Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 16
NOREGUR: öflucgt bamastarf Sunnudagaskólastarfsmenn fró Norðurlöndunum voru saman komnir í Noregi ó síðastliðinu ári. Þar kom fram, að 220.000 norsk börn sœkja sunnudagaskóla. Þetta eru yfir 30% allra barna á aldr- inum þriggja til fjórtán ára. Trúað- ir Norðmenn leggja mikla áherzlu á kristilegt starf meðal barna. og á það bœði við um presta innan þjóðkirkjunnar og utan og margs konar kristileg leikmannasamtök. AUSTUR-BERLÍN: Vakningasamkomur Bandaríski predikarinn Bill Thomas hafði á síðastliðnu ári fimm daga samkomuherferð í kirkju einni í Austur-Berlín. A sjö- unda hundrað manns, flest ungt fólk, tók þátt í samkomunum. Margir tóku ákvörðun um að fylgja Jesú Kristi. Þetta er í fyrsta sinn, sem útlendingur fœr vegabréfs- áritun, er hann kemur í slíkum erindagerðum til Austur-Þýzka- lands. UNGVERJALAND: 5.000 urðu 47.000 Árlegur biblfudagur var haldinn hátíðlegur á síðastl. ári í Ungverja- landi. Sameiginlega biblíuráðið ákvað að selja 5.000 biblíur fyrir hálfvirði í sambandi við þennan dag. En áhuginn á „bók bókanna" var meiri en menn grunaði, enda höfðu 47.000 eintök „horfið", þeg- ar sölunni lauk. Þar með reyndist nauðsynlegt aö hefja nýja prent- un miklu fyrr en rágert hafði ver- ið. Hér er um að rœða nýja þýð- ingu Biblíunnar. Til nýrrar prentunar þurfti að panta í Vestur-Evrópu 32 tonn af biblíupappír. 10 tonnum meira en áœtlað var, og jafnframt varð að leita á náðir bibliufélaga og vina í öðrum löndum um hjálp til að borga hin mildu útgjöld. Biblíu- ráðið í Ungverjalandi leggur kapp á að selja ritninguna á verði, sem jafnvel Iágtekjufólk rœður við. ÍTALÍA: Kristilegf úfivarp Einstaklingum og samtökum er nú heimilt að standa fyrir útvarps- starfsemi á Italíu. I byrjun síðasta árs voru átta nýjar kristilegar út- varpsstöðvar starfandi þar í landi. Forsvarsmenn sumra þeirra gera ráð fyrir, að yfir milljón manns hlusti á boðskapinn. Það eru kristi- leg samtök, sem standa að þess- ari starfsemi. Áður hefur kristi- legu efni verið útvarpað til Italíu frá öðrum löndum, segir í erlendu kristniboðsblaði, og mun vera átt við evangeliskt efni. NEPAL: Hefsiverfi að firúa I Nepal í Asíu er refsivert að taka trú á Krist, segir indverskur kristniboði, sem hefur starfað 20 ár í Nepal, í viðtali við norska dagblaðið Várt land. Sá, sem lœt- ur skírast, má búast við að verða dœmdur til árs fangelsisvistar. Samt eru um 1400 kristnir menn í Nepal. f þúsundir ára hefur Nepal ver- ið lokað gagnvart umheiminum. Hindúar og búddatrúarmenn í landinu hafa meðal annars stuðl- að að því. Árið 1951 var útlend- ingum loks leyft að koma inn í landið. Kristniboöum er þó bann- að aö predika fagnaðarerindið. Þeir mega vinna að heilsugœzlu. skóla- málum o.s.frv. Milli 200 og 300 slíkir kristniboöar munu vera í Iandinu. Alls eru um 50 kristin samfélög viðsvegar um landið. Kristnum mönnum íjölgar. Menn eru þó ekki skirðir, fyrr en þeir gera sér grein fyrir, hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þá. Um 80 af hundraði landsbúa eru ólœsir. Aðeins hluti Biblíunnar er til á máli Nepal- búa. SVÍÞJÓÐ: Vegna innflyfiSenda Trúboð á dagatölum er ný að- ferð í starfinu að boðun trúarinn- ar á Krist meðal innflytjenda í Svíþjóð. Veggdagatöl eru prentuð á málum ýmissa innflytjenda. Blaö er rifið af á hverjum degi. Framan á blaðið er prentaður ritningar- staður, en aftan á er skýring á orðunum. Verður þannig til „kristi- legt smárit" fyrir hvern dag árs- ins. Dagatölin eru prentuð á tyrkn- esku, grísku, arabísku, spönsku og júgóslavnesku. SUÐUR-AMERÍKA: „BiblíubYlgía" Víða í Suður-Ameríku var Biblían bannvara fyrir nokkrum árum. Nú er annað uppi á teningnum. Fram kemur í fréttum, að útbreiðsla ritningarinnar í þessum heimshluta er œvintýri likust, enda fer „biblíu- bylgja" yfir álfuna. Sum biblíufé- lögin hafa gefið út biblíuhefti „handa nýjum lesendum", og eru þau notuð sem námsbœkur í sum- um skólum. Kunnugir segja, að nú sé tví- mœlalaust hentugur timi til út- breiðslu orðsins í þessum Iöndum. Árleg dreifing Biblíunnar og hluta hennar var aðeins um það bil 200 þúsund eintök kringum árið 1960. En árið 1976 var dreift 4,4 millj- ónum eintaka. Þennan mikla vöxt má fyrst og fremst rekja til ódýrra biblíuhluta í litlu broti og aðgengi- legum þýðingum, sem dreift er í herferðum og í lestrarkennslu. Hér er fyrirbœnarefni: Að orðið, sem sáð er, beri ávöxt til eilífs lifs. NOREGUR: Hneyksli krossins Mikil spjöll voru unnin í kirkju- garði einum í Osló fyrir nokkru, og hefur nefndin, sem lítur eftir grafreitnum, litið þessa atburði mjög alvarlegum augum. Formað- ur nefndarinnar, presturinn H. C. Mamen, hefur komizt svo að orði í viðtali við Aftenposten, að svo virðist sem þeir menn, er vinna hervirki í kirkjugörðum, þoli ekki minnismerki, sem séu eins og kross í laginu, „en við getum ekki hœtt að reisa krossa í kirkjugörðunum af þeim sökum, enda er krossinn höfuðtákn kristindómsins," segir Mamen. Hann heldur áfram: „Fyrir nokkru var mikið eyðilagt aftur og aftur í kirkjugörðum í Danmörku. Kom þá í ljós, að þar mátti i öllum tilvikum sjá sam- eiginleg einkenni. Villimennirnir höf ju ráðizt sem óðir vœru á kross- ana á gröfunum, velt þeim um koll og brotið þá. Það er vert að taka eftir þessu einkenni. I fornkirkj- unni þorðu menn ekki að skreyta kirkjuhús og kristin grafhýsi með krossi. Ekki ein einasta hinna fornu kirkna í rómverskum stíl (basilíkur), sem varðveitzt hafa á Italiu, er með krossmarki. Menn vissu, að heiðingjarnir myndu eyði- leggja það. I þá daga talaði fólk um „hatur mannlcynsins á kross- tákninu". Það er greinilegt, að þetta hatur er til enn þann dag í dag." 16 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.