Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 3
að kristnum foreldrum auðnast yfirleitt að leiða að minnsta kosti eitt eða tvö barna sinna til Jesú og einnig einhverja ættingja og vini. — Hitta kristnir menn í þorp- inu þínu kristna menn í hinum þorpunum til samfélags og upp- byggingar ? - Já. — Hvar og hvenær hittist þið? — Á sunnudögum. Fram til árs- ins 1962 höfðum við kirkju í þorp- inu okkar. Þá voru haldnar guðs- þjónustur á hverjum sunnudegi. En eftir menningarbyltinguna (1966—1969) voru guðsþjónusturn- ar lagðar niður. Á þeim árum gátu kristnir menn ekki átt samfélag sín á milli. Ef þeir söfnuðust saman, voru þeir kallaðir fyrir yfirvöldin og yfir- heyrðir. En eftir að fyrsta stóra bylgja menningarbyltingarinnar var hjöðnuð, héldu hinir kristnu áfram að koma saman. Þeir byrj- uðu kvöldsamkomur á ný eða hitt- ust á rigningardögum. — Rigningardagamir eru þá samkomudagar ? — Já, og sama er að segja um kvöldin. Einhver lætur boð út ganga, og síðan söfnumst við saman. — Höfðuð þið Biblíur í þínu þorpi ? — Já, við höfðum þær. Biblíurn- ar sem við höfðum, voru í næst- um öruggri geymslu á heimil- um bænda af lægri miðstéttum. Þar sem faðir minn hafði starfað með þjóðernissinnum, var fjöl- skyldan mín álitin „óæskileg“, og við gátum ekki haft Biblíu. Á meðan menningarbyltingin stóð yfir, komu rauðu varðliðarnir inn á heimili eins og okkar og rann- sökuðu allt, þannig að það var úti- lokað að fela Biblíu þar. — Vissu kommúnistarnir um kristilegu samkomurnar? — Annað slagið gerðu þeir það. Og nokkrum sinnum gerðust stór- fenglegir hlutir í tengslum við það. í nágrannabæ okkar var móðir eins af leiðtogum kommúnistanna krist- .in, en hann lét hana í friði. Eitt sinn, þegar hún varð alvarlega veik og læknirinn gat ekkert hjálpað henni, bauð hún kristnu fólki heim til að biðja fyrir sér. Það kom og bað, og konan varð heilbrigð. Af- leiðingin af þessu varð sú, að heim- ilið hennar varð upp frá þessu sam- komustaður fyrir hina kristnu. — Hvað getum við gert til að flytja fagnaðarerindið til Kína, eins og nú er ástatt? — Ef þú átt eða veizt um ein- hvern, sem á ættingja í Kína, get- ur þú vitnað um fagnaðarerindið í bréfum. Þú þorir ef til vill ekki að gera það, en bréfið þitt getur haft mikilvæg áhrif. Þegar ég var enn í Kína, fékk ég bréf frá for- eldrum mínum og systur minni, sem höfðu yfirgefið Kína. Þessi bréf innihéldu alltaf vers úr Biblí- unni. Þá átti ég ekki trúna. En það Guðs orð, sem bréfin innihéldu, höfðu mikla þýðingu fyrir líf mitt. Þegar ég sýndi bekkjarfélögum mínum bréfin, höfðu þau mikil áhrif á þá. Þó að þeir tryðu ekki á Jesúm, var orðinu sáð í hjörtu þeirra. Þegar sá dagur rennur upp, að þeim verður boðað fagnaðar- erindið, verða þeir betur undir það búnir að taka á móti því en aðrir. Ef þú hefur tækifæri til að skrifa til vina og kunningja í Kína, þá getur þú gert eins og fjölskylda þín gerði. Þú getur skrifað strax. — Eru slík bréf ekki gerð upp- tæk? — Nei, þau verða ekki tekin. Yfirvöldin munu rannsaka bréfin, en að lokum verða þau afhent. Þeir, sem fá bréfin, þora ekki að skrifa til baka, en þú getur skrif- að oft til þeirra. Þegar þú skrifar, skaltu hafa Guðs orð með í bréf- inu. (Það getur verið, að þeir, sem rannsaka bréfin, verði þeir fyrstu, sem verða kristnir. Biddu fyrir hin- um trúuðu og rauðu varðliðunum). — Er eitthvað, sem þú vilt segja að lokum? — Já, Guð er að verki á megin- landi Kína. Heilagur andi dregur hina kristnu nær Jesú með.því að 1) lækna sjúka, 2) reka út illa anda og 3) nota hið kínverska fjölskylduform til trúboðs. Guð sýnir hinum trúuðu, að hann gerir tákn og undur. En hann breiðir fagnaðarerindið einnig út með hjálp fjölskyldubyggingarinnar, þar sem því er haldið á loft á at- hyglisverðan hátt, líkt og guðs- dýrkun forfeðranna hefur haldið sleitulaust áfram um margar kyn- slóðir. Hér sjáum við biblíulegt skipulag í vexti kirkjunnar, sem er í samræmi við þjóðfélagsbygging- una í Kína. -----—-----------------------\ HONGKONG: Hfálparstarf I rúma tvo áratugi hafa norskir kristniboðar leitazt við að hjálpa eiturlyfjaneytendum í Hongkong við austurströnd Kína og leiða þá til Krists. Olav Espegren, lœknir, segir, að margar ástœður valdi því, að fólk Iendi i ánauð eiturlyfja. Þar má nefna einmanaleika í bernsku, óstöðugt f jölskyldulíf, fátœkt, öryggisleysi og ástleysi. Stundum byrja menn af forvitni að fikta við eiturlyf eða vegna veikinda og þrauta. Einnig rœður ofdrykkja og peningaspil. Talið er, að eiturlyfjaneytendur í Hongkong séu 80—100 þúsund. Meira en 60% þeirra eru fœddir utan Hongkong og má því kalla flóttamenn. Tíu af hundraði eru ólœsir. Sex þúsund eiturlyfjaneyt- endur eru taldir vera yngri en 19 ára og 40 þúsund fertugir eða eldri. Flestir búa í hverfum, þar sem tekjur eru lágar og vinnudagurinn langur og erfiður. Eiturlyfin draga smám saman úr andlegu og líkam- legu þreki. Afbrot eru tíð meðal þessa fólks, enda dýrt að afla sér efnanna, sem það hefur vanið sig á. s____________________________/ Kristnir menn í Kína nota ekki þá aðferð að vitna fyrir einstakl- ingunum, heldur koma fjölskyld- urnar saman sem eining. Þær hjálpa þeim fjölskyldum, sem ekki eru kristnar, í nafni Jesú og í krafti heilags anda. Afleiðingin er sú, að fjölskyldurnar breytast, eftir að einn í fjölskyldunni hefur reynt kraft Guðs í lífi sínu. Þessari áhrifaríku aðferð til fjölskyldutrú- boðs er greinilega lýst í ritning- unni: Jóh. 4,53: Þá sá faðirinn, að það var á þeirri stundu, er Jesús hafði sagt við hann: Sonur þinn lifir. Og hann tók trú og allt hans heimafólk. Post. 16,31: En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. Fil. 4,22: Allir hinir heilögu biðja að heilsa yður, en einkanlega þeir, sem heyra til húsi keisarans. Þýtt úr „Ut i all verden“, sem birti greinina úr „World Vision Magazine". 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.