Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 10
„Eg vil vera í samræmi viö Biblíuna" BILLY GRAHAM talar um viönám sitt við ofsœkj- endum, um vínbindindi, um afstööuna til þjööfélags- kerfisins, gjöf trúboÖans, kraft ritningarinnar og þörfina á einfaldri prédikun fagnaöarerindisins. Brezki sjónvarpsmaðurinn David Frost hefur tvívegis rætt við banda- ríska predikarann Billy Graham í sjónvarpsþáttum sínum. Hafa við- tölin komið út í bók, sem nefnist Billy Graham talks with David Frost, útg. Hodder and Stoughton, Lundúnum. Bjarmi hefur fengið leyfi til að birta kafla úr þessari bók. Skömmu áður en annað við- talið fór fram, hafði verið ráðizt á páfann, og mun árásarmaðurinn hafa ætlað að ráða hann af dög- um. Þetta var mönnum í fersku minni, og í sambandi við það spyr David Frost Billy Graham, hvort honum sé nokkurn tíma ógnað eða menn sitji jafnvel um líf hans. Þrír „lífveröir“. Því svarar Billy Graham játandi. Það er sífellt verið að hafa í hót- unum við hann og f jölskyldu hans. ,,Eina vikuna reyndu meira að segja fimm menn að komast inn á heimili okkar. En þessir menn eru flestir bilaðir á geðsmunum. Lögreglan þurfti að fjalla um tvo eða þrjá þeirra. Já, við könnumst við þetta, og við höfum þess vegna orðið að reisa girðingu í kringum heimilið okkar. 1 öryggisskyni höf- um við líka hjá okkur þrjá hunda. Einn þeirra er hafður inni, hinir tveir úti. Við höfum auðvitað full- komið vald á þeim. Þeir voru þjálfaðir í Þýzkalandi. Vinur minn í Fíladefíu gaf mér þá. Svona hef- ur ofbeldið færzt í aukana sums staðar í landi okkar, því miður. Ég hygg, að það komi einkum niður á þekktu fólki og sérstaklega þeim, sem eru talsmenn trúar og stjórn- mála og ræða opinberlega um ástandið nú á dögum. Stórir hóp- ar manna eru undir áhrifum eitur- lyfja, og til er alls konar fólk, sem er truflað á sálunni. Meira en helm- ingur allra sjúklinga á sjúkrahús- um í landi okkar eru menn með geðrænar truflanir. Það er ekki nema lítill hópur allra geðbilaðra manna, sem er í sjúkrahúsum. Flestir geðsjúklingar leika enn lausum hala. Og þeir eru á hælun- um á fólki eins og mér og þér. Hundarnir okkar skilja ekki ensku. Við verðum að tala við þá þýzku. Við kunnum sextán skipan- ir, og þær gefum við á þýzku. Þeir mundu haga sér vel, ef þú kæmir í heimsókn til okkar. Líklega mundi einn þeirra sleikja þig í bak og fyrir til að bjóða þig velkominn. En ef þeir heyra skipun, breytast þeir á augabragði í urrandi óarga- dýr. Við höfum aldrei þurft að siga þeim á neinn, Guði sé lof. Ég held, að ég gæti aldrei sigað þeim á mann, hvað sem fyrir kæmi. Ég býst við, að það eitt, að þeir eru hjá okkur, fæli menn í burtu, enda eru hundarnir stórvaxnir og væg- ast sagt ófrýnilegir." ÍMynd er í bókinni af einum hundinum. Hann er stór eins og lítill kálfur.) „Sá, sem er inni, getur bitið með 1500 punda afli. En hann er blíður og góður og fagnar öllum, sem ber að garði. Hið eina, sem gæti breytt honum, er skipun. En við höfum auðvitað aldrei att honum á neinn, nema þegar verið er að þjálfa hann. Það verður að þjálfa þá sjöttu hverja viku.“ Mjólkurmaöur á flótta. Nú berst taliö að því, að Billy Graham var mjólkurmaður, þegar hann var unglingur, og þá komst hann í kynni við varðhunda. ,,Ég man vel eftir atburði, sem gerðist einu sinni klukkan þrjú eina nóttina. Ég var farinn að dreifa mjólk. Það hafði snjóað. Hundurinn í einu húsinu kom auga á mig. Honum leizt ekki á mig og tók á sprett. Ég tók líka á sprett og lagði leið mína yfir svæði, sem ég hafði aldrei farið um áður, og hugðist ná mjólkurbílnum í tæka tíð. Þá lenti ég á þvottasnúru, og það lá við, að hún skæri mig á háls. Ég fór heljarstökk í loftinu og hafði næstum því misst höfuðið. Svo kom hundurinn og réðst á mig, þegar ég lá á jörðinni. Því gleymi ég aldrei." „Og það var þá, sem þú tókst þá ákvörðun, að þú ætlaðir ekki að verða mjólkurmaður?“ „Nei, ég ákvað það fyrsta dag- inn, sem ég varð að mjólka kýr. Ég þurfti venjulega að mjólka um 20 kýr, áður en ég fór í skólann á morgnana, allan tímann, sem ég var í gagnfræðaskóla. Síðan varð ég að mjólka þessar sömu kýr, þeg- ar ég kom heim síðdegis. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að til myndu vera í lífinu önnur verk- efni, sem hentuðu mér betur en mjaltastöi'f. En þetta er ekki ástæð- an til þess, að ég varð predikari. Áður en ég varð predikari, hafði ég oft sagt, að það væri tvennt, sem ég mundi aldrei verða, útfarar- stjóri eða prestur. Ég skipaði þeim á sama básinn.“ Vegna veika bróöurins. „Ég veit, að þú smakkar ekki áfengi, eða er það ekki rétt? Telur þú það vera synd? Það er stað- reynd, að margir kristnir menn bragða áfengi.“ „Nei, ég held nefnilega ekki, að Biblían kenni algert bindindi Biblían segir, að Jesús hafi breytí vatni í vín, og þá var það ekki greipaldinsafi, að mínu viti. Það var vín, gæðavín. Og ég held, að ritningin kenni, til dæmis í síðasta kapitula Orðskviðanna, að þegar maður eigi við erfiðleika að etja og ellin hi’elli hann, þá sé gott að 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. Tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/302716

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. Tölublað (01.01.1976)

Aðgerðir: