Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1987, Page 22

Bjarmi - 01.12.1987, Page 22
klút fyrir vitum sér, gegnum reyk og hita þangað, sem barnið lá og grét sáran. Hann greip það í fang sér og hélt til baka. Skelfingu Iostinn sá manngrúinn prestinn rétta út hljóðandi barnið, um leið og logandi brandur féll á hann ofan úr rjáfinu. Hann náði með harmkvælum að skríða út fyrir húsdyrnar. Barnið var heilt á húfi en sjálf- ur var hann slasaður, brotinn og brenndur. Mannfjöldi safnaðist saman utan við prestssetrið. Nokkrir grétu, aðrir töluðu lágróma um stórkostlega hetjudáð, þessa aukvisa, sem enginn hélt að nokk- urdugur væri í. Aðdáunin varblandin sneypu. Fáirvoru kollhúfulegri en Pappínó. Hann hafði fengið að sitja í vörubíl Larúsós. Þessi svörgull grét nú sem barn. Eng- inn fékk að fara inn til Lúðvíks og skömmu síðar var hann borinn út í sjúkrabíl sem ók honum til sjúkrahúss- ins í borginni með meiri viðhöfn en þessi litli prestur átti að venjast. Hann var enn með Iífsmarki, sögðu þeir, en horfur tvísýnar. Hann hafði hlotið slæm brunasár og hryggbrotnað að auki. — Æ, vesalings, hugprúði vinur, stundi Pappínó. Þú, sem lést minna yfir þér en við öll, — þú varst hugrakk- astur allra. Ó, aumingja vinur! Hann grét með ekka svo axlirnar skulfu. Larúsó lagði arminn yfir herðar hans en sagði ekkert. Hvað átti mað- ur svo sem að segja? Bæði þorpin voru sem lömuð eftir þennan harmleik. Næsta sunnudag var troðfull kirkja hjá séra Pappínó. Hann talaði um auðmýkt, hugrekki og það fordæmi sjálfsfórnar sem Lúðvík hafði gefið. — Enginn hefur kennt mér meir um kærleika Krists en Lúðvík, þann kærleik þess, sem leggur sjálfan sig í sölurnar fyrir aðra. Pappínó talaði hægt og yfirvegað, en honum vöknaði um augu. Lúðvík var fremur lítilfjörlegur predikari, en gjörn- ingur hans brenndi sig inn í vitund íbúa þorpanna tveggja. Að ráðst inn í alelda húsið til að bjarga ósjálf- bjarga barni. Hann hafði reynt að gefa sóknarbörnum sínum trúarlegan hversdagsmat. Nú hafði hann boðað þeim í verki það sem mest er um vert: kærleik, sem er fús til að fórna öllu. Góð læknismeðferð fleytti Lúðvíki yfir lífsháskann ogtil lífsánýjan leik. Eftir nokkrar vikur á sjúkrahúsinu var hann sendur heim í þorpið sitt að eigin ósk. Hann var lamaður og læknarnir sögðu að hann myndi vart eiga langt líf í vændum. Sitthvað bar að höndum næstu vikurnar. Séra Papp- ínó tók sér leyfi frá störfum. Fríið notaði hann til að sinna vini sínum Lúðvík. Hann bar hann á örmum sér um þorpið, út á akrana þegar sólin skein eða annað þangað sem Lúðvík vildi komast. Prestarnir tveir urðu ímynd sannrar og djúprar vináttu: Rumurinn Pappínó með aukvisann Lúðvík í fanginu. Það næsta sem gerðist var að þorpsbúar slógu saman í spítthjólastól. — Fjögrahjólavespa, sagði Pappínó sposkur á svip. Lúðvík prédikaði nokkrum sinnum farinn að kröftum, en Pappínó annaðist að öðru leyti kirkjulegar athafnir í báðum þorpunum. Hann gerði það með gleði. Honum fannst hann eiga mikla skuld að gjalda og hon- um yrði ofraun að standa í skilum. En afkastageta hans var mikil og þess vegna réði hann við báðar sóknirnar. Skemmtilegast þótti Lúðvíki að skreppa niður