Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 4
Knstin trú og geðveiklun Stundum heyrast þær raddir, að kristin boðun geti orsakað geðtrufl- anir. Annars vegar kemur þetta frá fólki, er heldur, að beint orsakasam- band sé á milli kristinnar boðunar og túarvingls í sumum alvarlegum geðsjúkdómum. Hins vegar eru full- yrðingar einstakra sálfræðinga og geðlækna um heilsuspillandi áhrif kristins uppeldis á geðheilsu manna. En hverjar eru forsendur fullyrðinganna? Orsakar kristið uppeldi, kristin boðun og trú, geð- veilur? Eru til hlutlægar rannsókn- ir um áhrif kristinnar trúar á geð- heilsu? Til er alvarlegur geðsjúkdómur, þar sem trúarlegar ranghugmyndir eru mjög rikjandi. Sjúklingunum finnst þeir vera svo afskaplega syndugir, til einskis nýtir og til alls óhæfir. Stundum hafa þeir syndgað á móti ijeilögum anda og eru alls ekki fyrirgefningar verðir eða geta hreinlega ekki fengið fyrirgefningu sinna hæðilegu brota. Ofskynjan- ir, bæði ofheyrnir og ofsjónir, eru stundum með í myndinni, og sjá menn þá djöfulinn og heyra í 511- um öndum. Þessi sjúkdómur hefur fylgt manninum frá alda öðli, fund- izt á mismunandi menningarskeið- um og í öllum heimshlutum. Flest- ir læknar í dag eru þeirrar skoð- unar, að vefrænar orsakir séu fyrir sjúkdóminum, þ. e. a. s. sjúklegar, efnafræðilegar breytingar í heilan- um. Ennþá hefur þó ekki tekizt að finna frumorsakimar, en vitað er, að sálfræðilegir og félagslegir þættir geta beint geðtrufluninni inn á ákveðnar brautir. Trúarlegar hugmyndir eru áberandi í sjúk- dómsmyndinni, en jafnrangt er að halda þvi fram, að kristin trú sé af þeim sökum orsök sjúkdómsins, eins og að segja, að ógleði og upp- köst séu orsakir magakveisu. Trú getur hugsanlega haft áhrif á þá mynd, sem sjúkdómurinn tekur. Rannsóknir á þessum sjúkdómi í nágrannalöndum okkar hafa leitt í Eftir Ásgeir B. Ellertsson dr. med. ljós, að trúarlegar ranghugmyndir eru jafnalgengar hjá þeim, sem játa kristna trú, og þeim, sem ekki játa hana. Þar geta komið til bæði kristin uppeldisáhrif svo og hugs- anleg trúarþörf mannsins. Fólk með þennan geðsjúdóm er veikt og sektartilfinning þess verulega sjúk- leg. Með lyfjameðferð er unnt að hafa áhrif á sjúkdóminn til góðs, og hverfa þá sjúkdómseinkennin. Um orsakir sjálfsmorða hafa ýmsar athuganir verið gerðar, m. a. nýlega hér á landi. Við þá könn- un kom í ljós, að geðrænar orsakir vöru fyrir tæplega 60% sjálfsmorð- anna. Aðallega var um að ræða ýmis persónuleg vandamál. Um enga trúarlega orsök er vitað. í Osló m.a. hefur svipuð athugun far- ið fram, bæði með tilliti til þeirra, sem frömdu sjálfsmorð, svo og þeirra, sem tilraun gerðu til að svipta sig lífi. Orsakaþáttum var skipt í þrennt eftir persónu- leika mannanna, svörum þeirra og kringumstæðum. Hinar beinu kringumstæður, sem leiddu til sjálfsmorðsins, voru oftast vand- ræði í ástamálum, einmanaleiki og fjölskylduvandamál. Ekki var unnt að finna trúarlegar orsakir í einu einasta tilfelli. Kristin boðun er þannig ekki orsök sjálfsmorða. En hvað um ýmsar geðveilur, angist, kvíða o.s.frv.? Eru persónu- leika- eða siðferðisfyrirmyndir kristindómsins óheppilegar eða heilsuspillandi fyrir nútímamann- inn? Verða menn ekki sinnissjúkir á því að taka of mikið tillit til ann- arra? Hvað um allt tal um sekt og synd ? Skapar þessi boðun ekki bara iðrandi, angistarfulla, sjálfsásak- andi menn, sem flýja lífið, verða ósjálfstæðir, duglausir og fullir sektartilfinningar og minnimáttar- kenndar? Þeir, sem andstæðir eru kristinni trú, halda þessu oft fram og segjast byggja það á sinni per- sónulegu reynslu. Meira að segja geta sumir gengið svo langt, að þeir skoða alla trúaða, kristna menn sem geðbrenglaða, og þá er engin furða, þó að þeir komist að þeirri niðurstöðu, að geðveiki sé algengari meðal trúaðra manna en vantrúaðra. Stundum geta trúlaus- ir sálfræðingar og geðlæknar haft þessar skoðanir. Kristnir sálfræð- ingar og geðlæknar geta svo komið með gagnstæðar fullyrðingar og haldið því fram, að kristin trúar- viðhorf séu algengari meðal geð- heilbrigðra en geðveikra. Menn vilja gjarna gleyma því, að þegar um huglægar athuganir er að ræða, eru niðurstöður mjög svo litaðar af lífsskoðun, menntun og túlkun athugandans. Mér er kunnugt um eina vel gerða rannsókn frá Banda- ríkjunum, þar sem niðurstöður sýndu, að sálrænar geðtruflanir voru algengari hjá þeim, sem ekki sóttu kirkju, en hjá þeim, sem reglulega fóru til kirkju sinnar. Gefur þessi könnun nokkra vísbend- ingu? Líkaminn er háður sínum nátt- úrulögmálum. Ef ég snerti glóandi tein, brenni ég mig, mig svíður. Sálin er einnig háð sínum lögmál- um. Siðgæðisreglur geta verið breytilegar, t. d. eftir samfélags- uppbyggingu, lögum og reglum o. s. frv., en grunntónn þeirra er alls staðar sá sami: Kærleiki, sann- leiki og réttlæti. Kristindómurinn boðar þessa þrenningu í háleit- ustu mynd. Kærleiksleysi, lygi og 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.