Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 13
Þróunin i þjóðkirkjunni. Hvað um sjálfa þjóðkirkjuna? Eftir að frjálslynda guðfræðin kom fram, hefur hún verið mótuð af fjölhyggju (pluralisme). í staðinn fyrir frjálslyndu guð- fræðina er komin tilverufræði (eksistentialisme) fyrir áhrif frá Þýzkalandi. Kemur hún sérstak- lega í ljós í hreyfingunni Tide- hverv, sem í fyrstu snerist gegn huglægum kristindómi, er lagði áherzlu á trúarreynsluna, en síð- an þróaðist hún á þá lund, að hún kom með stöðuga gagnrýni og af- bökun á hinum sögulegu hjálp- ræðisstaðreyndum og kristilegu líferni. Fagnaðarerindið verður hin til- verufræðilega ákvörðun og kristi- leg siðfræði verður ákvörðun ein- staklingsins gagnvart náunganum. í reynd táknar það, að margir áhangendur þessarar hreyfingar eru fylgjandi frjálsum fóstureyð- ingum, samlífi utan við hjóna- band, ,,óskjalfestum“ hjónabönd- böndum, já, í stuttu máli, algerlega veraldlegu líferni. Á síðustu tveim áratugum hef- ur einingarhreyfingunni (den öku- meniske bevægelse) vaxið fylgi undir forystu Johs. Aagaard, dósents. Hann er fulltrúi þriðja þróunar- stigs einingarhreyfingarinnar, sem leggur áherzlu á athöfn. Lúthersku kenningunni um tvenns konar valdsstjóm (tvö regiment) er hafn- að og hlutverk kirkjunnar og hins veraldlega ríkis talið vera eitt og hið sama. Menn hafa t.d. fengizt mjög við það að styðja uppreisnar- hreyfingar í kynþáttabaráttunni o.s.frv. Þessi einingarhreyfing hefur sér- staklega áhrif meðal kristniboðs- félaganna og í hugsunum og rök- ræðum í sambandi við kristniboðs- guðfræði. Hins vegar hefur tilveruguðfræði Tidehvervshreyfingarinnar verið sérstaklega áberandi í háskólum, kennaraskólum og vissum presta- samkundum. Hægri fylkingararmur þjóðkirkjunnar. Á síðustu árum hafa menn neyðzt til þess að gera ráð fyrir hægri fylkingararmi kirkjunnar, og þar hafa KFS (Kristilega stúd- entahreyfingin) og MF (Safnaðar- prestaskólinn) orðið fyrir mest- um áhrifum frá Noregi. Þessi hægri fylkingararmur er ekki að öllu leyti samkynja. Sumir aðhyllast hákirkjulega stefnu (þar er m.a. um að ræða hóp, sem kall- ar sig Kirkens Ja og Nej), aðrir eru mjög lágkirkjulegir (þar er m.a. um að ræöa LM og ELM). Enn aðrir hafa hins vegar af- stöðu til kirkjunnar, sem lýsa má þannig: í kirkju fyrir hádegi á sunnudag og í trúboðshúsinu á sunnudags- kvöld. Einnig er mismunur hvað snertir skilning á Biblíunni, skírninni og kvöldmáltíðinni. Allir eru sammála um að hafna þeirri guðfræði og boðun, sem grefur undan Biblíunni og breiðzt hefur óhugnanlega út innan þjóð- kirkjunnar, svo að við höfum t.d. allmarga presta, sem hafa gifzt tvisvar eða þrisvar sinnum. Aðrir búa með konu án þess að vera giftir. Hins vegar er hægri armurinn ekki hiklaust sammála, þegar hann á að setja fram einhvern annan valkost í þessum kringumstæð- um. Og þó gerist margt gleðilegt. KFS er um það bil að hefja starf á flestum námsstofnunum eða komast í samband við þær. Bæði í Árósum (í Safnaðarprestaskólan- um) og í Kaupmannahöfn (í Dansk Bibelinstitut) er veitt guðfræði- kennsla, bæði til uppfyllingar og sem valgrein. Og þó nokkrir biblíu- trúir prestar eru komnir vel á veg í starfinu í sóknum sínum. Á fimm árum hafa sprottið upp 12—13 kristilegir, óháðir skólar. Unnið er að því af alvöru bæði að stofna kristilegan menntaskóla og kristilegan kennaraháskóla. Góð aðsókn er að biblíuskólum Heimatrúboðsins og Lútherska kristniboðsfélagsins (LM). Miklu er dreift af góðum, kristilegum bókum, og margt fólk safnast sam- an á stöðum, þar sem kristilegar samkomur eru haldnar á tjaldbúða- stöðum á sumrin (bibelcamping) og við fleiri tækifæri. Jú, við lif- um á spennandi tímum, sem gefa fögur fyrirheit. Og jafnframt koma spumingamar: Tekst hægri fylkingararminum að varðveita einkenni sín og and- legan kraft og hafa raunveruleg áhrif á hina mjög andlegu örkuml- „FiskámensisrrJr" Síðastliðinn vetur var sýndur í íslenzka sjónvarpinu myndaflokk- ur, sem hét „Fiskimennirnir". Þótti ýmsum vera dregin upp heldur dapurleg og einhliða mynd af trú- uðu fólki á Vestur-Jótlandi í Dan- mörku, og hefur orðið vart sömu skoðunar meðal fólks víðar á Norð- urlöndum, þar sem myndaflokkur- inn hefur birzt í sjónvarpi. Norski predikarinn S. A. Ryborg heimsótti fyrir nokkru byggðir danskra fiskimanna við Norðursjó. í blaðaviðtali segir hann m.a.: „Þarna er einn þeirra staða ó landinu, þar sem er hvað blóm- legast andlegt líf. Það er venja, þegar haldin er árlega kristniboðs- vika, að fiskimennirnir taki þátt í samkomunum. Þeir róa ekki, þó að vel gefi, og ungt fólk, sem er í vinnu á öðrum stöðum, reynir að fá frí í viku til þess að vera heima á þessum tíma. Og þá eru sam- komur haldnar á morgnana, sið- degis og á kvöldin, og það er fullt hús". ^__________________________________ uðu, já, oft andlega dauðu þjóð- kirkju? Eða verður klofningur í þjóð- kirkjunni vegna hinna margvís- legu „trúarbragða“, sem eru inn- an hennar? Eða mun hægri armurinn glata stefnu sinni og sannfæringu og samlagast meir eða minna öllu öðru í hinum breiða faðmi þjóðkirkj- unnar? Það veit Guð einn. Og einstakl- ingurinn getur aðeins orðið til var- anlegrar blessunar og gagns, ef hann er bundinn orði Guðs og fyrir- heitum. Flemming Kofod-Svendsen. Höfundur er fyrrverandi aðalfram- kvæmdastjóri í dönsku, kristilegu stúdentahreyfingunni, nú aðstoðar- prestur í Birkeröd í Danmörku. Grein- in er þýdd úr norska tímiritinu Credo. Bók iiiii stofnandann í sambandi við frétt hér í blað- inu um afmæli KFUM og KFUK í Reykjavík má geta þess, að Prentsmiðjan Leiftur áformar að gefa út bók um upphafsmann K F U M - hreyfingarinnar, enska verzlunarmanninn Georg Williams. Elr von á bókinni síðar á þessu ári. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.