Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 19
fullt af fólki, félagsmenn og að- standendur þeirra ásamt boðsgest- um. Meðal annars sem fram fór á hátíðinni, var inntaka átta nýrra félaga. Einn þeirra var Jóel Fr. fngvarsson, sem var formaður K-F.U.M. í Hafnarfirði í meir en 60 ár. Það varð síðan fastur liður í fé- lagsstarfinu að halda afmælishátíð í byrjun febrúar ár hvert, þó ekki væru þær með jafnmiklum hátíðar- brag og eins árs afmælið. Þegar K.F.U.M. hafði fest kaup á húsinu Bristol, var brátt farið að huga að auknu sarfi og fjölga starfsgreinum. Sunnudagaskóla fyrír börn starfræktu K.F.U.M og K. í sameiningu, sömuleiðis al- mennar samkomur, yfir tímabilið október til maí ár hvert. Sunnu- dagaskólinn var lengi eini sunnu- dagaskólinn í bænum, en lagðist af árið 1975, hafði verið mjög lítið sóttur síðustu árin. Bókascifni til útlána, með lesstofu, var komið upp á vegum K.F.U.M. árið 1920. Þessi starfsemi stóð að- eins um þriggja til fjögurra ára skeið. Bækurnar höfðu gengið úr sér. Auk þess kom önnur ástæða til, sú, er einn af stjórnarmönnum K.F.U.M., Gunnlaugur S. Stefáns- son ræddi eitt sinn á stjómarfundi. Hann kvaðst hafa veitt því athygli, að piltar, sem sátu á lesstofunni við lestur, yfirgáfu staðinn skömmu áður en endað var með lestri Guðs orðs og bæn. Fleiri stjómarmenn kváðust hafa tekið eftir hinu sama. Vonbrigðin leyndu sér ekki, enda hafði lesstofan verið stofnsett í góðri trú. Snemma árs 1924 var hafin út- gáfu á litlu blaði. Það kom út mán- aðarlega. Nafn þess var K.F.U.M., og kom út 1924 og 1925, en lagðist uiður með tilkomu Mánaðarblaðs K.F.U.M. í Reykjavík, sem hóf göngu sína í ársbyrjun 1926. Ýmislegt fleira má nefna, sem K.F.U.M. í Hafnarfirði hefur stofn- sett og starfrækt um lengri eða skemmri tíma. Burstagerð var starfandi í nokkur ár. Knattspymu- félagið Haukar var stofnað á veg- um K.F.U.M. hinn 12. apríl 1931, á 20. afmælisári félagsins. Haukar uiinntúst fimmtugs afmælisins ^eð ýmsu móti, m.a. gaf félagið Ut veglegt afmælisrit síðastliðið vor, og nú á s.l. jólaföstu kom út vandað jólablað, sem segir frá starfi Hauka í máli og myndum. Séra Friðrik lét þá ósk í ljós, þegar Haukar vom á bernskuskeiði, „að litlu Haukamir mættu síðar verða stórir Valir“. En Knatt- spyrnufélagið Valur var stofnað á vegum K.F.U.M. í Reykjavík. Ekki verður annað sagt en að ósk séra Friðriks hafi ræst. Kristniboðsdeild hafa félögin haft sameiginlega innan sinna vé- banda, Kristniboðsdeild K.F.U.M. og K. — Þá héldu félögin einnig sameiginlega uppi biblíulestrum um árabil undir leiðsögn Bjama heitins Eyjólfssonar. Barna- og unglingastarfi halda félögin uppi, að hefðbundnum hætti, K.F.U.K. fyrir telpur (Y.D.) og stúlkur (U.D.) og K.F.U.M. á sama hátt fyrir drengi og pilta. Fundir em jafnan vikulega í hverri deild. Aðaldeildarfundir eru síðan hjá K.F.U.K. einu sinni í mánuði, en hjá K.F.U.M. hafa þeir legið niðri um sinn. Kaldársel Sumarstarfi hafa bæði félögin haldið uppi um áratugi: Kald- æingar K.F.U.M. og Sumarstarf K.F.U.K. Skálinn í Kaldárselj var byggð- ur vorið 1925 og vígður 25. júní það ár. Skálinn var byggður sam- eiginlega af Hafnfirðingum og Reykvíkingum, en að nokkrum ár- um liðnum gáfu félagsbræðumir í Reykjavík sinn hluta í sameign- inni. Síðan hefur skálinn í Kaldár- seli verið eign K.F.U.M. í Hafnar- firði. Hann var upphaflega rúmir 60 m2, að flatarmáli, en hefur síð- an verið stækkaður tvisvar og er nú rúmir 200 m2. Fyrstu árin var skálinn í Kald- árseli mest notaður til þess að dvelja þar um skamman tíma í senn, svo sem um helgar, og eiga margir góðar endurminningar frá slíkum ferðum í Kcddársel. Fyrsti dvalarflokkur í Kaldár- seli var dagana 24. júní til 31. júlí 1929. í honum vom 30 drengir, og urðu nokkrir að sofa í tjaldi, þar sem ekki voru nema 24 rúm í húsinu. Forstöðumaður þessa fyrsta flokks var Jóel Fr. Ingvars- son og ráðskona frú Valgerður Erlendsdóttir, kona Jóels, og með henni Halldóra Einarsdóttir. Síðan hafa margir flokkar dvalið í Kald- árseli. Þó var það ekki reglubund- ið næstu ár. En allt frá 1940 hef- Morgunþvottur viB Kaldá. ur starfið verið reglubundnara og fullskipaðir flokkar dvalið í „Sel- inu“, flest árin, lengst af tveir drengjaflokkar í einn mánuð hvor og einn telpnaflokkur á vegum Sumarstarfs K.F.U.K. í einn mán- uð, eða tveir hálfsmánaðarflokkar. Skálinn rúmar nú 40 böm í senn, auk starfsfólks. Lengstan starfstíma eiga í Kald- árseli ráðskonan Sigrún Jónsdóttir, sem hefur starfað þar í meir en 30 sumur, og Benedikt Amkelsson, guðfræðingur, sem hefur veitt drengjaflokkunum forystu í aldar- fjórðung. Formaður K.F.U.K í Hafnarfirði er nú Guðfinna Gísladóttir og for- maður K.F.U.M. Arngrímur Guð- jónsson. Formaður Sumarstarfs K.F.U.K. er Hanna Ebenesersdótt- ir, og formaður Kaldæinga Guð- björn Egilsson. Saman tekið á jólaföstu 1981. Gestur M. Gamattelsson. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.