Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 9
sem starfaði í kærleika alla þá hjálp, sem hún gat. Nú fannst mér, að þær þyrftu báðar á hvíld að halda. Þær hlutu líka að geta tekið sér frí og komið í heimsókn til Islands. Ég nefndi þetta í bréfum mínum. Svörin voru neikvæð. Þó að ég héldi því áfram ár eftir ár, bar það engan ár- angur. Eftir lát foreldra sinna fór Elí að vinna á símstöðinni í Eggedal jafnframt því, sem hún sá um heimilið fyrir bróður sinn. Hún fékk sumarfrí þar, og ég vissi, að Krist- ine gat fengið konu til að annast. störfin í kirkjunni um stundarsak- ir. Þess vegna impraði ég stöðugt á þessari íslandsferð. Sumarið 1970 fórum við hjónin til Noregs og upp í Eggedal. Fengum við frá- bærar móttökur á báðum heimil- unum og nefndum enn að nýju, hve mikil gleði það væri okkur, ef við fengjum að taka á móti þeim og fjölskyldum þeirra á heimili okk- ar. Ég heyrði strax, að Hedgar, maður Kristine, vildi lát'a hana fara, en sjálfur vildi hann vera kyrr heima. Það sama sagði Gunn- björn Vidvei við systur sína. Ég hélt, að nú hlyti björninn að vera unninn, en svo var ekki. Svar vin- kvenna minna beggja var enn nei- kvætt. Sumarið 1971 fékk ég óvænt bréf frá Elí, þar sem hún spurði, hvort hún og Kristine mættu koma til okkar í byrjun júlí og vera nokkra daga. Ég sendi svar um hæl, og svo komu þær. Fyrsta kvöldið, sem þær voru á heimili okkar, spurði ég, hvers vegna ég hefði þurft að bíða árum saman eftir þessari heimsókn. Svarinu mun ég seint gleyma. Þeim fannst ekki rétt að eyða handa sjálfum sér þeirri peningaupphæð, sem far- seðillinn kostaði. Málefni Guðs á þessari jörð þurfti á stöðugum f jár- styrk að halda, og þá gátu þær ekki eytt slikri fjárupphæð til að leika sér. Guð hafði trúað hinum kristnu fyrir ríki sínu. Þá máttu þeir ekki nota til ónauðsynlegra hluta í eigin þágu þá f jármuni, sem Jesús hafði lagt í hendur þeirra til útbreiðslu málefnisins. Ég man, hve þessi orð þeirra dæmdu mig. En svo sagði ég: Nú eruð þið hingað komnar. Hefur þá þetta sjónarmið ykkar breytzt? Þær svöruðu því, að í þetta sinn hefði Guð sýnt þeim á sérstakan hátt, að nú vildi hann, að þær færu. Hann ætlaði að gleðja þær með því. Þess vegna höfðu þær glaða og góða samvizku, þegar þær greiddu far- seðlana, því að þær vissu, að þetta var hans vilji. Þær áttu líka hina barnslegu gleði góðrar sam- vizku þá daga, sem þær dvöldu hjá okkur. Fyrsta morguninn, þegar ég fór með þeim niður í bæ og við gengum fram með Tjörninni, stað- næmdist Kristine, horfði út yfir sólgljáandi vatnsflötinn og sagði méð fagnandi rödd: „Lilja, ég trúi þessu varla. Er ég í raun og veru komin til íslands, draumalandsins míns í hálfan annan áratug?“ Ég leit brosandi á þær báðar, og þá sá ég, að augu beggja voru tárvot. Guð vildi líka gleðja þær þessa daga, það sáum við greinilega. Sól- in skein dag hvern, og ísland var eins fallegt og það getur fegurst orðið. Þó held ég, að dagurinn, þeg- ar þær sáu Gullfoss, hafi verið há- mark ferðarinnar. Þær voru alltaf að þakka, bæði mönnum, en fyrst og fremst Guði, hve gæzka hans væri mikil við þær. Það var aug- ljóst, hve djúp og einlæg gleðin er í hjarta þess manns, sem aldrei hefur gert kröfur til annarra, að- eins til sín sjálfs, þegar hann óvænt fær uppfyilta þá ósk, sem hefur lifað í hugskotinu, eins og fræ í mold, um mörg ár. Dagarnir liðu fljótt. Kveðjustund- in kom. Á flugstöðinni sagði Elí við mig: „Þegar þú kemur heim, tekurðu krónurnar, sem liggja í skálinni á borðinu í herberginu mínu. Ég átti þær eftir af gjald- eyrinum mínum og ætla að gefa kristniboðsfélaginu þínu þær.“ Enn kom sama hugarfarið í ljós. Kær- leikurinn til málefnis Guðs á þess- ari jörð. Um haustið fékk ég bréf frá Elí, þar sem hún sagði mér lát Kristine. Hún hafði hnigið niður, þar sem hún var stödd úti í náttúrunni ásamt fjölskyldu sinni. „Guð vildi gleðja hana í sumar, áður en hann kallaði hana heim,“ stóð í bréfinu. En þar stóð fleira. Hún sagði mér frá fyrsta sunnudeginum í sunnu- dagaskólanum. Þangað kom ekkert barn. Svo bætti hún við: „Viltu biðja Guð að gefa mér þolgæði og trúmennsku allttil enda?“ Veturinn leið. Við fengum jóla- bréf frá Elí eins og venjulega, en síðan heyrði ég ekkert frá henni. Ég skrifaði í febrúarlok, en ekkert svar kom. Um vorið, 10. mai, barst mér svo bréf með óþekktri rithönd, dagsett í Osló. Þetta bréf flutti óvænta fregn. Elí hafði dáið á sjúkrahúsi 6. maí eftir margra vikna legu. Það var mágkona henn- ar, sem skrifaði bréfið. Þar stóð: „Þegar við heimsóttum Elí síðasta sunnudaginn, sem hún lifði, bað hún mig að lesa fyrir sig bréf, sem lá á borðinu hennar. Það var bréf frá þér. Síðan sagði hún: Þegar ég er farin héðan, skrifið þið henni fyrir mig og skilið hinstu kveðju minni og þakklæti. Svo bætti mág- konan við: Hún tók þjáningu og dauða með sama þolgæði og ró og einkennt hafði allt líf hennar . . . En nú verður tómlegt í Eggedal, þegar hún mætir okkur þar ekki lengur með bjarta og hlýja bros- inu sínu.“ Stuttu seinna barst okkur ann- að bréf, þar sem Hedgar skrifaði: „Ég vil láta ykkur vita, að nú 3r Elí líka búin að kveðja okkur. Hennar verður sárt saknað í daln- um okkar. Hún átti vináttu og virð- ingu allra. Aldrei skipti hún skapi, og öllum vildi hún hjálpa.“ Þetta voru falleg eftirmæli, en um leið sönn. Mér fannst ég hafa mikið misst. Vinátta og trúnaður beggia þess- ara kvenna hafði auðgað líf mitt og trúmennska þeirra og fórnfýsi kennt mér margt. Ég bakkaði Guði Framhald á bls. 12. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.