Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1974, Page 1

Bjarmi - 01.11.1974, Page 1
Jólahugleiðing eftir séra Jónas Gíslason, lektor Hvar er Guð? JÓH. 1, 11-14 I. Hvar er Guð? Þannig spyrja menn oft, eink- um þegar eitthvað bjátar á. Ef við einblínum á hið illa í þess- um heimi, syndina, bölið og þján- inguna, reynist svo oft erfitt að koma auga á Guð. Hans virðist gæta lítið. Og þegar jólahátíðin gengur í garð, finnst mörgum erfitt að gleðjast. Englarnir á Betlehemsvöllum boðuðu frið á jörðu, en mörgum finnst friðar- söngur þeirra hljóma sem napr- asta háð í heimi okkar í dag. Þess vegna er alls ekki óeðli- legt, að margir spyrji: Hvar er Guð? II. Jólin flytja okkur svarið. Guð kom inn í heim okkar manna í Jesú Kristi. Litla barnið í jötunni er Guð. Hann lætur okkur ekki afskiptalaus. Hann er ekki fjar- lægur eða hulinn Guð. Hann er hinn kærleiksríki Guð, sem kom- inn er til þess að frelsa okkur. Jólin eru okkur sönnun fyrir kær- leika Guðs. Enginn þarf því leng- ur að spyrja um Guð. Guð er í Jesú Kristi. Þetta vissu englarnir. Þess vegna var gleði þeirra mikil. Lof- söngurinn hljómaði og fyrsti jóla- sálmurinn var sunginn í mann- heimi: Dýrð sé Guði í upp- hæðum. Yður er í dag frelsari fæddur. Á hinum fyrstu jólum urðu þáttaskil í sögu mannanna. Ljós heimsins var komið. Vald syndar og dauða í mannlegu lífi var brotið á bak aftur. Nú eiga allir menn aðgang að himni Guðs fyrir trúna á Jesúm Krist. Hvers vegna spyrja menn enn: Hvar er Guð? Hvers vegna sér kærleika Guðs svo lítinn stað í heimi okkar manna? Svarið er að finna í Jóh. 1,11: ,,Hans eig- in menn tóku ekki við honurn." Þeir eru alltof fáir, sem sjá Guð í Jesú Kristi og heyra fagn- aðarsöng englanna á jólum. Of mörgum verða jólin aðeins fall- egt ævintýri án raunverulegs inni- halds. Of fáir veita viðtöku hinni mestu gjöf Guðs, jólabarninu sjálfu. Of fáir ganga að jötu þess og lúta því í lotningu. Þegar menn spyrja um Guð, er ástæðan venjulega sú, að þeir hafa annaðhvort gleymt Guði, gleymt að ganga að jötunni og lúta jólabarninu, eða þeir hafa hafnað þeim Guði, sem kom í Jesú Kristi. IV. Kristinn maður spyr aldrei: Hvar er Guð? Hann veit, að Guð er kominn. Hann hefur sjálfur mætt honum sem mesta raun- veruleika lífs síns. Þess vegna gleðjumst við og fögnum á jól- um. Við tökum undir lofsöng englanna. Við lofum og vegsöm- um Guð fyrir náð hans og misk- unn. Og jafnframt leggjum við líf okkar fram sem gjöf við jötu jólabarnsins, svo að hann megi nota okkur til þess að vinna verk sitt hér á jörðu. Guð gefi okkur gleðileg jól. Reykjavík, nóv.—des. 1974. 11.-12. tbl. 68. árg. 1

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.