Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1987, Side 29

Bjarmi - 01.12.1987, Side 29
Uppspretta Biblían bendir okkur á gildi sér- hvers manns, réttindi hans og ábyrgð. Biblían övar karla og kon- ur til að berjast fyrir frelsi og rétt- læti öllum til handa. Biblían er driffjöður í því starfi að lina neyð og rétta hjálparhönd svo að fólk lifi innihaldsríku lífi. Úr Biblíunni hafa listamenn ausið svo að þeir haf ahlotið inn- blástur til að skapa þau verk sem við finnum í tónlist, bókmenntum og annarri list. Og þá höfum við ekki nefnt mikilvægasta hlutverk Biblíunnar: Hún er uppspretta lifandi trúar á Jesúm sem frelsara heimsins. C.M. Kvarme Umhyggja fyrir einstakl- ingnum Þarna voru logandi kerti og fall- eg gluggatjöld, stofurnar snyrtileg- ar og fróðlegt að spjalla saman í kaffihléinu. Þeir voru miklu fleiri en ég hafði vænst sem komu á þennan „útbreiðslufund“ kristni- boðsfélagsins. Rétt áður en sam- koman byrjaði tók húsfreyjan mig afsíðis og sagði: „í kvöld verður þú að boða fagnaðarerindið skýrt og greinilega. Hér eru nokkrir sem eru ekki vanir að sækja samkom- ur.“ Sjálf var hún lifandi kona og bar umhyggju fyrir kristniboðinu og kristniboðsfélaginu. „Á hvern félagsfund bjóðum við einum, tveimur eða þremur sem við höldum að séu leitandi fólk og vonum að snúist til trúar. Og nú hefur það sýnt sig að á þennan hátt höfum við fengið nýjan félaga í kristniboðsfélagið á hverju ári um tíu ára skeið.“ Það er áreiðanlega rétt af okkur að leitast við að ná til sem allra flestra með fagnaðarerindið. Það er einnig brýnt að reyna að dreifa kristilegu lesmáli í því skyni. Átak við og við og samkomuhöld eru líka nauðsyn. En við megum ekki gleyma hinni gömlu aðferð meist- arans að vinna einstaklinginn. Hann fór í tollbúðina og sótti sér samverkamann. Hann gekk að fiskibátnum og fékk tvo til viðbót- ar. Hann tók sér tíma til að tala við fyrirlitna konu við brunninn. Það var ekki unnt að ljúka samtalinu við „alþingismanninn“ Nikódemus á augabragði. Það tók sinn tíma. En að hitta einstaklinginn, það var aðferð hans öðru fremur. Auðvelt væri að reikna út að landsvakning væri orðin stað- reynd, ef svo og svo margir kristnir menn ynnu hver um sig einn mann til trúar. Þá væru burðarstoðir kristniboðsins í framtíðinni tryggðar. Leyndardómurinn í hverju átaki til að efla félag og kristniboð í framtíðinni verður að vera að ein- staklingur vinni einstakling — og að þeir báðir vinni aftur hvor um sig einn með fyrirbæn og brenn- andi vitnisburði. Hvert kristni- boðsfélag þarf að vera samfélags- heild sem breiðir út trúna, staður þar sem samfélag heilagra eflist og ríki Guðs vex. Autt sæti Þegar ég var að alast upp var ég stöðugt minnt á kristniboðið, bæði heima og í kristilega samkomuhús- inu. í hvert sinn sem ég hef heyrt um kristniboðið hefur þessi spurn- ing vaknað: Á ég ekki líka að vera með og hjálpa til? Ég hef aldrei heyrt neina innri rödd sem hefur sagt við mig að ég ætti að verða kristniboði. En sífellt heyrði ég einhver ritningarorð sem komu hugsuninni af stað. Svo gerðist það skyndilega að pabbi minn dó. Hann var ötull kristniboðsvinur og nú var autt sætið hans í kristniboðinu. Mér fannst að það væri mitt hlutverk að skipa þetta sæti. Hugsunin um að verða kristniboði hafði lengi búið með mér en þetta varð eins og síð- asta bendingin svo að ég sótti um inngöngu á kristniboðsskólann. Elisabet Moslátt, kristniboði Biblíuskólinn Biblíuskóli KFUM og KFUK hefur verið með tvö námskeið nú á haustönn. Annars vegar um inni- hald og boðskap Gamla testament- isins. Kennari er Guðlaugur Gunnarsson. Hins vegar um náð- armeðulin sem dr. Einar Sigur- björnsson hefur kennt. Þátttaka hefur verið góð. Á vorönn verða þrjú námskeið í boði: A) Innihald og boðskapur Nýja testamentisins. Námskeiðið veitir innsýn í aðalatriðin í innihaldi og boðskap Nýja testamentisins og skilning á helstu grundvallarhug- tökum þess. B) Kristin siðfræði — boðorðin tíu. Námskeiðið veitir þekkingu á boðorðunum tíu og bakgrunni þeirra og skilning á merkingu þeirra og gildi fyrir kristna menn nú á dögum. C) Kristilegt barna- og unglinga- starf. Námskeiðið veitir þekkingu á undirstöðuatriðum kristilegs æskulýðsstarfs og skilning á þýð- ingu leiðtogans í slíku starfi. Það veitir þeim, sem vilja taka þátt í slíku starfí hagnýta þjálfun og hjálp. Innritun á námskeið vorannar stendur til 11. janúar. Námsgjald er kr. 2.000 fyrir hvert námskeið. Innritun fer frma á Aðalskrifstof- unni, Amtmannsstíg 2B, sími 17536. Hvernig væri að skrá sig á 1-2 námskeið? Allir þurfa almanak Samband íslenskra kristniboðs- félaga býður þér Kristniboðsalm- anakið 1988. Hafðu það á veggnum eða borðinu hjá þér. Það segir þér til um dagana. Það birtir margar myndir frá Eþíópíu og Kenýu. Það fræðir þig um þörf kristni- boðsins á umhyggju og stuðningi. Vertu þér úti um almanak, eitt eða fleiri, handa sjálfum þér, handa vinum þínum, til að gefa eða selja. Talaðu við Aðalskrifstof- una, Amtmannsstíg 2B, Reykja- vík, eða einhvern félaga í kristni- boðsflokki.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.