Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 17
verið á brennandi málum varðandi
kristniboð. Lausanne-hreyfingin er
eiginlega ekki „grasrótarhreyfing“,
heldur eins konar keðja leiðtoga til að
koma á sambandi og miðla upplýsing-
um og hvatningu, sem þeir síðan
miðla áfram hver á sínum vettvangi.
Engin afstaða er tekin til „kirkjupóli-
tískra deilumála“ og því getur hreyf-
i.ngin orðið til sameiningar og hvatn-
ingar án þess að nokkur sé þvingaður
til að leggja af sérkenni sín eða taka
þátt í einhverju sem stríðir gegn sann-
færingu hans.
— Hvaða gildi hefur Lausanne-
hreyfingin haft?
— Ótrúlega mikið, ekki hvað síst
fyrir leiðtoga frá þriðja heiminum.
Lausanne-hreyfingin hefur án efa átt
sinn þátt í að „ungu kirkjurnar“ fóru
sjálfar að stunda kristniboð. Á undan-
förnum fimmtán árum hefur kristni-
boðum frá þriðja heiminum fjölgað úr
3.000 í 30.000 og 200 ný kristniboðs-
félög hafa verið stofnuð. Auk þess
hefur áherslan á að ná til þeirra sem
aldrei hafa heyrt aukist verulega. Það
er ekki nóg að hugsa bara í þjóðum og
þjóðlöndum, heldur verðum við að
hugsa um einstaka þjóðflokka. Þró-
unin innan Alkirkjuráðsins og meðal
rótgrónu kirkjudeildanna er einnig
jákvæð. Lausanne-hreyfingin og
leiðtogar hennar hafa stuðlað að því
að trúboð er nú efst á blaði í mörgum
kirkjum sem mótuðust mest af frjáls-
lyndri guðfræði og litlum áhuga á
beinu kristniboði. f>á hafa guðfræði-
leg áhrif verið mikil þannig að tekist
hefur að beina sjónum að Jesú Kristi
sem einu leiðinni til frelsunar, í guð-
fræðideildum og háskólum sem áður
einkenndust af óljósri trúarbragða-
blöndu.
Enda þótt samkirkjulegt starf sé í
sjálfu sér ekki takmark Lausanne-
hreyfingarinnar, finnst okkur að
kristnir menn frá ólíkum kirkjudeild-
um og söfnuðum nái saman á sérstak-
an hátt í hreyfingunni, vegna þess að
þeir keppa allir að sameiginlegu
markmiði. Það er eins og einingin sé
viðbótarblessun og sérstök gjöf Guðs.
Fyrir mig hefur sambandið við Lau-
sanne-hreyfinguna haft endurnýjun í
för með sér í starfi mínu sem prestur
og beint athyglinni að boðun orðsins
og kristniboði bæði heima og erlendis.
Hlutverk okkar er ekki að halda ein-
hverju kirkjulegu starfi gangandi,
heldur eigum við að prófa allt sem við
gerum á því hvort nýir ávinnast til
trúar og kirkjan vex. Þá hefur Lau-
sanne-hreyfingunni tekist að mér
finnst að brúa bilið milli nýrri hreyf-
inga, s.s. náðargjafavakningarinnar,
og eldri fastmótaðri hreyfinga og
kirkna.
— Hverjir geta verið með í Lau-
sanne-hreyfingunni?
— Hreyfingin er skipulögð með
nokkuð ólíkum hætti í hinum ýmsu
löndum. í Noregi höfum við boðið
fólki að undirrita Lausanne-sáttmál-
ann og vera þannig með í laustengdri
hreyfingu sem felur það í sér að menn
fá sent fréttablað tvisvar á ári. Þá geta
menn verið með á Danvik-ráðstefn-
um okkar sem við höldum annað
hvert ár í Drammen fyrir 150-180 leið-
toga. Þá er einnig hægt að skrifa beint
til alþjóðaskrifstofunnar og biðja um
að fá sent alþjóðafréttabréfið. Það
kemur út sex sinnum á ári. Þátttaka í
ráðstefnum gerist yfirleitt þannig að
menn fá boð frá höfuðstöðvunum um
þátttöku, oftast eftir ábendingu frá
nefndum einstakra þjóðlanda eða tengi-
liðum ef ekki eru til formlegar
nefndir. Sr. Jónas Gíslason er tengi-
liður á íslandi og e.t.v. getið þið kom-
ið á fót Lausanne-nefnd á íslandi áður
en langt um líður, ef það hentar.
