Bjarmi - 01.01.1976, Blaðsíða 14
Hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn?
Spurning þín er ákaflega mikil-
væg, vafalaust veigamesta spurn-
ing lífsins. Hún er ein af spum-
ingum Biblíunnar og því sífellt
brennandi á öllum tímum. I svar-
inu við henni eru fólgin lífið og
dauðinn og eilífðin. Þess vegna get-
um við ekki leitað til hvers sem
er til þess að fá svar, ekki heldur
til hvaða bókar sem vera skal.
Einungis Guð, sá sem skapaði þig
og viðheldur lífi þínu og hefur líf
þitt í hendi sér, getur gefið svar.
Við verðum með öðrum orðum að
fara rakleiðis til Biblíunnar, Guðs
orðs, með spurningu þína.
í Biblíunni hittum við fyrir tvo
menn, sem báru upp nokkurn veg-
inn sömu spurningu og þú, þótt
ólíkt væri komið fyrir þeim: Hvað
á ég að gjöra?
Annar var auðugur æskumaður,
sem kom til Jesú með hina brenn-
andi spumingu lífs síns: „Hvað
á ég að gjöra, til þess að ég erfi
eilíft líf?“ (Mark. 10.) Áherzlan
lá þá, eins og nú, á þessu: gjöra.
Hvað get ég gjört, til þess að ég
fái áunnið mér eilíft líf að laun-
um? Þá verður svar Krists alltaf
svar lögmálsins: Þú slcalt! Þú skalt
ékki. Haltu boðorðin! Vertu hlýð-
inn í öllu, í hugsunum, orðum og
athöfnum. Það nægir ekki að vera
ágætismaður eða góður félagi á
ytra borðinu, fá ágætiseinkunn í
hegðun og reglusemi. Maðurinn,
sem sagt er frá í Mark. 10, var
áreiðanlega alveg einstök fyrir-
mynd. En í öllum sínum glæsileik
skorti hann hið eina nauðsynlega:
„Eins er þér vant.“ Hann var fiötr-
aður í því. sem var hans sjálfs.
Honum hafði þrátt fyrir allt ekki
tekizt að halda fvrsta boðorð Guðs:
Þú skalt ekki hafa aðra guði en
mig! Eitt vantaði hann og þar með
allt.
Vera má, að þú lifir fegurra lífi
en flestir menn aðrir. Þú hefur
ef til vill tamið þér mjög guðræki-
legt hátterni. Trúarlegar athafnir
eru þér alls ekki framandi: Þú
sækir kirkju meira eða minna
reglubundið, lest Biblíuna, þegar
„andinn kemur yfir þig“, og ert
ekki alveg búinn að gleyma barna-
bæn þinni. Hvað ber mér framar
að gjöra? Þér finnst þú vera fyrir-
tak, þú heldur útvortis boð og
kristilegar siðvenjur. En eins er
þér vant! Láttu Guð og köllun hans
skipa æðsta sessinn í lífi þínu.
ElskaSu Guö umfram allt annaö
og náungann eins og sjálfan þig.
En það er nú einmitt þetta, sem
ég megna ekki, segir þú og hefur
hvorki gleymt misheppnuðum til-
raunum til að gjöra bót og betrun,
né sviknum heilögum loforðum
sem svo eru kölluð. Verð ég einnig
að fara burt hryggur? Hver get-
ur þá orðið hólpinn ? Þannig spurðu
meira að segja lærisveinar Jesú.
Já, það er ekki unnt, það er al-
gjörlega vonlaust. Það liggur eng-
inn vegur verkanna frá þér til
Guðs. Og nú fyrst verður spurn-
íng þín í raun og sannleika brenn-
andi. Þá fyrst, er þú sérð, hvernig
þú ert í raun og veru á þig kom-
inn, að þú ert á leið til tortíming-
ar, glötunar, þá þarfnast þú þess
í alvöru, að þér verði biargað, að
þú frelsist. Og svar Jesú til læri-
sveinanna og til þín hljóðar svo:
„Fyrir mönnum er það ómögulegt,
en ekki fyrir Guði, bví að allt er
möaulegt fyrir Guði“.
