Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.01.1979, Blaðsíða 14
TVEIR VINIR KVADDIR Það sem af er þessum vetri hef- ur samfélag trúaðra i Reykjavík átt á bak að sjá tveim kærum bræðrum, sem kallaðir hafa verið heim með stuttu millibili. Þorkell Pálsson, bifreiðasmiður, andaðist 7. nóvember. Hann var fæddur 29. sept. 1921. Andlát hans kom öllum á óvart. Hann hafði kennt lasleika um stutt skeið, en okkur hafði ekki órað fyrir, að svona mundi fara. Þorkell var son- ur hjónanna Margrétar Þorkels- dóttur og Páls Sigurðssonar, sem bæði voru áhugasamir þátttakend- ur í kristilegu starfi alla tíð. Þor- kell var sjálfur meðlimur í KFUM frá barnæsku og tók mikinn þátt í Jesús gefur gjafir Framhald af bls. 4. ur hafa verið ritaðar um gjafir Guðs, en í Biblíunni sjálfri finn- um við gjafir Jesú og getum feng- ið að taka á móti þeim. Þar er okk- ur sagt frá öllum fyrirheitunum, sem við megum tileinka okkur. Lítum til dæmis á orð Jesú í Jóh. 14,27: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður“. All- ur heimurinn hrópar á frið. En friður Jesú er ekki neinn „vopna- hlés-friður“, heldur miklu dýpri og varanlegri friður, sem aldrei verð- ur hægt að lýsa rétt í orðum. Sá friður helzt, þótt ófriður ríki í kringum okkur. Aðrar dýrmætar gjafir Jesú heita til dæmis fyrirgefning, styrk- ur, handleiðsla, von, blessun, þolin- mæði, kraftur, gleði. Já, svona mætti lengi telja. En ekki eru allar gjafir Jesú alltaf jafnþægilegar í fyrstu. Og stundum gefur hann okkur eitt- hvað, sem við höfum alls ekki beð- ið um og kærum okkur helzt ekki um að fá. Og þá getur oft verið erfitt að sjá tilganginn með þeirri gjöf. En af því, að gjafir Jesú eru öðruvísi en gjafir þessa heims, get- um við alltaf verið þess fullviss, að það, sem hann gefur okkur, verður okkur til góðs, þótt síðar verði. Ef við hvílum í hendi Guðs og tökum við gjöfum hans með þakk- starfi félagsins. Hann var sveitar- stjóri og kennari í sunnudagaskóla félagsins um langt skeið. Hann var áhugasamur í kristniboðsflokki fé- lagsins meðan hann starfaði og auk þess var hann formaður í einni deild Gídeonfélagsins í Reykjavík. Þorkell var einn af þeim kyrr- látu og traustu mönnum, sem hverjum félagsskap er svo mikils virði að eiga. Hann var ávallt á sínum stað og til reiðu, er á þurfti að halda. Hann átti ljúfmannlega framkomu og gott viðmót. Hans er sárt saknað. Við blessum minningu hans og biðjum ástvinum hans blessunar Guðs. læti, þá getum við lifað og dáið örugg. Því að stærstu gjöfina eig- um við að fá, þegar þessu lífi er lokið. Það er eilíft líf með Jesú. Við, sem ennþá lifum hér á jörð, eigum eftir að opna „böggulinn" með eilífa lífinu. En við vitum, að við fáum hann. Fyrirgefningu syndanna höfum við þegar fengið, og við höfum sannreynt, að fyrir- heiti Guðs standast. í styrkleika þeirrar vonar lifum við þessu harðneskjulega og oft erfiða lífi. Og í fjarska ég eygi þau unaðarlönd, þar sem ástríða ríkir ei blind. Þar ei freisting nein tælt getur fáráða önd, svo ég falli í læging og synd. Þar ég losna að eilífu ótta þann við, að ég óhlýðnist Drottins míns raust. Þar í baráttu stað hef ég fundið þann frið, sem mér færa mun huggun og traust. Þegar lokast mín augu og allt hverfur sýn, sem í örmum sér jörð þessi ber, fyrir augum mér staðurinn eilífi skín, sem að óljóst. ég greina fékk hér. Þó að bústaður sá, sem þar búinn er mér. muni bera langt von minni af, þá samt meiri og dýrlegri öllu þar er æ sú elska, sem frelsið mér gaf. (B.E.). Edda Gísladóttir. (Edda á heima í Mosfellssveit. Hún stundar nám í Kennaraháskólanum). Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri, var sem kunnugt er einn meðal þeirra, er fórust í hinu hörmulega flugslysi, er Loftleiðaflugvélin fórst við Shri Lanka 15. nóv. s.l. Ásgeir var fæddur i Reykjavík 2. ágúst 1930. Hann kom snemma í KFUM og átti þar brátt sitt ann- að heimili. Barnatrú hans varð að þroskaðri, persónulegri trú. Hann fór aldrei dult með, hvers virði honum var trúin á Jesúm Krist, og vitnaði af djörfung um trú sína, er færi gafst. Hann tók þátt í barnastarfi fé- laganna, og voru honum falin ýmis trúnaðarstörf í þeirra þágu. Hann var um skeið í stjórn KFUM í Reykjavík og enn fremur í stjórn Sambands íslenzkra kristniboðs- félaga. Ásgeir naut óskoraðs trausts og virðingar allra, sem kynntust honum. Framkoma hans var í senn virðuleg og alúðleg. Bæði undir- menn hans og yfirmenn mátu hann mikils og báru virðingu fyrir trú hans. Með fráfalli Ásgeirs er stórt skarð höggvið í hóp þeirra, sem unna málefni Jesú Krists. Hans er sárt saknað þar, en sárastur er þó söknuðurinn hjá konu hans og börnum. En þau vita, að látinn lifir, og trúin á hinn upprisna frels- ara hefur veitt þeim huggun og styrk á þessum sorgardögum. Blessuð sé minning Ásgeirs, og Guð blessi og styrki ástvini hans. „Drottinn gaf, Drottinn tók. Lofað sé nafn Drottins". Ástr. Sigursteindórsson. VENEZÚELA: Ahrif orðsins MaSur nokkur gekk fimm klukku- stundir í hálendi Venezúela til þess að komast í kirkju. Hann beiddist þess aS mega ganga i söfnuSinn. Þegar hann var spurSur, hver hefSi sent hann þangaS, svaraSi hann: — Fyrir tveimur mánuSum tór ég meS áœtlunarbíl gegnum þorp nokkurt. A bíIstöSinni var maSur, sem gaf mér guSspjall Jóhannes- ar. Ég las þaS, og nú er ég orS- inn kristinn maSur. Ég biS ykkur aS leiSbeina mér, svo aS ég skilji meira f orSi GuSs. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.