Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1987, Qupperneq 24

Bjarmi - 01.12.1987, Qupperneq 24
BREF Valdís og Kjartan skrifa frá Kenýu: Kórinn er gott starfstæki Það má segja að haustað hafi snemma í Chepareria því að rigningin hætti mun fyrr en venja er og allur gróður hefur þornað mjög mikið. Sums staðar hefur maísinn skemmst af þessum sökum en þó er ekki útlit fyrir hungursneyð. Flestir munu fá nógan mat en hins vegar er lítið eða ekkert til að selja. Beit er orðin lítil og rýr og því má búast við að bændurnir verði að fara með kýrnar upp í fjöllin fyrr en venja er. Enn kemur æskan Við höfum haft fastan predikara á stöðinni síðan í febrúar, Samúel Túkei. Það hefur gefið góða raun og er nú góður vöxtur í öllum greinum starfsins á stöðinni en þar er lang- stærsti söfnuðurinn okkar. Samúel hefur lagt áherslu á að vinna meðal unglinganna og hefur samverur með þeim þrisvar í viku. Tuttugu og sex þeirra eru skráðir á skírnarnámskeið. Kórstarf er í gangi á fimm stöðum. Kór virðist vera það tæki sem best nær til unglinganna. Fyrir nokkru var haldið unglinga- mót í Kapengúría, á biblíuskólanum okkar, fyrir alla söfnuði og starfs- stöðvar á okkar svæði. Um sextíu ung- menni komu og dvöldu þarna í góðu yfirlæti í fjóra daga. Biblíulestar út frá Galatabréfinu voru þungamiðja fræðslunnar. Það var opinn og jákvæður hópur sem var þarna saman kominn og margar spurningar brunnu á þeim varðandi líferni kristins unglings og afstöðu hans til ýmissa heiðinna siða. Á hverju kvöldi var samkoma þar sem sýnd var kvikmynd um líf Jesú. Síðan voru vitnisburðir og einn kór söng nokkur lög. Dómnefnd hafði eyru og augu opin til að meta sönginn því að besti kórinn átti að fá verðlaun. Þrír kórar tóku þátt í keppninni og fór sá frá Própoí (kórinn á stöðinni í Chep- arería) með sigur af hólmi eftir mjög tvísýna keppni við félaga sína frá Chemollo. Sigurvegararnir fengu stóra trommu í verðlaun og þeir sem voru í öðru sæti fengu aðra nokkuð minni. Á hverju kvöldi stóðu nokkrir ungl- ingar upp og vitnuðu um frelsara sinn fyrir vinum og félögum. Síðasta kvöldið var sýnt heilmikið leikrit þar sem deilt var á hálfvelgju og hræsni. Boðskapur þess var að menn ættu ekki bara að vera kristnir í orði og lifa þvert gegn kenningu kristindómsins heldur láta orð og athöfn fylgjast að. Þetta var mjög gott mót. Biðjið fyr- ir starfinu á meðal unglinganna, að þeir mættu varðveitast og ná að þrosk- ast í samfélaginu við frelsara sinn til þjónustu í kirkjunni. Birta yfir jarðarför Tveir af unglingunum okkar dóu á síðastliðnu sumri. Bæði voru þau skírð, annað í nóvember á síðasta ári er söfnuður var stofnaður í Muruny á fjöllunum fyrir ofan stöðina. Það var hrífandi að vera í jarðarför- inni þar uppfrá. Foreldrarnir þurftu ekki að grafa son sinn einsömul í kyrr- þey því að kristnir nágrannar hópuð- ust að og hjálpuðu til við að taka gröf- ina og annað sem gera þurfti. Þrátt fyrir sorgina var vonin um upprisuna mjög áberandi og gleðin yfir því að hafa lært að þekkja Guð sem elskar sitt fólk. Sendum ykkur kveðju með 1. Pét. 1,3-4. Þökkum umhyggjuogfyrirbæn- ir. Kjartan, Valdís, Heiðrún, Ólöflnger og Jón Magnús Biðjið fyrir starflnu á meðal unglinganna, að þeir mættu varðveitast í trúnni og ná að þroskast í samfclaginu við frelsara sinn. 24

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.