Bjarmi - 01.12.1987, Síða 14
HORFTÚTÍHEIM
Viðtal við dr. Joachim Drechsel, framkvæmdastjóra
Qnadau-hreyfingarinnar í Austur-Þýskalandi:
—Við höfum mikla
möguleika til starfa
Þaö kcmur e.t.v. á óvart að heyra
aö í Austur-Þýskalandi er starfandi
evangelísk leikmannahreyfing innan
lúthersku kirkjunnar. Meölimir eru
um 25.000 og starfsemin fjölbreytt.
Dr. Joachim Drechsel er nýorðinn
framkvæmdastjóri hreyfingarinnar og
Bjarmi tók hann tali í haust á EUR-
IM-Evrópuráðstefnu heimatrúboðs-
hreyfinga í Danmörku. Hann var
spurður um hreyfinguna og aðstæður
kirkju og kristinna manna í heima-
landi sínu, en fyrst var hann beðinn að
segja örlítiö frá sjálfum sér:
— Ég ólst upp á kristnu heimili og
komst snemma í samband við Gna-
dau-hreyfinguna („Evangelisch-Kirc-
hliches Gnadauer Gemeinschaft-
swerk in der DDR“). Á námsárunum
hafði ég mestan áhuga á stærðfræði og
náttúruvísindum og ætlaði að leggja
stund á frekara nám í stærðfræði. En
þegar ég var 19 ára fékk ég köllun frá
Guði um að þjóna í ríki hans sem
prestur. Mig langaði ekki til þess,
stærðfræðin heillaði. Ég barðist á móti
um hríð, en vissi þó innst inni að það
þýddi ekkert. Það var erfið ákvörðun
fyrir mig að breyta áformum mínum
og hefja nám í guðfræði og ég óttaðist
að það gæti haft í för með sér vissa erf-
iðleika fyrir mig.
En ég tók loks ákvörðun og á með-
an ég var við nám í guðfræðinni var
starfandi 15-20 manna hópur úr Gna-
dau-hreyfingunni í heimabæ mínum
sem bað fyrir mér daglega. Sá hópur
og fleira fólk varð mér til mikillar
hjálpar og stuðnings meðan á náminu
stóð. Ég fór svo í frekara nám og var
síðan kennari í guðfræði þar til fyrir
skömmu að ég hóf störf sem fram-
kvæmdastj óri Gnadau-hreyfingarinn-
ar.
— Hvers konar hreyfing er Gna-
dau-hreyfingin?
— Hún á, eins og nafnið bendir til,
vissar rætur að rekja til Gnadau, sem
er lítill bær í miðju landinu, nálægt
Magdeburg. Árið 1888 var haldin þar
fyrsta ráðstefna guðfræðinga og
leikmanna í félögum og samfélags-
hópum innan mótmælendakirkjunnar
í Þýskalandi. Þátttakendur voru 68
guðfræðingar og 74 leikmenn. Á þeim
tíma var ríkiskirkja í landinu líkt og
þið hafið á Norðurlöndum.
Þeir sem þarna voru saman komnir
sáu að ástandið í kirkjunni var slæmt.
Frjálslynd guðfræði var ráðandi,
prestar voru fáir — sumsstaðar, t.d. í
Berlín og Hamborg var aðeins einn
Dr. Joachim Drechsel: „Það var erflð
ákvörðun að breyta áformum mínum og
hefja nám i guðfræði."
prestur í 14-16 þúsund manna söfnuði
—, trúarsamfélag var af skornum
skammti og sárafáir sóttu guðsþjón-
ustur. Þeim var því ljós þörfin fyrir
úrbætur og nýjar leiðir í starfi kirkj-
unnar og byrjuðu að koma á fót og
byggja upp litla samfélagshópa sem
víðast. Þeir reyndu að ná til fólks, sem
hafði verið skírt sem börn, en hafði
jafnvel aldrei komið í kirkju síðan. Þá
vildu þeir senda út predikara til starfa
með prestunum í mótmælendakirkj-
unum. Því var hafnað af kirkjuleið-
togunum og því haldið fram að það
væri óþarfi, prestarnir nægðu. Það
leiddi síðan til þess að nauðsynlegt
reyndist að stofna sjálfstæða hreyf-
ingu fólksins í samfélagshópunum og
þeirra sem fagnaðarerindið hafði náð
til. Þannig varð til hreyfingin „Deutsc-
he Verband fúr evangelische Ge-
meinschaftsplege und Evangelisa-
tion“, einnig kölluð Gnadau-samtök-
in. Þetta gerðist árið 1897.
Við lok síðustu aldar varð mikil
trúarleg endurnýjun víða í landinu og
fólk var margt mjög opið fyrir fagnað-
arerindinu, sérstaklega í suðurhluta
landsins, þar sem gamla heittrúar-
stefnan (pietisminn) hafði ítök í fólki.
Gnadau-hreyfingin á vissar rætur að
rekja til pietismans og vildi jafnframt
halda áfram siðbótarstarfi Lúthers.
Hóparnir sem stofnaðir voru höfðu
þann tilgang að mynda samfélag fyrir
þá sem trúa á Jesúm Krist og vilja taka
þá trú alvarlega.
Eftir því sem hóparnir stækkuðu og
þeim fjölgaði óx þörfin fyrir meira
skipulag. I kringum 1910 höfðu einnig
komið til áhrif frá meþódistum og
baptistum og leiðtogarnir í Gnadau-