Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 15
ust, hafði Blanche stöðu við leik- hús eitt, þar sem hún sýndi fim- leika. Þessar tvær manneskjur voru jafnokar í fimleikum. Og leikhús- stjórarnir sögðu oft sín á milli, að þau mundu geta komizt langt fram yfir það, sem venjulegt var, ef þau vildu sýna fimleika saman. Þau ákváðu loks að bindast slíkum sam- tökum. Þau giftust, og það Vcir þegar í stað auglýst, að „hinir heimsfrægu loftfimleikamenn, Wal- fredshjónin“, ættu að sýna listir sínar. SÚ loftfimleika-íþrótt, sem fyrst og fremst gerði þau fræg, var ann- ars óþekkt á þeim tímum. Hún var fólgin í því, að Blanche sveiflaði sér fram og aftur í fimleikarólu sinni hátt uppi yfir höfðum áhorf- endanna. Og það er bezt að bæta því við strax, að ekkert öryggis- net var haft á þeim tímum. Allt í einu varpaði hún sér með glæsilegu heljarstökki yfir til Eugene, sem hékk í sinni rólu með höfuðið niður. Hann greip hana í loftinu, og er þau nú sveifluðust saman með ofsahraða hátt uppi í loftinu, gætti Eugene þess, þegar vel stóð á, að snúa Blanche við og sveifla henni aftur til baka til hennar eigin rólu. Síðar meir hefur þessi íþrótt verið endurbætt mikið, bæði með tveim og þrem heljarstökkum, með hraða, sem hefur verið mældur sextíu enskar mílur á klukkustund. En á þeim tímum, þegar Blanche °g Eugene sýndu þessar fífldjörfu listir, var það talið vekja mesta athygli og æsing af öllum listum í rólunni. Nokkrir munu enn muna eftir Blanche, er hún sleppir tökunum °g þýtur af stað eins og blálitur fugl á flugi sínu í áttina til Eugene. Tíu þúsundir manna sáu hana þannig, mállausir af spenningi og titrandi af hrifningu, því að allir vissu, að örlitil skökk hreyfing eða minnsti skortur á árvakurri athygli mundi hafa dauðann í för með sér fyrir annað þeirra — eða bæði. Á meðan á þessari sjaldgæfu, lífshættulegu íþrótt stóð, ríkti alltaf dauðaþögn. En jafnskjótt og henni var lokið, hófust ærandi og tryllingsleg hrifningaróp upp til listamannanna. Blanche var vön því, á meðan fagnaðarlætin ólguðu fyrir neðan hana, að setjast upp í róluna sína eins og köttur, sem verið var að gæla við, og þaðan sendi hún koss á fingri niður til þessa ólgandi mannhafs fyrir neðan, sem var tryllt af hrifningu. Eða eins og hún sagði frá seinna: „Mér fannst sem þessi miklu fagn- aðarlæti kæmu upp til mín eins og gnýr frá ólgandi hafi. Það steig mér til höfuðs eins og sterkt vín. Ég var altekin af þeim, allan tím- ann, sem þau stóðu yfir.“ Þó að þessir loftfimleikar hefðu ekki nein slæm áhrif í för með sér eftir á, var allt lífið í fjölleikahús- inu þrungið svikulu og syndsam- legu andrúmslofti. Og nær því allar aukasýningar voru ekkert annað en gróðabrall, sem hafði enga þýðingu aðra en þá að skemmta fólki og hafa út úr því peninga. „Konan með ljónsandlitið“, „Villimaðurinn frá Bomeó“, „Feitasta konan í heimi“, „Fastandi konan“ og „Skeggjaða konan“ voru allt sýningar, sem hægt var að setja í þann flokk. Því að „Fastandi konan“ snæddi alltaf ljúffengan morgunverð og fékk á hverju kvöldi máltíð með buffi og lauk. Og hún fékk sér líka blund um miðjan dag, ef tíminn var ekki of áskipaður. — Halló, Sonny, kallaði kona nokkur til lítils drengs, sem stóð í dyrunum á tjaldinu þar, sem „Skeggjaða konan“ bjó. — Er „Skeggjaða konan“ móðir þín? — Nei, hún er pabbi minn, svar- aði drengurinn. DAG nokkurn, í hléi milli tveggja sýninga, kom nokkuð fyrir, sem breytti öllum áformum Eugene og Blanche. Tímasprengja sem lík- lega hafði verið ætlað að hitta svikulan bókhaldara, er bjó á hóteli í nágrenninu, sprakk, og Blanche særðist illa. Sjúkrabíllinn ók með hana heim, og hún lá í margar vikur milli heims og helju. Mestan hluta þess tíma var hún sljó og meðvitundar- laus. Það varð því að rifta öllum samningum, sem gerðir höfðu ver- ið fyrir næsta tímabil. Seinni hluta sunnudags eins kom kona ein og hringdi dyrabjöllunni. Hvorugt þeirra vissi, hver hún var eða hvaðan hún kom. Það leit út fyrir, að hún gengi á milli íbúð- anna á hæðinni og bæði fólk um að koma til kirkju. Það var Eugene, sem fór til dyra. Hann sagði henni frá Blanche og spurði hana vingjamlega, hvort hún vildi ekki koma inn fyrir og heilsa henni. Eugene hafði verið mjög beygð- ur í margar vikur vegna þess, hve ástand konu hans var slæmt, og fannst honum því, að hann væri mjög einmana og yfirgefinn. í fyrsta sinn á ævinni var svo komið fyrir honum, að hann gat ekkert aðhafzt. Hann var heima allan daginn við sjúkrabeð Blanche. Hann elskaði hana innilega, þó að hjónaband þeirra hefði verið stofn- að vegna sameiginlegra áhugamála þeirra. En öll hin áhættusömu stökk í loftinu, sem þau höfðu tekið sam- an, jafnframt því með hve mikl- um yndisleika og virðuleika hún sýndi ávallt listir sínar, hafði hún smám saman vakið hjá honum innilega ást til hennar. Hann vissi einnig, að læknirinn var alls ekki öruggur um framtíð hennar. Og í þessari aðstöðu fann hann betur en nokkru sinni á ævi sinni eigin vanmátt sinn og getu- leysi. Hann gat ekki gert neitt fyrir þessa elskulegu konu. Líf hennar virtist fjara út hægt og hægt. Það var heldur ekkert frá liðn- um dögum, sem gat veitt honum nokkra stoð eða uppörvun á þess- um þungbæru, dimmu og vonlausu stundum. — Hér erum við, sagði hann við sjálfan sig, — í bæ, þar sem við höfum sýnt loftfimleika — afrek yfir fjörutíu sinnum. Samt sem áður er ég aleinn með sorg mína hér. Ég er einn í þessum dimma dal, án leiðsögumanns — og án ljóss. ÞEGAR þessi ókunna og óþekkta kona barði að dyrum og kom inn, hafði Blanche einmitt meðvitund. Hún hafði enn við og við rænu stutta stund í einu. Eftir stutt sam- tal, sem fór fram með meiri eða minni taugaóstyrk, spurði ókunna konan, hvort hún mætti biðja bæn. Á meðan á bæninni stóð, hvarf henni allur taugaóstyrkur. Og þó að bæn væri óþekkt fyrir- brigði í lífi Blanche og Eugene, fundu þau bæði, að það var eins og andrúmsloftið yrði léttara. Þau eygðu aftur svolítinn vonarneista. Áður en konan fór, lagði hún Jóhannesarguðspjall við rúm sjúkl- ingsins, án nokkurra frekari skýr- inga. Þetta var fyrsta og eina rit 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.