Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1974, Page 8

Bjarmi - 01.11.1974, Page 8
Sálmur móður hans bjargaði lífi hans „Ég er góði hiröirinn, — góði hirðirinn leggur lxf sitt í sölurnar fyrir sauðina". Hann var einn af þúsundum þeirra sorgmæddu ólánsmanna sem fyrirfinnast í Osló. Atvinnulaus, fátækur og einmana. Ef til vill eigin orsök, Guð veit það, en ve- sæll, þjáður maður. Og hvert okk- ar þekkir orsök og afleiðingu í örlögum manns? Guð einn sér hjörtun. Guð einn getur dæmt. Á hverjum degi kom hann og borðaði á ódýrum matsölustað, þar sem ég starfaði. Lítill, raunalegur vesalingur í ræfilslegum fötum. Lifandi vera, sem bjó við þau skil- yrði, þar sem volgt vatn og sápa tilheyrðu ekki skipan dagsins. Og það leyndi sér ekki, hve einmana hann var innan um fjölda annarra fátæklinga, sem fengu sitt daglega brauð á staðnum. Svo var það rétt fyrir jólin. Kald- an frostdag í desember. Yfirfullt var við borðin. Matargestir okkar sátu þétt saman og álútir yfir heit- um matnum. Rétt fyrir lokunar- tíma kom litli maðurinn, helkaldur og frakkalaus. Hann greip um matarskálina með rauðum hönd- um og borðaði með áfergju. Eftir skamma stund lokuðum við og smám saman fóru gestirnir, — að- eins litli maðurinn sat áfram. Ég bjóst til að fara og biðja hann um að ljúka sér af. En það var 8 eitthvað svo átakanlegt, einmana- legt og örvæntingarfullt við hann, þar sem hann sat með hendur und- ir kinnum, sem gerði það að verk- um, að ég beið um stund með til- mæli min. Hugsanirnar voru auð- sjáanlega víðs fjarri. Umhverfið var gleymt. Loks varð ég að segja að við ætluðum að fara að taka af borðunum. Hann leit upp — og hann, sem var ekki vanur að tala, tók með gegnkaldri hendi sinni um mína og sagði: Nú lokið þið í jóla- vikunni og ég ætla því að kveðja — eftir jól kem ég ekki aftur. — Þakka ykkur fyrir hve vinsamleg þið hafið verið við mig. Hverju átti ég að svara? Við vorum vingjarnlegir við alla og öll mín vitund hafði verið fólgin í því að muna að litla manninum þótti góðar sveskjur og að hann vildi ekki sósu, og taka svo tillit til þess eftir því sem hægt var. Að tala saman, þar sem svo mikið er að gera og þar sem fólkið er svo mismunandi, er ekki auðvelt. En í dag var ég knúin til að spyrja: Hvers vegna komið þér ekki aftur? Ætlið þér í ferðalag? — Já, ég ætla i ferðalag. Þangað upp, — og hann benti til himins. — Eruð þér veikur? spurði ég undrandi. — Ekki meira en svo að ég get verið á fótum. En mér líður illa. Mér líður mjög illa. Fátækur, ein- mana. Eyðilagt líf, skiljið þér. Barátta fyrir tilverunni. Og nú er ég þreyttur á sjálfum mér og öll- um heiminum. Ég skildi hvað hann átti við og það hrökk út úr mér: Eruð þér viss um, að þér komist þangað sem þér sögðuð, ef þér leitið sjálfur dauðans? Ef til vill er það vilji Guðs að þér lifið. Það eru svo margar gátur að glíma við hér niðri. Ein þeirra er fátæktin. Biðj- ið Guð um að hjálpa yður. — Guð, sagði hann. Það er eng- inn Guð. Það er bara tómstunda- gaman, sem sumt fólk verður að hafa, þegar því líkar ekki skemmt- analífið. Ónei. Það er engin von um framtíð mína. Hver í ósköpun- um ætti að reisa mig við? Þá, — án þess að ég hugleiddi það nokkuð — fékk ég eina þeirra snöggu hugmynda, sem við menn- irnir fáum stundum án þess að geta útskýrt hvers vegna. Ég sagði við hann: Viljið þér lofa mér því að lesa 62. sálm Davíðs, þegar þér komið heim? Ég óskaði þess að ég hefði ekki sagt síðasta orðið. Maðurinn átti auðsjáanlega ekkert heimili. En sem betur fór hirti hann ekki um það. Hann leit upp til mín og virt- ist ringlaður. Svipurinn breyttist og hann varð ergilegur á svip, en svaraði ekki. — Þér eigið ef til vill enga Biblíu, sagði ég. — Jú, jú. Móður minnar, sálugu. Einhvers konar „ræktarsemi", skiljið þér. Og með þeim orðum var eins og hann vildi ýta allri „viðkvæmni" til hliðar. — Og, bætti hann við, hún hefði án efa lent hjá Omtvedt (fombókasali), ef hún hefði verið einhvers virði — hún er mikið notuð og slitin . . . — Já, þá lofið þér mér því að lesa þennan sálm. Hann kom skyndilega upp í huga minn. Guð mun blessa yður. Næsti dagur var sá síðasti fyrir jólaleyfið. Ég beið spennt eftir litla manninum og undraðist dirfsku mína — að nefna Guð við hann. Það voru sem sé eins konar óskrifuð lög að matsölustaðurinn skyldi vera hlutlaus. Okkur var ljóst að við máttum ekki reyna að höfða til hins dýpsta hjá þvi fólki, sem hingað kom. Það var ekki hægt — þess var ekki óskað.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.