Snúum okkur nú að hinum snyrj-
andanum í Ritningunni. Það var
fangavörður í Filioníborg (Post.
16). „Hvað á ég að giöra. til þess
að ég verði hólninn?" hrónaði hann
skelfingu lostinn. Þá berst honum
svar fagnaðarerindisins: „Trú þú
á Drottin Jesúm, og þú munt verða
hóloinn og heimili þitt“. Þetta er
fagnaðarerindi. Að trúa er ekki
eitt verkið enn. Þú átt ekki fram-
ar að giöra neitt. heldur hevra,
hvað Guð hefur fvrir þig giört.
Þú færð allt fagnaðarerindið í boð-
skap jólanna. páskanna og hvíta-
sunnunnar. Nem þar staðar. Þar
sér bú hiálnræðisverk Guðs í Kristi
Jesú. Og bað nær hámarki á kross-
inum á Golgata, þar sem frelsar-
inn hrónar: ,,ÞaS er fullkom,nað“.
Svarið við spurningu þinni verð-
ur því ekki aðeins: Trú þú! Al-
menn trú hiálpar þér ekki. Svarið
verður: Trú þú á Krist! Festu
traust þitt á honum, frelsara þín-
um, sem hefur tekið alla synd þína
á sig og þolað refsingu í þinn stað.
Þú verður að festa traust þitt á
Kristi eins og drukknandi maður
felur sig þeim, sem bjargar hon-
um. Enginn annar en Kristur get-
ur hjálpað þér. Þú skalt ekki trúa
á verk þín, ekki á tilfinningar þín-
ar, reynslu þína né ákvörðun. Þú
verður að trúa á Krist einan.
En hvernig á ég að geta trúað?
Eða hvernig á ég að geta leitt fé-
laga minn til trúar?-----Þú get-
ur aldrei komizt til trúar með kapp-
ræðum, ekki heldur með heimspeki-
legum eða rökfræðilegum álykt-
unum. Þú getur ekki heldur tekið
ákvörðun um að trúa.
Get ég þá ekkert gjört?
Jú. Þú getur lesið Orð Guðs og
þér ber að lesa Orð Guðs. Hlust-
aðu á það, þar sem það er boðað.
Bið þess, að Guð gefi þér gjöf
trúarinnar fyrir Anda sinn. Og
þegar kall Guðs nær til þín um
orðið, þá skaltu ekki skjóta þér
undan að gjalda jáyrði þitt, jafn-
vel þótt það verði á þessa lund:
„Ég trúi, herra, en hjálpa þú van-
trú minni.“ — Þá ert þú frelsaður,
þér er bjargað, þú ert Guðs bam
af náðinni einni saman. Jafnvel
þótt þú skynjir ekkert sérstakt, þá
skaltu taka Guð á orðinu. „Varpa
þér á djúpið í von og trú. Vittu:
Hann dó, svo að lifðir þú“.
Unn þér engrar hvíldar, fyrr en
þú hefur spurt sjálfan þig þessar-
ar spurningar í alvöru og hefur
heyrt svarið í Guðs orði og ferð
virkilega eftir því. Þá vaknar hjá
þér þörf á því að játa daglega synd
þína og biðia Guð daglega um fyrir-
gefningu. Þá verður þú daglega að
sækja nýja náð hjá Guði, sem þér
veitist fyrir sakir Jesú Krists. Þá
átt þú nú þegar hið eilífa líf. sem
enginn og ekkert getur tekið frá
þér. Þú getur sungið eins og svo
margir hafa gert á undan þér:
Ég á mér svo dýrlegan Drottin,
mér duldist það fram eftir veg.
Nú syng ég um sigur hans glaður,
að sjái hann allir sem ég.
Torsten Josephsson,
14