Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 4
JESÚS GEFUR GJAFIR „Ekki gef ég yöur eins og heimurinn gefur“ (Jóh. 14,27). Sögnin „að gefa“ er mikið notuð í íslenzkri tungu, og flestum, sem heyra hana, dettur líklegast í hug fallega innpakkaður böggull, sæl- gæti, blóm, peningar og fleira því um líkt. Aðrir tengja það „að gefa“ og „að vera góður“ saman, eins og til dæmis kom fram hjá telpunni, sem var að tala við vinkonu sína um ákveðinn mann. Vinkonan sagði manninn vera „ofsalega góðan“. „Er það?“ sagði hin telpan. „Gef- ur hann manni peninga?" Það var það fyrsta, sem henni datt í hug, að einhver gerði, sem væri góður. — Og þannig vill það því miður allt of oft verða með okkur. Fólk vegur og metur hvert annað eftir því, hvað það gefur mikið og stórt, svo að ekki sé talað um verðið! Hvílík andleg fátækt, sem er að hertaka þann hluta heimsins, sem við búum í. Við gefum gjafir upp á kvaft. Leitum að einhverju, sem hægt sé að nota við þetta eða hiti: tækifærið. Og uppgötvum svo ef til vill eftir allt erfiðið, að móttak- andinn á svona hlut! Og nú er gjöf- in, sem átti að verða til gleði og ánægju, bæði fyrir gefanda og þiggjanda, orðin að vandamáli, eng- um til ánægju! Líklegast kannast margir við þess háttar vanda. „Að hugsa sér,“ hugsar áreiðanlega margt eldra fólk, sem lifað hefur örbirgð og vesæld hér á landi fyrr á tímum, „svona er þetta þá orðið á íslandi". SUMIR SEGJA . . . — aö enginn Guö sé til. En ég veit, hverjir hálda, því fram, því aö Biblían talar um þá: „Heimsk- inginn segir í hjarta sínu: Enginn guð.“ — aö viö höfum enga þörf á Jesú, enda hljóti aö vera nóg að trúa á Guö. En Jesús segir: „Enginn kem- ur til fööurins nema fyrir mig.“ — aö þaö sé ofsatrú oð tála um frelsara, því aö innst inni séum viö öll góö. En Jesús veit betur, hann, sem er sannleikurinn og tálar sann- leikann, og hann segir: „Þér, sem vondir eruö.“ — aö þaö séu hégiljur, aö djöf- ullinn sé til. En orö Guös segir, aö djöfullinn gangi um eins og öskr- andi Ijón, leitandi aö þeim, sem hann geti gleypt. — aö þegar menn deyi, sé öllu lókiö og þeir séu ekki framar til. En Jesús segir, aö sá tími komi, er þeir, sem i gröfunum séu, muni heyra raust hans. Þýtt. HÉR BÝR ENGINN JESÚS Lútherskur prestur frá París var meöal útlendra gesta, sem heim- sótti söfnuöinn í sumar. Prestur- inn sagöi frá atviki, sem vakti um- hugsun. Hann haföi um skeiö fariö hús úr húsi i einni af hinum stóru útborgum Parísar til þess aö leita uppi evangeliska kristna menn. í fjölbýlishúsi einu hitti hann konu, og presturinn nefndi brátt Jesúm Krist. Þá hristi konan höfuöiö og mœlti: „Enginn meö þessu nafni á heirna hér í húsinu, eftir því sem ég bezt veit.“ Atvikiö minnti oss á orö Biblí- unnar um, aö Ijósastikan kunni aö veröa flutt úr staö. í hinni kristnu Evrópu er hægt að hitta fyrir fólk, sem tengir alls ekkert við nafn frelsarans. / landi voru fá börnin kristni- frœöikennslu í skólunum, og á hverjum sunnudegi eru menn káll- aöir til aö koma saman um orö Guös. Þökkum vér þaö? Og held- ur þákklœtiö oss vakandi? Úr erlendu safnaðarblaði. En það að gefa gjöf nú á dögum er ekki bara vandamál. Það get- ur einnig oft verið jafnerfitt að vera móttakandinn. Hvar á að koma öllum gjöfunum fyrir? Við fáum svo margt, sem við höfum ekki þörf fyrir. Og í því liggur víst skemmdin á „gjafafyrirtækinu". Við þurfum alls ekki á öllu því að halda, sem við fáum. En samt hefur heimurinn aldrei verið eins fátækur og nú. En það er andleg fátækt, sem hrjáir hann, og það er það hræðilega við það. Börn fá stórar gjafir: Útvörp, segulbönd, myndavélar, jafnvel hesta — í stað umhyggju og kær- leika. Þegar þau biðja um að fá að sitja hjá foreldrunum, vera með þeim í því, sem þau eru að gera, tala við þau og kannski hlusta á þau lesa sögu, þá er þeim gefið sælgæti eða peningar fyrir bíó- ferð til að losna undan því að þurfa að eyða tíma og kröftum í þau. Þannig er það sem betur fer ekki alls staðar, en því miður eru það „innpökkuðu" gjafirnar, sem þjóð okkar þekkir bezt. En mitt í þessu gjafatali kemur Jesús og fer að tala um sínar gjaf- ir. Hann gefur nefnilega líka gjaf- ir, en — gjafir Jesú eru ööru vísi en gjafirnar, sem heimurinn gefur. „Ekki gef ég yður, eins og heim- urinn gefur.“ Og það, sem skilur gjafir Jesú frá gjöfum heimsins, er, að allir hafa þörf fyrir þær. Við verðum aldrei í vandræðum með að koma gjöfum Jesú fyrir eða að nota þær. Og af því að þetta eru gjafir, sem við þurfum á að halda, þá gleðjumst við líka miklu meira yfir þeim en öðrum gjöfum. Annað, sem gerir gjafir Jesú öðruvísi en gjafir heimsins, er, að hann gefur af kærleika til mannanna. Hann gefur okkur ekki bara til að sýna, hversu góður hann er, heldur af því að hann elskar okkur og vill ekki missa okkur. Hann getur líka gefið, þótt við gleymum að þakka eða gefa á móti. En minnumst þess samt, að hann vill gjarnan heyra þakk- læti af munni okkar. Og þeir, sem staldra við og þakka, fá oft meira en þeir, sem gleyma þvi. Hverjar eru svo þessar gjafir, sem eru svo frábrugðnar gjöfum heimsins? Það er í rauninni langt mál að segja frá þeim öllum. Margar bæk- Framh. á bls. 14. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.