Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1974, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.11.1974, Qupperneq 3
Hindrar Jesús heilbrigðan vöxt? legt, enda safnaðist hér saman til jólagleði fólk úr mörgum söfnuð- um, sem dreifðir voru víðs vegar um Kína og höfðu lært af kristni- boðum margra þjóða. Allt þetta efni rann saman í eina heild og gerði kvöldið ógleymanlegt. Síðar um kvöldið héldum við hjónin svo einfalda jólahátíð fyrir okkur sjálf, með guðspjalli og ein- földu og hátíðlegu jólaversi. Næsta dag var sjálfur jóladag- ur, og þá safnaðist söfnuðurinn saman. Einn kínverski stúdentinn flutti predikun dagsins, en Jóhann flutti ávarp og óskaði söfnuðinum gleðilegra jóla og bað fólkinu blessunar. Jólamat borðuðum við hjá Li safnaðaröldungi og konu hans, en þau hjónin voru mjög áhugasöm um kristilega starfsemi og líf safn- aðarins, og margir nutu góðs af örlæti þeirra. Þau höfðu bæði flutt hingað vegna stríðsins og hins ófriðlega ástands í heimahögum þeirra, og þeim tókst vel að koma atvinnu sinni af stað aftur. — Li var sjálfur vel upplýstur leikmað- ur og mjög til fyrirmyndar og góður predikari, þótt aðalatvinna hans væri verksmiðjurekstur og verzlun. Þessi ágætu hjón tóku við okkur á jólunum, og veittu vel. Eftir matinn fórum 'við í göngu- ferð út að nýlega gróðursettum terunnum skammt fyrir utan borg- ina. Þar var mjög fallegt. En áður hafði þetta land verið óræktað. Teblöðin eru tínd á vorin; þau teljast bezt, sem tekin eru fyrir páska: Annan jóladag var veður breytt, en við lögðum af stað heimleiðis, gangandi, eins og við höfðum kom- ið, en gekk þó sæmilega. Þá vor- um við aftur nótt í Lienki. Frá ósum árinnar var venjulega hægt að fá far með bát undan straumi til Sinhwa, og það gerðum við. Nú var orðið kalt í veðri, og snjó- aði dálítið mest af leiðinni. En við komumst heim, þreytt, en ánægð og þakklát fyrir minnisstæðustu jól, sem við höfðum lifað. Ekki sízt gladdi það okkur eftir á, að Kínverjarnir voru mjög glaðir yfir því, að við komum til þeirra ein- mitt á þessum jólum, því að marg- ir þeirra voru flóttamenn einmitt á þessum tímum. Það var stríð, og margir voru fátækir, áhyggju- fullir og kvíðandi á þeim tímum; og svo virtist sem friðurinn væri langt undan. Þær raddir gerast æ háværari, sem halda því fram, að „allt þetta tal um Jesúm Krist“ sé skaðlegt börnum framtíðarinnar. Foreldrum, sem aðhyllast slíka skoðun, skjátlast hrapallega. Það, sem Jesús Kristur sagði fyrir tvö þúsund árum, er nefnilega grund- völlur alls hins bezta í menningu vorri í dag. Viðhorf hans til mann- anna sem dýrmætrar sköpunar Guðs er undirstaða þess, að vér getum lifað sem raunverulegir menn á vorum dögum. Fyrst og fremst hefur Jesús kenpt oss að elska börnin. Það var upphaf allrar þeirrar umhyggju, sem vér nútímamenn veitum börn- unum á heimilum vorum og stofn- unum, að Jesús blessaði nokkur ungbörn í smábæ einum í Gyðinga- landi og sagði, að einnig þau væru dýrmæt í augum Guðs. Fyrir daga Jesú voru óæskileg börn borin út, seld mansali eða send í vinnu- þrælkun. En Jesús veitti heimilis- lífinu nýtt innihald og skóp börn- unum öruggt skjól innan veggja heimilisins. Sá, sem álítur, að Kristur Jesús muni hindra eðlilegan þroska til sjálfstæðs persónuleika, hann er sömu skoðunar og Stalín og Hitler, en þeir bönnuðu kirkjunni að starfa meðal barnanna. Þeir hópar manna, sem nú á tímum vilja fjarlægja öll kristileg einkenni frá heimilum, skólum og uppeldisstofnunum, af því að slíkt sé aðeins til trafala, vita e. t. v. ekki, hvað þeir eru að gera. En sumir þeirra vinna markvisst og miskunnarlaust að því að ná valdi yfir fólki framtíðarinnar. Og þeim er ljóst, að það verður þeim auð- veldara, ef börnin trúa ekki á Guð. Hver getur borið á móti því, að upplausn og rotnun aukist á vor- um dögum? Eiturlyf, klám, ofbeldi og rán, — þetta eyðileggur mann- inn. En veitum því jafnframt at- hygli, að ósóminn magnast, í sama mæli og kristinni trú er hafnað. Þarna er náið samhengi. Vér hljótum því að beina þeirra alvarlegu spurningu til ungra for- eldra, hvort þeir óski þess, að svn- ir þeirra og dætur alist upp í þióð- félagi, þar sem ofbeldi og siðle.vsi ræður ríkjum. Vilji þeir það, þá ættu þeir að leggja hlustir við orð- um þeirra, sem stefna að því að útrýma trúnni á Krist Jesúm. Vilji þeir hins vegar, að börn þeirra verði sannir menn, ættu þeir áð hefjast þegar handa og fræða þau um frelsarann, sem einn getur kennt oss að lifa sem menn. af því að hann er frá Guði kominn. (Þýtt). Kenn þú mér ... „Þctð er Ieikur aS Iœra", segir í söngnum góða. En hver er ekki dálítið feiminn og hikandi, þegar hann sezt 6 skólabekk I fyrsta sinn, eins og þessi sex ára hndta? Vér skulum minnast skólabarnanna í bœnum vorum. Og biðjum kristnum kenn- urum jafnframt blessunar í hinu mikil- vœga starfi þeirra. 3

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.