Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1974, Side 4

Bjarmi - 01.11.1974, Side 4
UPPHAFIÐ Haustið 1898 bar óvænt saman fundum tveggja trúaðra sölumanna á hótelherbergi í borginni Bosco- bel í Wisconsinfylki í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. Nöfn þeirra voru John H. Nicholson og Samuel B. Hill. Þeir ræddu meðal annars um það, hvernig þeir gætu auð- veldað þeim kynni og samstarf, sem sama sinnis væru. Þeir urðu því sammála um að boða til fund- ar, sem hefði það markmið að sam- eina trúaða sölumenn til starfa í þeim megintilgangi, að leitast við að ávinna stéttabræður sína og aðra fyrir Drottin Jesúm Krist. Fundur sá var haldinn 1. júlí 1899. Þar mættu þessir tveir menn og maður að nafni William J. Knight. Stofnendur urðu því aðeins þrir. 27 árum áður hafði John H. Nich- olson gefið deyjandi móður sinni það loforð, að hann skyldi lesa dag- lega í Biblíunni. Þetta loforð hélt hann. Hann var þá 13 ára að aldri. Upphaf Gídeonhreyfingarinnar má því að verulegu leyti rekja til þess, að Guðsorð náði að festa rætur og bera ávöxt í lífi þessa unga manns. Þegar velja skyldi félaginu nafn, sagði William J. Knight, eftir að þeir höfðu átt saman bænastund, að þeir skyldu kallast Gídeonítar (The Gideons). Vafalaust hefur þar um ráðið frásagan um Gídeon í Dómarabókinni, 6., 7. og 8. kafla, sem þeir lásu saman. Munu þeir hafa fundið smæð sína, en jafn- framt séð að verkefnin, sem þeim voru ætluð, voru stór og marg- vísleg. Frásagan í Dómarabókinni greinir einmitt frá því, hvernig Gídeon fékk í hendur erfið verk að vinna og frá mannlegu sjónar- miði vonlaus, en um leið hvernig Drottinn gat notað hinn veika og lítilmótlega til að vinna stóra sigra, eingöngu fyrir það, að hann reynd- 4 Merki Gídeonsíélagsins sýnir krús með blysi í, sbr. frósöguna um Gídeon og menn hans í 7. kapítula Dómarabókarinnar. 3G REGN OG SNJÓR ist hlýðinn kalli Drottins, að gera það sem hann bauð. Árið 1908 hófst sá þáttur starfs- ins, sem síðan hefur verið megin- verkefni félagsins. Þá voru Biblíur fyrst lagðar inn í hótelherbergi. Því hefur verið haldið áfram og starfssviðið stækkað, með því að láta þær í flugvélar, farþegaskip, fangelsi og ýmsar aðrar stofnanir. Nýjatestamenti hafa verið sett í náttborð sjúklinga á sjúkrahúsum og afhent að gjöf til hjúkrunar- fólks. Stærsta átakið í þessum efn- ur er þó það, að koma Nýjatesta- Gídeonhreyfingin er samtök kristinna verzlunarmanna, sem vinna að útbreiðslu Ritningar- innar víða um heim. Formað- ur Landssambands Gídeon- félaga á fslandi segir hér frá tildrögum að stofnun fyrsta Gídeonfélagsins fyrir 75 ár- um og einnig frá alþjóðamóti Gídeonmanna, sem hann tók þátt í. mentum í hendur skólanemenda og hermanna. Á síðastliðnu ári var út- hlutað 14.250.000 Biblium og Nýja- testamentum á vegum Gídeon- starfsins, og frá upphafi er sá ein- takafjöldi orðinn 135.986.752. — Gideonfélögin eru nú starfandi í 102 löndum og meðlimafjöldinn orðinn 43.500. í hinum svokölluðu þróunarlöndum hafa opnazt miklir möguleikar á að breiða út Guðs- orð. Það er ljóst, að vegna þjóð- félagshátta og stjórnmálaafskipta getur víða verið um tímabundna möguleika að ræða, sem ríður á að nota vel. Biblían hefur stund- um verið nefnd „mesti kristniboði allra tíma“. Þar sem trúboð reyn- ist erfitt og kristniboðar eru á brott reknir, getur Biblían haldið áfram að vinna sitt verk á meðal þeirra, sem fengið hafa hana í hendur. ALÞJÓÐAMÓT GfDEONSAMTAKANNA Það er fastur liður í Gídeonsam- tökunum að halda alþjóðamót ár hvert. Síðastliðið sumar, dagana 22.-28. júlí, var mótið haldið í Sheraton-Park-hóteli í Washington. Stendur það á hæð nokkurri til- tölulega miðsvæðis, með útsýn yfir hina fögru borg. Sjálft er hótelið í tölu þeirra stærri þar, hvað gisti- rými snertir. Samt tókst engan veginn að hýsa þar þá rúmlega 3200 gesti, sem þá tóku þátt í mót- inu. Salarkynni eru þar af ýmsum stærðum og hentuðu því vel hinni margvíslegu starfsemi, sem fram fór á mótinu. Auk samverustunda hinna fullorðu var einnig séð fyrir efni, sem hæfði yngri kynslóðinni. 103 þátttakendur frá 43 löndum utan Bandaríkjanna og Kanada mættu til mótsins. Af íslands hálfu vorum við Þorkell Sigurbjörnsson. Fyrsta dagínn var farið í skoð- unarferð um borgina, og tóku þátt í henni nærri 2000 manns. VORN DROTTIN VÉR LOFUM Einkunarorð mótsins voru: „To God be the Glory“.Hófst mótið með samnefndum söng, sem til er í ís- lenzkri þýðingu fyrrv. Gídeon- félaga, Benedikts Jasonarsonar kristniboða, og nefnist: „Vorn Drottin vér lofum“. Einkunnar- orðin voru tekin úr Júdasarbréf- inu, seinasta versinu: „Einum Guði frelsara vorum sé fyrir Jesúm Krist, Drottin vorn, dýrð, hátign,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.