Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 28
PRÁ STARFinU SÍK-menn á faraldsfæti Vestra Þeir Skúli Svavarsson og Benedikt Arnkelsson, starfs- menn Kristniboðssambands- ins, ferðuðust til ísafjarðar 18. október og dvöldustþar til 26. október. Þeir kynntu kristniboðsstarfið í Eþíópíu og Kenýu meðal grunnskóla- nemenda í bænum. Jafnframt fóru þeir í sömu erindagerð- um í skólana í Hnífsdal, Bol- ungarvík og Súðavík og á Suðureyri. Ætlunin var að fara líka til Flateyrar en veður hamlaði. Á ísafirði heimsóttu þeir fjölmennan kirkjuskóla safn- aðarins. Þeir héldu almenna samkomu í húsakynnum Hlífar þar sem aldraðir dvelj- ast í íbúðum, .vvo og á elli- heimilinu, og litu inn á sjúkrahúsið. Skúlipredikaði í kapellunni í Hnífsdal og var guðsþjónustan helguð kristni- boðinu. Kvöldsamkoma var í kirkjunni í Bolungarvík. í Eyjum Benedikt Arnkelsson var í Vestmannaeyjum á kristni- boðsdaginn, 8. nóvember, sagði frá kristniboðinu í sunnudagaskóla Landa- kirkju og predikaði síðan í guðsþjónustu eftir hádegið. Um kvöldið var efnt til almennrar samkomu í húsi KFUM og KFUK og talaði Benedikt þar og sýndi myndir frá Afríku. Fleiri gestir tóku og til máls. Ekki er neitt fast starf á vegum KFUM og KFUK í vetur. Benedikt var um kyrrt nokkra daga í Eyjum og kom í kennslustundir í báðum grunnskólunum og frœddi nemendur um kristniboðið. Hann hélt einnig samkomur með myndasýningum á sjúkrahúsinu og dvalar- heimili aldraðra í Hraunbúð- um. „Jesús Kristur er í gær og í dag...“ Akureyringar stóðu fyrir samkomuviku í Sunnuhlíð, félagsheimili KFUM og K á Akureyri, dagana 1.-8. nóvember. Þar voru aðal- rœðumenn þeir Jónas Þóris- son og Guðlaugur Gunnars- son. Fluttu þeir bœði kristni- boðsefni og hugvekjur. Einn- ig töluðu Margrét Jónsdótt- ir, sr. Svavar A. Jónsson og Þorvaldur Halldórsson. Samkomur voru á hverju kvöldi að venju og auk þess miðnœtursamkoma á laugar- dagskvöld. Yfirskrift vikunn- ar var tilvitnun úr Hebrea- bréfinu: ,Jesús Kristur er í gœr og í dag hinn sami og um aldir." Samkomugestur áttu góðar stundir um lifandi orð Guðs. — Bjarni Guðleifsson og Guðmundur Ó. Guð- mundsson stjórnuðu sam- komunum. Seinni sunnudaginn, kristniboðsdag, steig Jónas Þórisson í stólinn í Akureyr- arkirkju. Guðlaugur var þá kominn til Reykjavíkur og predikaði hann í útvarps- messu í Neskirkju. Eystra Guðlaugur Gunnarsson og Skúli Svavarsson fóru í nóvember í kynningar- og samkomuferð til Egilsstaða og á firðina þar í grennd. Var heimsóknin skipulögð í nánu samstarfi við prestana þar og nutu þeir fyrirgreiðslu þeirra og gestrisni. Þeir predikuðu í guðsþjónustum á Egilsstöð- um, Reyðarfirði, Eskifirði og Seyðisfirði. Haldnar voru samkomur á sumum stöðun- um og talað á minni samveru- stundum. Grunnskólana á ofan- greindum stöðum heimsóttu þeir, svo og skólana á Hall- ormsstað og Fellabœ við Egilsstaði og í Neskaupstað og tóku nemendur þeim vel. Alls voru þeir tíu daga í ferð- inni, komu aftur 24. nóvem- ber. KFIIM og KFUK á Akranesi hafa verið sameinuð í eitt félag. Unglingamót Helgina 31. október til 1. nóvember var haldið ungl- ingamót í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Mótið var fjölsótt, eða af rúmlega 140 unglingum úr unglingadeild- um KFUM og KFUK í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefl- avík og Akranesi. Tókst mót- ið vel og áttu þátttakendur góða helgi saman. Sr. Ólafur Jóhannsson sá um biblíu- lestra, en auk þeirra voru kvöldvökur sem unglingarnir sáu að mestu um sjálfir og starfsmenn í unglingadeild- um höfðu hugleiðingar. Unglingastarf KFUM og KFUK er mikilvœgt og eru lesendur blaðsins minntir á að biðjafyrir því. KFUM ogKFUKá Akranesi sameinuð í eitt félag Um nokkurt skeið hefur verið rœtt um það innan KFUM og KFUKá Akranesi, hvort hœgt vœri að sameina félögin í eitt. Kemur þar margt til. Má þar til dcemis nefna að allar eignir félag- anna eru sameiginlegar, deildarstarf er að meslu sam- eiginlegt og síðast en ekki síst yrði öll ákvörðunartaka miklu einfaldari eftir en áður. A aðalfundum þessa árs var málið kynnt, lögð fram drög að lögum og nœr einróma samþykkt að ganga til þessa verks. Hinn 17. nóvember sl. voru liðin 25 ár síðan aðal- deildir félaganna voru stofn- aðar. Akveðið var að í tengsl- um við þau tímamótyrði boð- að til framhaldsaðalfunda og gengið frá sameiningunni. Laugardaginn 21. nóvember komu svo 23 með- limir saman, gengu frá sam- einingunni og kusu sér nýja stjórn. Hina nýju stjórn skipa 5 menn. Formaður er kosinn sér og var Jón Jóhannsson kjörinn til þess starfs. Sam- kvœmt lögum skulu aðrir stjórnarmenn vera 4 þ.e. tveir af hvoru kyni. í hina fyrstu sameiginlegu stjórn voru kosin Guðjón Guð- mundsson, Sigurbjörg Jóns- dóttir, Þuríður Þórðardóttir og Hafsteinn Kjartansson. A fundinum gengu 6 nýir félag- ar inn í félagið, 3 stúlkur og 3 piltar. Var það sannarlega til mikillar uppörvunar. Sunnudaginn 23. nóvem- ber var 25 ára afmælisins svo minnst með samkomu þar sem fortnaður Landssam- bands KFUM og KFUK, sr. Jónas Gíslason, prédikaði. í tilefni þessa afmœlis ákváðu fráfarandi stjórnir að gefa út 3000 kr. gjafabréf til fjár- öflunar vegna kaupa á nýjum stólum í félagsheimilið á Akranesi, en bekkir þeir sem notaðir hafa verið um árabil eru nú mjög úr sér gengnir. Hefðu einhverjir lesendur Bjarma hug á að kaupa slík bréferu þau að sjálfsögðu föl og einfaldast að hafa sam- band við einhvern stjórnar- manna. Það er von þeirra sem að þessari breytingu stóðu að hún megi verða til blessunar og starfinu til eflingar. j / 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.