Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 6
SLifJL eim
Ör tveim einkabréfum frá Konsó
Námskeiðin vel sótt
Konsó, 24. nóv. 1975.
Ég fer á morgun til Arba Minch
til þess að sækja Barrisha Húnde.
Hann hefur verið á fundum, bæði
í Awasa og Addis Abeba. Fyrst
sótti hann stjórnarfund í sýnód-
unni. Þar er hann orðinn varafor-
maður. í Addis Abeba sat hann
fund í nefnd, sem fjallar um skipu-
lagsbreytingar innan kirkjunnar, í
átt til fjárhagslegs sjálfstæðis, eins
og á öðrum sviðum.
Barrisha og þeir prestarnir hér
í Konsó eru sístarfandi hér í hérað-
inu. Eins og þú veizt kannski,
hjálpaði ég honum að kaupa lítið
mótorhjól, og hefur það komið hon-
um að góðu gagni, enda fer hann
um allt á hjólinu. Við höfum enn
frelsi til að starfa, og alls staðar
eru dyrnar opnar upp á gátt. Hvar-
vetna vill fólk heyra Guðs orð.
Námskeiðin, sem við höfum haldið
nú í haust, hafa verið vel sótt. Nú
er nýlega lokið mánaðar námskeiði
í þorpinu Nagúllí. Það sóttu yfir
20 fulltrúar safnaðanna í kring.
Þeir eiga síðan að bera ábyrgðina
á starfi safnaðanna, hver á sinum
heimaslóðum. Hér á stöðinni stend-
ur yfir námskeið fyrir kennara í
lesskólunum. Þeir sitja hér á skóla-
bekk í tvær vikur. Einnig hafa ver-
ið stutt námskeið fyrir safnaðar-
fólk, og hafa þau verið vel sótt.
Um tíma voru fimm þess háttar
námskeið í gangi. Þá kom sér vel
fyrir hvítingjana að hafa bíl og
mótorhjól til að ferðast á milli
staða.
Adane er nú skólastjóri barna-
skólans, eins og þú veizt. Það er
gott, að Adane fékk tækifæri til
að sýna, hvað í honum býr. Það
er líka yfirlýst stefna innan kirkj-
unnar, að innfæddir menn taki sem
mest við störfum kristniboðanna.
Fram að þessu hefur Adane staðið
sig vel. Allt skólastarf hér í Eþí-
ópíu hefur að vísu verið mjög laust
í reipunum í haust, og nú eru allir
ríkisskólar lokaðir vegna verkfalls
kennara. Kennarar og nemendur
eru á móti herstjórninni og vilja
fá lýðræðislega stjórn, að þvi er
þeir sjálfir segja. Allar likur eru á
því, að lítið verði úr skólahaldi að
þessu sinni. Þó að skólar hefji
göngu sína á ný, verða nemendur
líklega fáir. Þeir vilja heldur bíða
og sjá framvindu mála en eyða
peningum og tíma í skólagöngu,
sem kemur þeim ef til vill að litlu
gagni síðar meir. Það á að breyta
skólakerfinu og miða allt við „vís-
indalegan sósíalisma", segja þeir.
Ég hef spurt menn, hvað þeir eigi
við með þessum orðum, en fátt hef-
ur orðið um svör.
Korra Garra, sem einu sinni var
kennari hjá okkur á stöðinni, er nú
landbúnaðarráðunautur okkar hér
í Konsó. Hann var fyrir tveimur
árum sendur á námskeið í nokkra
mánuði, í landbúnaði, og hefur síð-
an starfað hér á vegum kirkjunnar.
Hefur hann einkum reynt að skipu-
leggja samvinnufélög meðal bænd-
anna. Einnig hefur hann gert svo-
litlar tilraunir á stöðvarlóðinni.
Þessa dagana er hann að koma í
gang kornmyllu, sem er sameign
bændanna hér í kring.
Skilaðu kveðju til kristniboðs-
vina. Jónas Þórisson.
Biðjið íyrir
starfsmönnum í Konsð
I dag er fyrsti sunnudagur í að-
ventu, 30. nóvember. Það er kvöld,
og ég sit við galopinn gluggann.
Samt er ég kófsveittur.
Nú er starfið að komast í fastar
skorður að nýju eftir breytingar
á starfsháttum. Átta launaöir
starfsmenn verða að verki í hér-
aðinu eftir áramót. Auk þeirra
munu 62 lestrarkennarar kenna
þrjá tíma í senn sex kvöld vikunn-
ar. Ætlunin er, að lestrarskólarnir
verði afhentir nýju bændafélögun-
um og að þau annist þá í framtíð-
inni. Þetta gengur þó tregt hér
í Konsó. Bændurnir hafa lítinn
skilning enn þá á nauðsyn skóla-
göngu.
Ég nefni nöfn starfsmannanna,
sem leggja hönd á plóginn eftir
áramótin, svo að þið kristniboðs-
vinir getið minnzt þeirra sérstak-
lega í bænum ykkar:
Prestarnir Bórale og Kússía.
Sokka Gignante verður vígður
vígður prestur í ársbyrjun 1976.
Abebe Ajale og Orkaidó Jaró
verða hjálparprestar.
Predikarar og námskeiðskennar-
ar verða Zewde Gúnúna og Orka-
idó Ailette.
Svo starfar auðvitað Berisha
Húnde að hluta í héraðinu.
Njamme G-ebinó hefur lokið
tveimur árum á prestaskólanum.
Hann er nú að störfum í eitt ár,
áður en hann heldur áfram. —
Presturinn Beyenne Gúnna er
sem stendur á tveggja ára leið-
toganámskeiði í Awasa.
Ársfundur safnaðanna hér í
Konsó verður haldinn dagana 6.
og 7. febrúar. Geri ég ráð fyrir, að
þá verði Sokka vígður. Skúli.
IleíAingjariiir crn í iiiAanivrkri
— Þú varst steinsmiður, en yfir-
gafst það starf og gerðist kristni-
boði. Hvað olli því?
— Meginástæðan var sú sann-
færing, að ég ætti að sækja um inn-
göngu í kristniboðsskólann. Áður
hafði tvennt verið efst í huga mér.
Ég var óumræðilega hamingjusam-
ur, kristinn maður. í öðru lagi sá ég
heiðingjana fyrir mér í niðamyrkri,
sem var svo mikil andstæða þeirr-
ar ljóstilveru, sem ég lifði og
hrærðist í. Auk þess bað ég herra
uppskerunnar oft að senda verka-
menn til uppskeru sinnar. En að-
eins, þegar ég var einn. Nauðir
heiðingjanna lágu mér þungt á
hjarta, og ég bað oft fyrir kristni-
boðinu og fyrir sérstakri kristni-
boðsstöð. Ég man lika kvöld eitt,
þegar ég hafði gleymt að biðja fyr-
ir „stöðinni minni“. Þá varð ég að
fara aftur fram úr og krjúpa á kné
við rúmið mitt . . . (Þýtt).
6