Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 5
Trúaður læknir Eftirfarandi grein er þýdd úr tima- ritinu HEART, málgagni Kristilegra alþjóSasamtaka heilbrigðisstétta. Þetta er fróSlegt viStal viS trúaSan, kristinn lœkni, Ernest T. Anderson. og segir hann frá því, hvernig hann leitast viS aS vitna um Krist meSal sjúklinga sinna. „Mig langar til að byrja á því að spyrja yður um skoðun yðar á læknastarfinu og hvemig það er tengt hinni miklu og hinztu skip- un, sem Kristur gaf lærisveinum sínum. Teljið þér, að læknar veg- sami Krist bezt með því að beita læknislistinni út í yztu æsar og vísa sjúklingum, sem glíma við andleg vandamál, til andlegra ráð- gjafa? Eða lítið þér svo á, að ábyrgð yðar og skylda gagnvart sjúklingunum sé bæði bundin hinu andlega og líkamlega?“ „Ég trúi því, að Guð ætlist ekki til þess, að trúaðir menn helgi sig honum á einu sviði af tveimur, annars vegar á sviði prestsins og hins vegar á sviði leikmannsins. Það er ljóst af ritningarköflum eins og Jóh. 15, að Guð vill, að allir menn séu bundnir honum al- gjörlega eða alls ekki. Með öðrum orðum: Menn tilheyra Jesú Kristi eða ekki, og séu þeir hans, þá eru þeir hans afdráttarlaust og algjör- lega. Ég held, að Guð hafi leitt mig til þess starfs, sem ég stunda. Ég tel, að þar beri mér beinlínis skylda til að vitna fyrir sjúklingum mín- um. Þetta eru tvímælalaust forrétt- indi, og ég má ekki taka þessu létt- um tökum.“ „Reynið þér að bera vitni fyrir sérhverjum sjúklingi, sem kemur til yðar, eða vitið þér einhvern veg- inn, hvenær Guð leiðir yður til þess að tala við mann um andlega þörf hans og benda honum á Jesúm Krist?“ „Þetta er ágæt spurning. Ég hafði áhyggjur út af þessu um tíma, því að í byrjun starfs míns fannst mér ég verða að vitna með orðum fyrir öllum sjúklingunum. Mér þótti oft sem ég yrði að vera ágengur, og slíkt er afleitt. Ég áttaði mig fljótlega á því, að andleg þjónusta hvers manns verð- ur að hefjast að morgni dags, þeg- ar hann á hljóða stund með Drottni. Ef hann sleppir henni, verður hin andlega þjónusta hans árangurs- laus. Hann vinnur þá í eigin mætti og eyðir oftast nær kröftunum til einskis. En sá, sem byrjar daginn á því að biðja um handleiðslu, er hann ber Kristi vitni, hann kemst að því, að tækifærin eru svo margvísleg og uppörvandi, að hann þarf alls ekki að leita þeirra. Ég er krist- inn læknir, og sá dagur líður ekki, að mér gefist ekki tækifæri til að gefa ráð í andlegum málum. Þeg- ar dagur er að kvöldi kominn, undrast ég, hversu marga Guð hef- ur leitt á veg minn og viljað, að ég vitnaði fyrir þeim.“ „Gerið þér nokkuð til að stuðla að því, að fólk komi auga á þessi tækifæri?“ „Já. Ég bið þess, að hver sjúkl- ingur, sem kemur á stofu hjá mér, fái einhvern tíma að heyra beinan vitnisburð, annað hvort af vörum hjúkrunarkonunnar minnar eða af vottur Krists mínum munni. Þess vegna hef ég Biblíu frá Gídeonfélaginu á bið- stofu minni og vönduð smárit á tveim borðum úti í horni — og ég hef komizt að raun um, að þetta er mikið lesið.“ „Hvernig vekið þér máls á and- legu ástandi sjúklinganna?“ „Aðferðirnar eru auðvitað marg- ar, og þetta er svo persónulegt og veigamikið atriði, að engin upp- skrift er algild. Þó finnst mér bezt að átta mig á því, hvort Guð sé að gefa mér tækifæri til að hjálpa sjúklingi í andlegum efnum, þegar lokið er allsherjar læknisrannsókn eða meðan verið er að spyrja hann eins og venja er um hagi hans. Sé um seinna tilvikið að ræða og komið er að sálarlífi hans, þá spyr ég: „Eigið þér við nokkur til- finningavandamál að stríða?" Þetta getur verið orðað á ýmsa vegu, en í svarinu kann hann að víkja að mörgum vandamálum og kvört- unum. Þá er auðvelt að benda við- komandi á lœkninn mikla, græðar- ann gæzkuríka, sem getur létt okið og lyft undir byrðina, en ég legg áherzlu á drottinvald hans gagn- vart sérhverjum einstaklingi og vald til að frelsa hvern mann. Sé ég að ljúka allsherjar rann- sókn, ræði ég um hana við sjúkl- inginn. Þá er auðvelt að haga orð- um sínum eitthvað á þessa leið: „Svona virðist mér vera ástatt um líkama yðar. Ég er kristinn læknir, og mig langar til að vekja athygli yðar á, að maðurinn er meira en bein og æðar og líffæri. Hann er andleg vera. Maður getur notið góðrar líkamsheilsu og verið samt 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.