Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 1
Fyrirbœn FYBIBBÆN er ávöxtur Jcristins kærleika: Ef fyrirbæn er lítill þáttur í lífi þinu, þá þarfnast þú meiri kærleika í líf þitt. FYBIBBÆN er þjónusta hins auðmjúka manns. FYBIBBÆN stœkkar hiö takmarkaða útsýni okkar, þannig að það nær til endimarka jarðarinnar. FYBIBBÆN forðar þeim, sem biður, frá því, að bœnalíf hans snúist aðeins um hann sjálfan. FYBIBBÆN hjálpar þér til að gera bœnaltf þitt skipulegt og markvisst. FYBIBBÆN vekur eftirvœntingu og tilhlökkun í bœnalífinu. FYBIBBÆN er bezta þjónustan, sem þú getur innt af höndum fyrir vini þína. Teldu þá, sem þú biður fyrir. Þá kemst þú að raun um, hversu marga vini þú átt. FYBIBBÆN á einnig að ná til óvina þinna, og þá munt þú öðlast gleði og sigur. Minnstu orða Jesú: „Biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður“. FYBIBBÆN veitir sigur yfir óvild og andúð. FYBIBBÆN er wp'phaf allrar kristilegrar hreyfingar. Biðjir þú fyrir einhverjum, þá mun bænasamfélagið við Guð einnig knýja þig til þess að vitna. Biðjir þú herra uppskerunnar að senda verkafólk til uppskeru sinnar, munt þú sjálfur von bráðar verða önnum kafinn við uppskerustörfin. FYBIBBÆN er nauðsynleg, á meðan Guð hefur verk að vinna og verkamenn eru t víngarði hans. FYBIBBÆN forðar starfsmannií Guðs ríki frá því, að trúarlíf hans fjötrist t kaldar viðjar vanans. FYBIBBÆN er eina starfstœkið, sem aldrei verður hægt að taka frá söfnuði Guðs. Boð eða bönn stjórnvalda, fjarlœgð, landamæri eða lokuð lönd, ekkert af þessu fær hindrað fyrirbœnina. FYBIBBÆN verður ekki hindruð nema á einn hátt: Með vantrú. FYBIBBÆN er von heimsins. Meðan beðið er fyrir manninum, á hann enn von um sáluhjálp. FYBIBBÆN knýr hönd hins álmáttka Guðs til athafna. FYBIBBÆN er öruggt ráð við „andlegri“ leti. FYBIBBÆN veitir þeim, sem biður, ávallt blessun og gleði. FYBIBBÆN frelsarans Jesú Krists við hásœti Guðs er allri annarri bæn fremri. Þar hljómar bæn hins mikla œðsta- prests, bæn fyrir öllum mönnum. FREDRIK WISLÖFF. Sk. Sv. þýddi. ÁR BARNSINS fer í hönd. BarniS er gjöf. BarniS er skuldbinding. ÞaS kall- ar ó umhyggju, kœrleika og sjálfs- afneitun. „LeyfiS börnunum aS koma til mín", segir Jesús. LeiSum þau til hans. Því aS hann er vegurinn, sann- leikurinn og lífiS. Reykjavík, jan.-febr. 1979 1.-2. tbl., 73. árg. 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.