Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1987, Page 4

Bjarmi - 01.12.1987, Page 4
Hið sanna ljós Helga St. Hróbjartsdóttir, kennari. Aftur jól, gleðileg jól. Það er hreyfíng á fólki. Hyert eru allir að fara? I eina tíð, segir sagan, komu vitringar frá Austurlöndum. Vitrir menn, þeir horfðu til himins. Stjarnan skæra, sem bar fyrir sjónir þeirra <j bar birtu, birtu, sem varð að Ijósi innra með þeim, fullvissu um stórviðburði meðal manna. Nú var konungur fæddur mestur meðal bræðra. Hvar? Og þeir komu og sögðu: ----Hvar er hinn nýfæddi konungur? Allir voru í önnum. Allar götur iðandi af mannlífí. Fólkið var að framkvæma skipun yfírboðarans. Hlýðnast boði drottnarans. Þarna voru sigraðir menn, þrælar hins sterka. ----Vér sáum stjörnu hans. Dýrð hans birtist meðal mannanna. 1 „Dýrð Drottins Ijómaði íkringum þá. “ N.ú er í dag verslun og viðskipti, iðandi mannlíf. Fólk að framkvæma boð drottnarans. Þrælar síns tíma. Sigraðir menn. Vitrir menn sáu stjörnu hans renna upp. Hvar er hinn nýfæddi konungur? ----Vér erum komnir til þess að veita honum lotningu, konungi konunganna, drottni drottnanna. Hvar? „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á ef einhver heyrir raust mína...“ i gegnum skarkalann. * „Friður á jörðu með þeim mönnum. “ „En farðu til bræðra minna og seg þeim:----- Ég hef séð Drottin. “ Helga St. Hróbjartsdóttir 4

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.