Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 2
Mjög litlar upplýsingar berast úl uin kristna menn á meginlandi Kína. Eftirfarandi viðtal er við unga, kínverska konu, sem hefur flutzt úr landi, og þaíi sýnir, að heilagur andi er að verki í Kína. Viðtalið er skrifað af Jonathan Chao, rektor við guðfræðideildina í Hong Kong. Guð hefur ekki yfirgefið Kína — í hvaða héraði áttir þú heima í Kína? — Ég átti heima í Chekiang héraði. — Hvað voru margir íbúar í þorpinu þínu? - Um það bil 1000. — Hve margar fjölskyldur voru þar? — Um það bil 300. — Eru nokkrir kristnir í þorp- — Já, en aðeins sex fjölskyldur. — En í nágrannabænum? — Það eru nokkrir kristnir menn í þorpi, sem er um það bil tvo kíló- metra í burtu. í þorpi, sem er helm- ingi lengra í burtu, eru margir kristnir. í rauninni eru það um það bil 30% af þeim 100 fjölskyld- um, sem þar búa, sem eru kristnar. — Hvemig vildi það til, að svo margar fjölskyldur í þessu þorpi frelsuðust? — Það vorú tvær eða þrjár fjöl- skyldur í bænum, sem voru óvenju- lega duglegar að vinna fyrir Drott- in. Þær voru raunverulega fúsar til að fórna sér algjörlega í bæn fyrir hinu fólkinu í þorpinu. Þær hjálpuðu öllum, sem þörfnuðust hjálpar þeirra. Þeir, sem ekki voru kristnir, urðu gagnteknir af þessu. Þeim fannst það hlyti að vera stór- kostlegt að vera kristinn. Og þeir fóru einnig að trúa á Drottin. Önnur ástæðan er sú, að þar sem hinir kristnu voru athafnasamir, þar var djöfullinn einnig sérstak- lega athafnasamur. Um tíma voru það margir í þorpinu, sem hlutu lækningu, og illir andar voru rekn- ir út. Það er máttur í bænum hinna kristnu. — Ef einhver verður veikur og hinir kristnu biðja fyrir honum, verður hann þá heilbrigður? — Já, yfirleitt, nema í nokkrum tilfellum, þegar um þrálátan sjúk- dóm er að ræða. En fólk, sem hald- ið er illum öndum, læknast yfir- leitt strax fyrir bæn. niu andarnir flýja strax og hinir kristnu biðja. Þetta er undursamlegt. Þú trúir þessu ef til vill ekki, en ég hef ver- ið vitni að því, að illir andar voru reknir út. — Hvaða áhrif hefur þetta haft á meðal þeirra, sem ekki eru kristnir? — Sjálfsagt hafa þeir fengið það á tilfinninguna, að það sé stórkost- legt að vera kristinn. En kristnir menn í Kína eru ekki viðurkennd- ir í Kína. Þeir þurfa að þola of- sóknir og þjáningar. Það eru marg- ir, sem vilja ekki verða kristnir sjálfir, en bera þó mikla virðingu fyrir þeim, sem eru það. Aðeins þeir, sem eru algjörlega hjálpar- lausir og hcifa engin úrræði, koma til hinna kristnu og biðja um fyrir- bæn. — Er eitthvað fleira, sem leiðir til þess, að fólk frelsast? — Annar mikilvægur þáttur er, mu r Orð GuSs hefur ekki veriS fjötraS í Kína, þrátt fyrir hatramma guSleysistefnu stjórnvalda. — Myndin sýnir ungar stúlkur á götu í Peking. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.