að ánni. Pappínó bar hann niður að árbakkanum og hag- ræddi honum þar með púðum. Þar sátu þeir vinirnir og skeggræddu ýmist um dægurmál eða um það sem mestu máli skiptir. Pappínó komst að raun um hve margt hann átti ólært af vini sínum. Hlutskipti hans gerði orð hans dýrari. — Hvernig í ósköpunum geturðu verið svona sáttur við allt og alla? spurði Pappínó dag nokkurn við ána. — Kæri vinur, ég var nú ekki burðugur fyrir, og ég hef þurft að læra að lifa með veikleikum mínum, það veistu nú. — Já, en..., Pappínó fann ekki réttu orðin og Lúðvík hló lágt. — Þú kennir í brjósti um mig, kæri vinur og heldur að ég hljóti að vera mesta vansældarskepna sem til er í ver- öldinni. En það er ekki rétt. Veikleikar mínir hafa kennt mér að til er það sem er meira virði en líkams- þrek, hreysti og kjarkur. Drottinn Jesús Kristur gefur mér styrk til að bera hlutskipti mitt og hann hefur aukið mér skilning á kjarna trúarinnar. íbygginn kastaði Lúðvík smásteini út í vatnið. Hring- irnir breiddust út yfir vatnsborðið. — Trúin er sem hendur Krists sem halda mér. Þess vegna get ég verið sáttur. Trúin er von um framtíð í hendi Guðs. Ég veit að ég á ekki langt eftir, Pappínó. Þegar lífi mínu lýkur veit ég að hann sem heldur mér í hendi sinni í dag bíður mín við hlið dauðans og ber mig til fyrirheitna landsins. Rétt eins og þú hefur borið mig um þorpið undanfarið, Papp- ínó. Það er þessi von sem veitir mér þróttinn, kæri vinur, því ég veit að þetta er satt. Aðeins blærinn sem þaut í trjágreinunum rauf þögn- ina, sem fylgdi orðum Lúðvíks. — Drottinn veit hvað hann er að gera, Pappínó. Hann vissi svosem að ég dugði ekki til neins. Ég gat ekki einu sinni lúskrað á smiðnum okkar þótt hann sé bæði gamall og feitur, sagði Lúðvík glottandi. — Viltu að ég jafni um hann? spurði Pappínó með ákefð. — Nei, væni, ég vil ekki að þú lumbrir á neinum. En ég vil að þú verðir hér áfram og farir hvergi. Fólkið hér þekkir þig og þarf á manni eins og þér að halda. Ég hef nú verið færður aðeins til hliðar, Pappínó, en það þýðir ekki að ég sé verkefnalaus. Drottinn hefur falið mér þjónustu fyrirbænarinnar og þú mátt vita að ég bið fyrir starfi þínu hérna. Lúðvík horfði hlýlega á starfsbróður sinn. — Þú ert góðum kostum búinn, Pappínó. Fólkinu þykir vænt um þig og þess vegna fer því að þykja vænt um Drottin Jesúm. Ég skil vel að þú viljir fara og prófa þig annars staðar. — Ja, ég... Enn varð Pappínó orðavant. Hann hafði satt að segja orðið dálítið upp með sér við málaleitan pófasts. Kannski hann ætti sér uppreisnarvon þrátt fyrir allt! — En, kæri vinur, mikilvægustu átökin í baráttu Krists voru þau sem gerðust í kyrrþey, í veikleika, í því hversdagsle^a. Guðsríki er allt öðruvísi en við ímynd- um okkur. í Guðsríki er allt annar mælikvarði. Manstu dæmisöguna um sauðina níutíu og níu og þennan eina sem týndist? Það er víst léleg hagfræði, að sólunda tímanum í þennan eina sem týndist. En það var kær- leikurinn sem knúði hirðinn af stað að leita. Við getum víst ýmislegt lært af guðspjöllunum, prestarnir, and- varpaði Lúðvík. Þaó var farið að kólna og vinirnir héldu áleiðis heim. 22

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.