— Hefur það verið mikilvægt fyrir
Noreg að vera með?
— Ég hef verið á kafi í þessu starfi í
11 ár og er e.t.v. ekki rétti maðurinn
til að svara þessu. Þetta hefur haft
verulegt gildi fyrir mig persónulega og
„Síðan hefur orðið til alheimskeðja leið-
to<ja í kirkju- og kristniboðsstarfi sem hef-
ur þann tilgang að miðla upplýsingum,
stuðia að fyrirbæn, hvetja til þess að ávinna
nýja menn til kristinnar trúar og vekja kirkj-
ur til meðvitundar um nauðsyn og mikilvægi
kristniboðs."
líklega horfi ég á Lausanne-hreyfing-
una og starfið hér í Noregi nokkuð
hlutdrægum augum. En ég vil nefna
nokkur atriði sem ég tel að hafi verið
mikilvæg.
í fyrsta lagi hefur starf Lausanne-
nefndarinnar leitt til betra sambands,
upplýsingamiðlunar og vináttu milli
leiðtoga í ólíkum kirkjudeildum og
hreyfingum, verið til hvatningar og
skapað bænasamfélag.
í öðru lagi hefur starfið opnað augu
fyrir því sem er að gerast í veröldinni.
Við höfum fengið heimsóknir
alþjóðaleiðtoga hreyfingarinnar sem
hefur verið hvetjandi í starfi, bæði á
heimavelli og erlendis.
í þriðja lagi hefur hreyfingin vakið
upp mikilvægar spurningar, s.s. um
starf í stórborgum, samskipti ólíkra
menningarsvæða, kirkjuvöxt, Evr-
ópu-kristniboð, samband milli félags-
legs starfs og boðunar, þjóðir sem
fagnaðarerindið hefur ekki náð til,
Kína o.fl.
í fjórða lagi hafa menn kynnt sér
Lausanne-sáttmálann og lagt hann til
grundvallar í samkirkjulegu starfi af
ýmsu tagi. Þá hefur hann haft áhrif á
kristniboðsguðfræði guðfræðideilda
og prestaskóla í landinu. Hápunktur
var alþjóðlegi fundurinn um „Verk
heilags anda og boðun fagnaðarerind-
isins“ í Osló árið 1985 með 70 leiðtog-
um frá ýmsum löndum.
— Hvernig er starfi Lausanne-
hreyfingarinnar háttað í Noregi?
— Núna höfum við 64 manna nefnd
sem hittist í hálfan dag tvisvar á ári.
Minni starfshópur sér um mál sem upp
koma á milli og undirbýr fundi aðal-
nefndarinnar og Danvik-ráðstefnurn-
ar. Skipt er um fimmta hluta nefnd-
armanna á fimm ára fresti, en þó geta
menn verið tilnefndir í nefndina á ný.
Nefndin endurnýjar sig sjálf, en mark-
miðið er að hún sé skipuð fuiltrúum
sem flestra aðila um leið og reynt er að
ná inn ungum leiðtogum sem eru fullir
áhuga við hlið þeirra sem eldri eru og
aðalleiðtogar sinna hreyfinga. Hér er
því um skipuleg tengsl og samstarf
leiðtoga að ræða og opinberir fundir
hreyfingarinnar eru eingöngu í tengsl-
um við ráðstefnur eða erlendar heim-
sóknir og þá í þeim tilgangi að upplýsa
og hvetja kristna menn. Einstaka les-
hópar hafa verið stofnaðir til að fjalla
um afmörkuð efni svo að við í Noregi
og Skandinavíu getum komið okkar
sjónarmiðum á framfæri í hinu alþjóð-
lega samstarfi. Kostnaði við starfið er
mætt með árgjaldi þeirra sem fá frétta-
17
\I7