Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 12
F/íREYJAFERÐ Eins og kristniboðsvinum hér á landi er kunnugt, hefur íslenzka Kristniboðssambandið í mörg ár haft samstarf við Kirkjuligt missí- ónsfélag í Færeyjum. Elsa Jacob- sen hjúkrunarkona, sem starfað hefur við sjúkraskýlið í Konsó á undanförnum árum, er send og kostuð af því félagi til starfa, og hefur íslenzka Kristniboðssamband- ið lengst af notið góðs af starfi hennar í Eþíópíu. Hafa fréttabréf frá henni til íslenzkra kristniboðs- vina oft birzt hér í blaðinu. Siðastliðið haust fóru fram nokk- ur bréfaviðskipti milli mín og Hans J. Ellingsgaard, formanns Kirkju- liga missíónsfélagsins, um að ég kæmi til Færeyja og tæki þátt í og talaði á ársmóti félagsins í Klakksvík, sem halda átti dagana 24.-26. október. Það var því nokkur eftirvænting í huga mínum, er íslenzka áætlunar- flugvélin, sem ég var með, lenti á flugvellinum á Vogey, sunnudag- Trú, sem starfaöi í kærleika Framhald af bls. 9. þá, og geri það enn, fyrir að ég fékk að kynnast þeim. Ég er líka þakklát fyrir komu þeirra hingað síðasta sumarið, sem þær lifðu. Hin barnslega gleði þeirra og þakklæti fyrir gæzku Guðs hefur orðið mér lærdómsrík. Þær gerðu aldrei nein- ar kröfur, hvorki til Guðs né manna, en tóku hverjum degi sem Guðs gjöf og glöddust af því að geta fórnað sér fyrir menn og mál- efni Drottins. Þess vegna var gleði þeirra svo djúp og einlæg, þegar þær fengu að reyna, að Guð á sér- stakan hátt uppfyllti margra ára ósk þeirra og sýndi þeim, að nú vildi hann gleðja þær. Ég sakna vina, ég sakna bréf- anna, og þó er hjarta mitt fullt þakklætis. Guði séu þakkir, sem gaf þeim, og vill einnig gefa mér, sig- urinn fyrir Drottin voru Jesúm Krist. Lilja 8. Kristjánsdóttir. inn 19. október síðastliðinn, eftir nálega þriggja klukkustunda flug, með viðkomu á Egilsstöðum. Á flugvellinum tók á móti mér bróðir Elsu, Esmar Jacobsen, ásamt hús- bóndanum á heimilinu, þar sem við áttum að gista fyrst um sinn, Engelbregt Poulsen í Miðvági. Ýms- ir hér heima kannast við Esmar, því að hann starfaði hér á iandi sem trúboði meðal færeyskra sjó- manna í allmörg ár, einkum í Vest- mannaeyjum. Nú starfar hann fyrir Kirkjuligt missíónsfélag í Tórs- havn og er m. a. ritstjóri blaðs, sem félagið gefur út, Kirkjuligt Missíónsblað. Það var fljótlega Ijóst, að tíminn skyldi notaður vel þennan hálfa mánuð, sem ráðgert var, að ég dveldist í Færeyjum, því að tveim klukkustundum eftir að flugvélin lenti var haldin fyrsta samkoman í samkomuhúsinu í Sörvági, en það er eitt af þrem þorpum á Vogey, þar sem flugvöllurinn er. Ibúar þar eru á að gizka um eitt þúsund. Talaði Esmar með mér á fyrstu samkomunum. Varð ég að tala á norsku, þar sem fáir skilja íslenzku nema þeir, sem hafa verið eitthvað á íslandi, en dönsku skilja flestir, svo að norska kemur að góðu haldi. Næstu tvö kvöld voru svo sam- komur í Miðvági og Sandavági. Eru þessi þrjú þorp skammt hvert frá öðru, svo sem 5—8 km. Þó eru kristileg samkomuhús (missíóns- hús) í hverju þeirra. í flestum bæj- um og þorpum í Færeyjum eru eitt eða fleiri slík samkomuhús, ýmist eign heimatrúboðsfélaganna eða baptista (Plymouth-bræðra), en baptistar eru taldir vera um 15% íbúanna. Flest missíónshúsin eru frá þriðja og f jórða tug aldarinnar, þegar trúarvakningar hófust þar fyrir alvöru. Forvígismenn þessara vakninga voru danskir prestar, sem gegndu embættum í Færeyjum. Varla er haldin svo kristileg sam- koma í Færeyjum, að ekki sé gefið tækifæri til frjálsra vitnisburða, og var svo einnig á þeim samkom- um, sem ég tók þátt í. Þátttaka í vitnisburðunum er oft mjög góð. Innihald vitnisburðanna er oft hugsanir, sem vaknað hafa hjá áheyrendum við aðalræðu samkom- unnar, en ekki eingöngu frásögn af eigin trúarreynslu. Verður þetta oft til þess að dýpka skilning áheyr- enda á Guðs orði og boðskapnum, sem fluttur er. Þessi venja hefur vafalaust orðið til þess að viðhalda trúarglóðinni hjá mörgum og varð- veita vakningarandann í starfinu, enda hafa trúarvakningar oft orðið í Færeyjum. í Færeyjum eru 59 kirkjur, en prestarnir eru aðeins 17, allir fær- eyskir, svo að þeir hafa hver fyrir sig þrjár eða fleiri kirkjur. Þó eru guðsþjónustur haldnar í öllum kirkjunum á hverjum sunnudegi. Ef presturinn kemur ekki, er hald- in svokölluð djáknaguðsþjónusta, Kort af Fœreyjum. þar sem leikmaður, djákninn eða meðhjálparinn, les prédikun dags- ins úr einhverri postillu eða pré- dikanasafni. Að öðru leyti fer guðs- þjónustan fram með líkum hætti og venjulega, sálmar eru sungnir, farið með trúarjátninguna, kollekt- ur lesnar úr kórdyrum, en altaris- þjónustu auðvitað sleppt. Hefur þessi siður haldizt frá miðri 18. öld og vafalaust stuðlað að því að varðveita þekkingu manna á sönn- um kristindómi og á þann hátt 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.