Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 2
Tímabœr viðvörun Matt. 16,5-12. Sjáið til og varið yður, eru orð Jesú. Hann er glöggur og gætinn við- víkjandi kenningum lærimeistar- anna í ísrael, tekur ekki allt gilt, sem á borð er borið, hvaða lífs- skoðun og trúarefni, sem vera skal, heldur vegur vel orð, hugsun og anda kenninganna, sér, hvert stefn- ir og varar stranglega við öllu, sem grípur um sig eins og súrdeig illsku og vonzku. Þetta er ekki okkur óviðkomandi, því að enn er líf í gamla súrdeig- inu, og lítið hefur dregið úr illum og ófarsælum áhrifum þess. Þú hefur eflaust orðið þess var, hve þér hættir til að hugsa, tala og lifa líkt og Saddúkearnir gerðu, láta ginnast af löngun eftir yfir- ráðum og auðæfum, seilast eftir að ná í meira og meira, komast upp fyrir aðra, sökkva þér niður í tak- Frá starfinu KSS á Aknreyri Kristileg skólasamtök hafa verið stofnuð á Akureyri. Síra Jón Dal- bú Hróbjartsson, skólaprestur, dvaldist á Akureyri vikutíma í haust til þess að kanna, hvort unnt vœri og œskilegt að koma á fót KSS þar nyrðra. Segir í fréttablaði KSS í Reykjavík, að Kristileg skóla- samtök hafi síðan verið stofnuð á Altureyri 10. október síðastliðinn. Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í KSS í Reykjavík, var fulltrúi sunnanmanna við stofnun félagsins ásamt síra Jóni. Samtökin munu hafa náin tengsl við félagið í Reykjavik. Stofnend- ur voru alls fjórtán, og er for- maður Jóhanna Sigurjónsdóttir, menntaskólanemi. Leiðbeinandi unga fólksins er Bjarni E. Guð- leifsson, tilraunastjóri. Fundir eru haldnir á föstudögum. markalaus lífsgæði og gleyma hin- um sönnu gæðum, ofala líkamann og svelta sálina, missa tilfinning- una fyrir því, sem er meira en fæð- an og klæðin, göfga og dýrka skepnuna í stað skaparans, sem er blessaður að eilífu, og glata öllum skilningi á því, að guðsótti sam- fara nægjusemi er mikill ávinn- ingur. Þér dylst ekki heldur, að kenn- ing Faríseanna hefur í sér fólgna sömu ginningu. Þú sérð það ljós- lega á samferðamanni þínum og þú býsnast ekki lítið út af því, en litist þú vel um hjá sjálfum þér, finnur þú, að súrdeigið hefur etið sig þar inn líka. Þú lætur ginnast til þess að binda öðrum þungar byrðar án þess að vilja hreyfá við þeim sjálfur, álíta bróður þinn villuráfandi og glataðan, en þig sjálfan réttlátan, þykjast glöggur á veilur náungans og vera alveg óvitandi um kærleiksleysið í eigin hugsunum, orðum og gjörðum, þegja um velgjörðir annarra og halda góðri tölu á þínum góðverk- um, vera strangur við aðra og lin- ur við sjálfan þig. Viðvörun Jesú ætti að vera í góðu gildi hjá okkur, við þörfnumst hennar. En hvernig tókst nú lærisveinun- um að vara sig? Án Jesú hefði aldrei orðið neitt úr neinu hjá þeim. Það lá þeim nærri að halda fast við það, sem Sturfsmcnn SlK Gunnar Sigurjónsson dvaldist I Fœreyjum í boði Kirkjulega kristni- boðsfélagsins dagana 11. október til 6. nóvember s. 1. Er nánar sagt frá því ferðalagi annars staðar í blaðinu. Benedikt Arnkelsson tók þátt í haustmóti unglinga, sem KFUM og K á Akureyri efndu til að venju um fyrstu helgina í nóvember. Vikuna 2.—9. sama mánaðar voru haldnur samkomur í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri. Benedikt og Gunnar, svo og Ingunn Gísladóttir, töluðu á samkomunum og fluttu frœðslu um kristniboðsstarfið i Eþíópíu. Síðasta daginn var tekið á móti gjöfum til kristniboðsins, og námu þœr kr. 42.941. Gunnar og Benedikt ferðuðust síðan til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Sauðárkróks og Skagastrandar og héldu þar sam- komur fyrir börn og fullorðna. Kristniboðið var kynnt f unglmga- þeir höfðu handa á milli, gleyma velgjörðum Drottins. Þeir voru seinir til að trú.a því, sem Guð sagði þeim, skynjuðu ekki það, sem hans var. En þeir héldu áfram að fylgja Jesú og kölluðu hann meistara og herra, og hann reyndist vera það og varð þeim bæði líf og kenning. í samfélaginu við hann gafst þeim náð og styrkur til að hreinsa burt súrdeigið. Hvert viltu leita? Hver verður þér til varnar og varðveizlu? Víðs vegar að berast hrópin: Okkur vantar Biblíur, kristniboða, kirkjur. Enginn segir okkur frá frelsaranum, enginn leiðbeinir okkur. Hvað vantar okkur? Er mikil vöntun á Biblíum, kirkjum, sendi- boðum í Krists stað? Við getum varla sagt, að við sé- um sett hjá. Orð Krists er okkur boðað og nálægt. En hyer trúði því sem vér boð- uðum? Er líf í trúnni ? Er orðið þér kært og ómissandi? Þar sérðu og heyr- irðu Meistara þinn og Herra. Nær- vera hans er þér vörn og styrkur í góðri baráttu trúarinnar og trygg- ir þér sigur. Á þér sannast orðið: Mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég hef gjört Herrann Drottin að at- hvarfi mínu. Siguröur Þorsteinsson. skólum á þessum stöBum, svo og í barnaskólunum í Hegranesi, Mel- gili og á Stóru-ökrum í Skagafiröi. Veður var óvenju hagstœtt til ferðalaga þennan tíma. Til kristni- boðsins í Konsó söfnuðust alls kr. 140 þús. kr. í þessari ferð. Gunnar íór svo til Vestmannaeyja í lok nóvember og lagði þar lið starfi KFUM og K um hálfsmánaðar skeið. Komin lieim Valdís Magnúsdóttir, kennari, kom heim til íslands frá Englandi 16. desember síðastliðinn. Hún hafði verið við málanám í Lund- únum í nokkra mánuöi, en í fyrra- vetur gekk hún í kristniboðsskóla á Fjellhaug í Osló, eins og kristni- boðsvinum er kunnugt. Valdís verð- ur í Húsmœðraskóla Reykjavíkur fram á vorið, en síðar á þessu ári er gert ráð fyrir, að hún haldi til Eþíópíu, ef Guð lofar. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. Tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/302716

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. Tölublað (01.01.1976)

Aðgerðir: