Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1987, Page 3

Bjarmi - 01.12.1987, Page 3
 Kemur út tíu sinnmn á ári. Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Kitstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðni Gunnarsson, Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík, símar 17536, 13437. Argjald: Kr. 1.100 innanlands, kr. 1.300 til útlanda. Gjalddagi: 1. mars. Prentun: Borgarprent. EFNI: Staldrað við ...................3 Hið sanna Ijós .................4 Verk Jesú er verk Guðs .........5 Í„Nú föllnu kyni fagna ber" —jólasálmar Brorsons ..........6 Hvað nema Jesú blessað blóð? ...8 Myndin af föður mínum .........10 Sáning á jólum ................11 í brennidepli — Horft út i heim: Þeirkomu .....................12 Við höfum mikla möguleika til fstarfa .......................... 14 Hreyfing til eflingar kristniboði og boðun fagnaðarerindisins 16 Á heimsþingi Alþjóða kristilegu skólahreyfingarinnar .......18 Einn á kjaftinn, séra minnl ...21 Bréf: Kórinn er gott starfstæki .... 24 Bréf: Nóg að starfa á nýju heimili . 25 Bréf: Týndi sonurinn kemur aftur . 26 Frá starfinu ..................28 Úr ýmsum áttum ................29 Biblíuskólinn .................29 Forsíðumynd: Helga Haugerud ÞEIM SEM TORU VIÐ HONUM Öll eigum við hugljúfar minningar tengdar jólum. Þar á meðal eru svipmyndir úr ,jólaguðspjöllum" Nýja testamentisins. Þar er þó ekki allt jafnhugljúft. I jólaguðspjalli Lúkasar er sagt frá því að Jesús haf! verið lagð- ur í jötu vegna þess að „eigi var rúm handa þeim í gistihúsi" (Lúk. 2,7). Natteus greinir frá viðbrögðum Heródesar við fæðingu Jesú og segir að hann „varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar tvævetur og yngri" (Natt. 2,16). Jóhannes segir um Jesúm í sínu jólaguðspjalli að „hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum" (Jóh. 1,11). Þannig voru móttökurnar sem Jesús fékk og við fyllumst e.t.v. vandlætingu. En það má spyrja: Hvernig móttökur hefði hann fengið ef hann hefði fæðst okkar á meðal árið 1987? Ætli möt- tökumar hefðu verið betri? Einhverjum kann að fínnast þetta óraunhæfar spurningar, en spyrjum þá: Hvernig höfum við tekið við boðskap hans sem fæddist í Betlehem fyrir tæpum tvö þús- und ámm? Tökum við orð hans alvarlega? Fær hann ■ rauninni nokkuð meira rúm hjá okkur en í Betlehem forðum? Er ekki eitthvað allt annað en hann sem fyllir líf okkar, tekur tíma okkar og mótar viðhorf okkar? Hann var óvelkominn. E.t.v. hefði fóstureyðing vofað yfir hon- um á íslandi nútímans? E.t.v. hefði hann bara gleymst í efnis- hyggju og lífsgæðakapphlaupi samtímans? E.t.v. hefði hann ver- ið „stimplaður" ofsatrúarmaður og ekkert mark tekið á honum? Þannig má spyrja og velta vöngum, en þó skiptir mestu máli að við spyrjum okkur sjálf hvert og eitt, hvernig við tökum á móti Jesú Kristi, nú á þessum jólum og raunar dag hvern. Hann á erindi við okkur. Hann stendur við dyr lífs okkar og knýr á. Við þurfum á honum að halda. Hann kom til þess að frelsa okkur. „Yður er í dag frelsari fæddur". Og Jóhannes guðspjallamaður bætir við þegar hann hefur lýst þvl með trega að hans eigin menn tóku ekki við honum: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans" (Jóh, 1,12). Guð gefi okkur náð til þess. Gleðileg jól í Jesú nafni. GJG

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.