Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 9
Vakning og barátta Jóhannes Ólafsson skrifar í einka- bréfi 27. nóv. frá Arba Minch: Hjá okkur hefur verið annríkt undanfarið. Félagi minn, Karl Roth, læknir, var í f jögurra vikna leyfi, en á meðan var ég einn lækn- ir hér. Einn læknir kemst ekki yfir að sinna allri vinnunni sem skyldi, og er leitt, að fólk skuli þurfa að bíða lengi eftir því að fá viðtal við lækni. Aðsókn hefur aukizt. Margt fólk kemur langt að. Stafar það af því, að kristniboðar hafa farið frá sjúkrahúsinu í Soddú og Shase- manne. Rekstur þeirra sjúkrahúsa er því ekki eins umfangsmikill og var. Þó að heill fjöldans eigi að sitja í fyrirrúmi samkvæmt hug- myndafræðinni, sem verið er að innræta fólki, sér almenningur, að þetta sjónarmið ríkir öðni fremur hjá kristniboðunum. Það er náð Guðs að fá að vera í þessari þjónustu, að hann vill nota okkur sem verkfæri og vitni um kærleika sinn. Þjónusta fyrir sjúklingana er líka vitnisburður um kærleika Guðs, sem úthelt er í hjörtu barna hans. Við vorum í Gídole í síðustu viku, leystum þar Klungsöyr lækni af. Það var hvíld að koma til Gidole. Það hittist svo á, að til- tölulega lítið var fyrir mig að gera. Svo er hvíld í því að koma í annað umhverfi og annað lofts- lag. Starfið í Gídole hefur gengið erfiðlega eftir byltinguna. Kirkjan sagði upp allmörgum starfsmönn- um, þegar lágmarkslaunin voru hækkuð. Þetta varð til þess, að margir starfsmenn yfirgáfu kirkj- una. Sumir gerðust jafnvel and- stæðingar. Margir unglingar, sem voru í kirkjunni, urðu stjórnmála- fulltrúar. Mig grunar, að þeir hafi litið á kirkjuna sem keppinaut um hylli fólksins, og gert allt, sem þeir gátu til þess að eyðileggja fyrir trúuð- um mönnum. En hylli heimsins er fallvölt. Fyrr en varði voru flestir þessir menn fangelsaðir fyrir að fara með falskenningar og leiða fólk í villu. Starfið í þorpunum er að glæð- ast að nýju. Á sumum stöðum er mikið líf, einkum meðal æskunnar. Hér í bænum hefur verið vakn- in. Vakningahreyfingin er nokk- urra ára gömul. Gætti hennar einn- ig undir fyrri stjórn. Þátttakendur hennar voru þá ofsóttir og sátu iðulega í fangelsi. Var þetta trú- aða fólk sakað um að vera hvíta- sunnuhreyfing, sem ætti ekki rétt á sér. Hreyfing þessi virðist vera sprottin upp á meðal menntaðrar skólaæsku, og var ekki hægt að rekja nein bein tengsl við erlend- ar hreyfingar. En með henni hefur borizt vakning inn í kirkjurnar, sem fyrir voru. Þessi vakninga- hreyfing er enn illa séð af mörg- um. Hér í bæ voru nokkrir árekstr- ar milli öldunganna í okkar kirkju og ungs fólks, sem hallaðist að þessari hreyfingu. Þetta hefur breytzt nokkuð. Eitt er víst, og það er, að vakn- ing hefur verið hér í bænum á meðal skólaæskunnar og það fyrir vitnisburð þessa unga fólks. Hefur það líka fært með sér vakningu inn í okkar kirkju. Jafnframt gerist það, að guð- leysiskenningum er mjög haldið á lofti. Nú á dögum er enginn vinn- ingur, frá veraldlegu sjónarmiði, að kalla sig kristinn. heldur kost- ar það þvert á móti baráttu og jafnvel áhættu að játa kristna trú. Stuðlar þetta að því að knýja menn til að taka ákveðna afstöðu með eða móti. Þrátt fyrir allt, sem unnið er gegn guðsríki, finnum við, að fólk hungrar eftir Guðs orði. Aldrei hefur verið betur hlustað á guð- ræknisstundunum í sjúkrahúsinu en nú. Mikil eftirspurn hefur verið eftir Biblíum. Á sjúkrahúsinu einu hafa verið seldar á annað þúsund Biblíur! Orð Guðs verður ekki fjötrað. Það ber ávöxt hér í Eþíópíu. Við óskum ykkur blessunar Guðs á nýju ári. Jóh. 1,14. — Póstfang Utanáskrift til íslenzku kristni- boðanna og Elsu Jacobsen er á þessa leið: Dr. Jóhannes Ólafsson Arba Minch Provincial Hospital P. O. Box 28 Arba Minch Ethiopia Africa Rev. Jónas Thórisson E.M.C.Y. Station P. O. Box 14 Arba Mineh Ethiopia Africa Rev. Skúli Svavarsson P. O. Box 2272 Kitale Kenya Africa Miss Elsa Jacobsen Arba Minch Provincial Hospital P. O. Box 28 Arba Minch Ethiopia Africa ------------------------------------/ Látinn laiii Þær fréttir hafa borizt frá Eþí- ópíu, að Gúdína Túmsa, aðalfram- kvæmdastjóri lúthersku kirkjunn- ar í landinu, hafi verið látinn laus úr fangelsi, en hann var hnepptur í varðhald í október, eins og getið var í síðasta tölublaði Bjarma. Mun Gúdína því vera tekinn til starfa að nýju í þjónustu kirkjunn- ar. Þetta er þakkarefni. Enn eru kristnir menn í hópi þeirra mörgu, sem sitja í fangels- um í Eþíópíu. Eru kristniboðsvinir hvattir til að minnast þeirra í bæn- um sínum. Biðjum fyrir Eþíópíu- mönnum. Þeir búa margir við hungur, sjúkdóma og aðrar hörm- ungar, auk hins mikla öryggis- leysis, sem fylgir umrótinu í þjóð- félaginu. Biðjum fyrir þeim, sem völdin hafa. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.