Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Síða 25

Bjarmi - 01.12.1987, Síða 25
BRÉF Hrönn og Ragnar á leiðarenda: Nógað starfa á nviu heimili • • * • Við erum komin til Kongolai, á nýja starfsstöð og nýtt heimili. Ferðin hing- að út gekk mjög vel. Alls staðar hefur okkur verið tekið vel, bæði af sam- starfskristniboðum í Naíróbí og Pókot, vinum í Cheparería og söfn- uðinum hér. Það kom okkur á óvart að starfið hér hefur gengið vel s.l. ár meðan staðurinn var mannlaus. Reyndar hef- ur starfið verið í höndum kristniboð- ans sem býr í Kapengúría (35 km héðan) en hann hefur reynt að sinna því eftir því sem aðstæður hafa leyft. Predikurum hefur fjölgað hér. Þeir sækja vikulega fundi þar sem farið er í námsefni s.l. viku sem þeir eiga að lesa heima. Síðan er starfið rætt og skipulagt. Kvennafundir eru þegar byrjaðir en konurnar eru búnar að bíða óþreyjufullar eftir komu Hrannar. Það er því ánægjulegt að koma hér hvað starfið snertir. Aftur á móti þurfti að lagfæra ýmislegt utandyra og innan enda lítið verið um fólk í hús- inu. Allt er nú komið í gott horf og við búin að koma okkur vel fyrir. Ekki erum við alveg búin að venjast hitan- um sem fer upp í 38 gráður suma daga. Vatnsmál eru hér í lamasessi en von um úrbætur fyrir áramót. Þangað til þurfum við að sækja allt vatn til bæjar- ins, um fjögurra krn leið. Framundan er mikið starf, bæði að hlúa að því sem er í gangi og að reyna að fœra út kvíarnar, einkum til norðurs og svæðis sem kallast Kara- Pókot. Auk þess munum við eitthvað aðstoða við námskeið sem haldin eru í Kapengúría. Hrönn verður þar t.d. á kvennanámskeiði og Ragnar á nám- skeiði fyrir þá sem sitja í stjórn safn- aðanna. í morgun vorum við vakin snemma og sagt frá því að fjöldi fólks væri á flótta í austur frá landamærum Úganda. Ástæðan var sú að menn höfðu komið til að ræna nautgripum. Fólk var mjög hrætt. Tíu manns eru sagðir hafa fallið. Ræningjarnir eru nú horfnir aftur til Úganda og ekki búist við meiru þaðan á næstunni. Við erum örugg hér því að ræningjarnir hætta sér ekki of langt inn fyrir landamæri Kenýu þar sem herinn er hér skammt frá í búðum og mundi grípa til sinna ráða. Við þökkum fyrirbænir ykkar og umhyggju. Hrönn, Ragnar og synir TANSAMÍA: Lúthersklr 100 ára Lútherska kirkjan í Tansaníu minnist þess að liðin eru 100 ár siðan eista biskupsdæmi hennar var stofnað. Það var 30. ágúst 1887 sem þýski frumheijinn Jóhann Jakob Greiner flutti fyrstu predikun sína i borg- inni Dar es Salaam. Hann fluttist um miðjan júní með konu sinni og frænku til A-Afríku og var fulltrúi kristniboðsélags í Þýskalandi. Þau komu fýrst til eyjarinnar Sansibar sem var miðstöð peninga og menningar í þá daga. Síðan fóru þau til Dar es Salaam en þá bjuggu þar um tvö þúsund manns, þar af um 350 Indveijar og Arabar. Kristniboðið efldist en Greiner lét af störfum og varð sérfræðingur stjómar Tansaníu í landbúnaði. Árið 1902 var vígð stór lúthersk kirkja. Talið er að aðeins einn af hundr- aði fólks í Dar es Salaam hafl verið kristinn árið 1920. Fjömtíu ámm seinna vom þeir orðnir 20 prósent bæjarbúa og 1973 vom fjórir af hveijum tíu taldir vera kristnir. Nú er meirihiutinn þátttakandi í kristnum kirkjum. Litla fræið sem sáð var í önd- verðu er orðið að stóm tré. 1 lút- hersku kirkjunni í Tansaníu er nú um milljón manns víðsvegar í land- inu og þeir hafa „breiðst út" tii grannlandanna, Malaví, Saíre og Kenýu. INDÓNESÍA: Margir taka trú í Indónesíu þykir ríkja mikil kyrrð i heimi stjómmálanna. Indó- nesarera 170 milljónirogættbálk- ar margir og mismunandi. Lands- menn byggja um þrettán þúsund eyjar á víðáttumiklu svæði. Þama tíðkast mismunandi venjur og trú- arbrögð. Trúarbragðafrelsi er í landinu. Kristin trú er viðurkennd og samkvæmt landslögum mega kristnir menn koma saman og þeir mega breiða út trúna. Sömu heim- ild hafa músiimar, hindúar og búddatrúarmenn. Trúskipti em og leyfð. Kristnir menn fagna því að vakn- ingar era viða í landinu og margir snúa sér til Jesú Krists og vilja fyigja honum. Kristniboðar frá ýmsum þjóðum starfa í Indónesíu. 25

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.