast sín trúfast- lega í bænum sínum eins og annarra, sem stöi’fuðu á kristniboðs- stöðvunum. Að loknu máli Benedikts og söng á eftir, gerðist sá gleðilegi atburður, að kynnt voru fyrir samkomunni ung hjón, sem boðið hafa sig fram til kristniboðsstarfs. Er nánar frá því sagt á öðr- um stað í blaðinu. Frk. Helga Magnúsdóttir, kennari, söng einsöng á samkom- unni og átti það þátt í að setja hátíðarblæ á stundina. 1 sambandi við samkomuna gáfust kristniboðinu rúmlega kr. 84.000,00. lœknir, og kona hans, koma heim í hvíldarleyfi næsta vor. Munu þau sennilega koma um miðjan maí. Vegna sér- stakra aðstæðna verður heimsókn þeirra styttri en vant er, eða aðeins þrír mán- uðir í stað rúmlega árs. ^ ^ ^ I*akkarcfni. Það er mikið þakkarefni, að gott eitt er að frétta frá fjölskyldu þeirra Katrinar og Gisla í Konsó. Aðeins tvö yngstu börnin eru heima. Hin eru í skóla í Addis Abeba. Nánari fréttir af starfinu í Konsó eru í bréfum þeim frá Katrínu og lngunni, sem birt- ast annars staðar í þessu tölublaði. BJAUMI ia

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.