Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 12
Grundtvig var helzti frumkvöSull lýSháskólans í Danmörku. Hann var mikiS sálmaskáld. Myndin er af Grundtvigskirkjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjumál í Danmörku Kirkjulíf í Danmörku er enn mótað af trúarvakningunum á öld- inni sem leið, ásamt þeim félaga- samtökum innan þjóðkirkjunnar, sem spruttu upp af þeim, bæði til heimatrúboðs og kristniboðs er- lendis og safnaðarþjónustustarfs (diakoni). En kirkjulíf í Danmörku er einn- ig mótað af frjálslyndu guðfræð- inni, sem flæddi yfir landið um aldamótin frá Þýzkalandi. Þriðji þátturinn, sem ég vil nefna, eru áhrifin frá Noregi. Sumir kalla það innflutning á „norsku heimatrúboði“ til Dan- merkur. Þjóðkirkjan - fríkirkjur. í Danmörku er þjóðkirkja, og teljast rúmlega 90% íbúanna til hennar. Auk þess eru hér tvær litlar lúth- erskar fríkirkjur. Önnur er frá miðri öldinni sem leið. Til hennar teljast um 300 manns, og fylgir hún að miklu leyti sömu guðfræði- stefnu og fríkirkja Seths Erlands- sons, dr. theol., í Svíþjóð. Hin var stofnuð árið 1976 og var kölluð Exodus-kirkjan. Leið- togi hennar er þjóðkirkjuprestur- inn fyrrverandi Ruben Jörgensen, sem settur var frá embætti. Eins og kunnugt er var hann sviptur embætti vegna þess, að hann vildi aðeins skíra bam, ef foreldrarnir lofuðu að taka þátt í a.m.k. fimm klukkustunda kirkjulegu fræðslu- námskeiði á undan. Fjölmennasta kirkjan í Dan- mörku, sem ekki er lúthersk, er kaþólska kirkjan. Til hennar telj- ast um 25 þúsund manns. Engin af hinum fríkirkjunum, svo sem bapt- istar, hvítasunnumenn o.s.frv., hafa fleiri en 6—7000 manns innan sinna vébanda. Félagasamtök innan þjóðkirkjunnar. Heimatrúboðið (Indre Mission) er stöðugt fjölmenn hreyfing inn- an þjóðkirkjunnar, með um 125 trúboða í fullu starfi og um 825 samkomuhús (bænahús) um land- ið, sérstaklega á Jótlandi. Heimatrúboðið hefur ekki sitt eigið æskulýðsstarf, heldur lítur á KFUM og K sem æskulýðsstarf sitt. Þar sem KFUM og K starfar á breiðari grundvelli en Heima- trúboðið, bæði guðfræðilega og með tilliti til starfsaðferða, veld- ur það nokkurri ólgu, og margir frá hægri armi Heimatrúboðsins vilja, að það byggi upp sitt eigið æskulýðsstarf líkt og norska Heimatrúboðið. Það hefur ekki orðið enn. Hins vegar hefur Heimatrúboð- ið komið á fót eigin biblíuskóla í Börkop fyrir áhrif frá biblíuskóla norska Heimatrúboðsins í Staf- feldtsgötu (Osló). Hann táknar í dönsku kirkjulífi eins konar stefnu- yfirlýsingu gagnvart öðrum lýð- háskólum Heimatrúboðsins. Luthersk Missionsforening (LM) og Evangelisk luthersk Missions- forening (ELM), sem er miklu minni, hafa skýra guðfræðistefnu og ákveðna leikmannsskoðun. Bæði félögin varðveita arfinn frá C.O. Róseníusi og hafa bæði ytra og innra trúboð á stefnuskrá sinni. Hvorug þessara hreyfinga hafa yfirleitt orðið fyrir áhrifum af annarri guðfræðilegri og kirkju- legri þróun innan þjóðkirkjunnar, og báðar mæla á móti þátttöku í Alkirkjuráðinu. Það á ekki við um þau rúmlega tíu kristniboðsfélög innan þjóð- kirkjunnar. Þekktust þeirra er Det danske Missionsselskab, Dansk forenet Sudan mission, Dansk San- talmission og Israelsmissionen. Þau eru flest afkvæmi Heimatrú- boðsins, og margir af kristniboð- um þeirra hafa alizt upp í sam- bandi við Heimatrúboðið. Miklum hluta af fjármunum kristniboðs- félaganna er safnað meðal vina Heimatrúboðsins. En þessi kristniboðsfélög eru ekki ósnortin af þeirri guðfræði- legu þróun, sem átt hefur sér stað við guðfræðideildirnar. Það er ein af aðalástæðunum fyrir því, að þau styðja áfram Alkirkjuráðið og láta stundum í ljós þann skiln- ing á hjálpræðinu, að það snúist um að bæta hagi manna hér á jörð. Til dæmis eru kristniboðsfélögin innan þjóðkirkjunnar á ýmsan hátt þátttakendur í Dönskum kirkju- dögum, þar sem ýmist eru notaðir ræðumenn, sem afneita opinskátt kristnum grundvallarsannindum, eða ræðumenn, sem eru félagar í kommúnistaflokki Danmerkur eða flokki byltingasinnaðra vinstri- sósíalista, eða ræðumenn, sem eru fulltrúar nýrra, trúarlegra hreyf- inga. — Krisftniboðaskóli Luthersk Missionsforening heita samtök þau í Danmörku, sem hafa sent kristniboða til Eþíópíu til samstarfs við norska og íslenzka kristniboða. Þetta er leikmanna- hreyfing á lútherskum grundvelli, eins og nafnið bendir til. Sendi- boðar samtakanna hafa hingað til sótt skóla meðal annars í Noregl. Á síðasta ári hafa þau hins vegar byrjað starfrœkslu eigin skóla fyrir vœntanlega kristniboða sína, og er hann í HiIIeröd í Danmörku. Þetta er tveggja ára skóli. og er gert ráð fyrir, að nemendur hafi áður sótt biblíuskóla samtakanna í eitt ár. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.