Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 3
Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, Reykja- vik. Pósthólf 651. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 500.00. Gjalddagi 1. mai. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. Meyjarfæðingin - sannleikur eða bull? í tilefni af grein í jólablaði „Bjarma“ um gildi meyj- arfæðingarinnar fyrir trúna, barst til skrifstofunnar nafnlaus orðsending. Var hún á þessa leið: Það er nœstum Ijótt «ð hirta svona hull á prenti her á íslandi. Látum Norömenn eiga sína spekinga. Sé Kristur af öðru eðli en aðrir menn, getur hann ekki skilið manninn og við ekki fremur nálgast hann en t.d. kind. Hann er þá frá okkur tekinn og lítils virði syndugum manni. Yfirleitt er það venja að sinna ekki nafnlausum greinum eða orðsendingum, en þó skal að þessu sinni brugðið frá þeirri venju, þar sem hér er um mikil- vægt kenningaratriði að rœða. Svo virðist sem liöfundur ofanskráðra orða álíti, að við íslendingar séum komnir svo „langt á undan“ frændum okkar, Norðmönnum, í andlegum efnum, að flestir hljóti hér á landi að líta á kenninguna um meyjarfæðinguna sem bull. Samkvæmt stjórnar- skránni er hér á landi evangelisk-lúthersk kirkja, og samkvæmt skýrslum Hagstofunnar teljast um 95— 96% þjóðarinnar til þeirrar kirkju. Meðal játningar- rita íslenzku kirkjunnar er postullega trúarjátningin. Þar er komizt að orði á þessa leið: Ég trúi á Jesúm Krist, hans (Guðs) einkason, sem getinn er af heilög- um anda, fœddur af Maríu mey o.s.frv. Þessa trúar- játningu fara prestar íslenzku kirkjunnar með við skirn ungbarna og fleiri tœkifœri og kenna hana ferm- ingarbörnum. Verður þvt að gera ráð fyrir, að margir hér á landi vilji halda fast við það, sem Nýja testa- mentið flytur um þetta atriði. Það er athyglisvert, að Lúkas. sá guðspjallamann- anna, er segir greinilegast frá því, með hverjum hætti fœðing Jesú varð, var lœknir. Út frá mannlegu sjónarmiði hefði því mátt œtla, að einhverjar efa- semdir hefðu sótt á hann viðvíkjandi meyjarfæðing- unni, en því fer fjarri. Og Lúkas hefur átt ýmsa skoðana- og trúbrœður í lœknastét.t, einnig nú á tím- wn. Einn af þeim, brézkur skurðlæknir, Rendle Short, sem látinn er fyrir nokkrum árum, ritar í einni af bókum sínum: ,,Vér finnum oss ékki knúna til þess að trúa guð- dómi Krists vegna meyjarfæðingarinnar. Vér öðl- uðumst trú á guðdóm hans af öðrum ástœðum. En þegar vér höfum fengið að sjá í honum fullkominn mann sameinaðan guðdómi, öðlumst vér einustu full- nœgjandi skýringu á því sem mögulegri staðreynd með fæðingu hans. Getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey.“ Þegar ég las seinni hluta ofanskráðrar orðsending- ar, komu mér í hug orð í spádómsbók Jeremía (8,9), sem mér detta oft i hug, þegar ég heyri eða les rök- semdir þeirra, sem liafa tileinkað sér kenningar og afneitun aldamótaguðfræðinnar: „Sjá, þeir hafa hafn- að orði Drottins, hvaða vizku hafa þeir þá?“ — Flestir aðrir mundu álykta þveröfugt við það, sem í orðsend- ingunni er gert. Sé Kristur ekki af ööru eðli en aðrir menn, er hann lítils virði syndugum manni. Gagnslaust væri þá að ákalla hann sér til lijálpar eða frelsunar fremur en aðra dauðlega menn, t. d. Sókrates. Þá gætum við ekki fremur nálgazt liann eða átt samfélag við hann en t. d. kind. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að Guðs orð, Biblían, flytur okkur þann boðskap, að Jesús sé getinn af heilögum anda og fœddur af Maríu mey. Og það breytir sannleikanum ekki á neinn hátt, þótt einhver maður afneiti honum eða trúi honum ekki. G. Sj. Efnisyfirlit 1 Blessaða land, sem Guð oss gaf. Kvæði eftir Bjarna Eyjólfsson. 2 Timabær viðvörun. Hugleiðing eftir Sigurð Þorsteinsson. 2 Frá starfinu. Innlendar fréttir. 3 Meyjarfæðingin — sannleikur eða bull? Rætt um eitt af kenningaratriðum kristindómsins. 4 Kristin trú og geðveiklun, eftir Ásgeir B. Ellertsson, yfirlækni. 5 Vizka. Nokkur orð viturra manna. 6 Skrifað lieim. Úr tveim einkabréfum, frá Jónasi Þóris- syni og Skúla Svavarssyni í Konsó. 6 Heiðingjarnir eru í niðamyrkri. Ummæli kristniboða. 7 Talað og ritað. Úrklippur úr blöðum og bréfum. 7 Austan hafs og vestan. Fréttir í stuttu máli frá Kina, Bandaríkjunum og Víetnam. 8 Trú, sem starfaði í kærleika. Frásaga eftir Lilju S. Kristjánsdóttur. 10 ,,Eg vil vera í samræmi við Bibliuna”. Sjónvarpsmaður- inn David Frost ræðir við prédikarann Billy Graham. 12 Færeyjaferð. Gunnar Sigurjónsson segir frá. 13 Gjafir til kristniboðs. 14 Hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn? Eftir Thorsten Josephsson. 15 Orðsending til kaupenda Bjarma. 16 Um víða veröld. Stuttar fréttir úr ýmsum áttum. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. Tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/302716

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. Tölublað (01.01.1976)

Aðgerðir: