Bjarmi - 01.03.1995, Qupperneq 3
a
U~w
BjARMI í VÖRN OC SÓKN
Enn á ný kemur Bjarmi út og þar með hefst 89. árganur blaðsins. Sú tala sýnir að
blaðið er rótgróið og á sér langa sögu. Það hefur einnig gegnt mikilvægu
hlutverki í kristni- og kristniboðssögu 20. aldar á íslandi. Vonandi verður svo
áfram þegar sú 21. rennur upp. Nokkrar blikur eru á lofti og hefur fjárhagur
blaðsins farið versnandi nú allra síðustu árin. Ástæður eru einkurn þær að
áskrifendum hefur fækkað, samkeppni um auglýsingar hefur farið harðnandi og
einnig að hluti áskrifenda stendur ekki í skilum. Því er þörf á að snúa vörn í sókn og
hvetja alla áskrifendur og velunnara blaðsins til að styðja og efla það eftir rnegni, bæði
með góðri skilvísi áskriftargjalda og með því að afla því fleiri áskrifenda eða kaupa
gjafaáskrift handa ættingjum og vinum. Árgjaldið fyrir árið 1995 er aðeins 2.500 krónur.
Þær breytingar verða gerðar á útgáfu blaðsins nú í ár að Salt hf mun sjá urn nokkra
verkþætti, m.a. útlitshönnun og samskipti
við prentsmiðju. Þá hefur verið ákveðið
að í stað þess að gefa út átta tölublöð á
ári, 24 síður hvert, kemur blaðið nú út
sex sinnum en verður 32 síður hvert
tölublað. Það dregur aðeins úr kostnaði
en hvert tölublað verður í staðinn fjöl-
breyttara. Þá er um leið stefnt að fjölbreyttari efnistökum eftir því sem aðstæður leyfa
hverju sinni. Lesendur fá því ekki minna fyrir sinn snúð og vonandi tekst að gera
Bjarma að aðgengilegu kristilegu tímariti senr höfðar til breiðari hóps áskrifenda en nú
er.
Staldrað
I við
Ujarmi
Kristilegt tímarit
Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin,
Landssamband KFUM og KFUK og
Samband íslenskra kristniboðsfélaga.
Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt
Arnkelsson og Gunnar H. Ingimundarson.
Atgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,
pósthólf 4060,124 Reykjavík,
sími 588 8899, bréfsími 588 8840.
Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands,
kr. 3.000,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars.
Verð í lausasölu kr. 500,-
Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu:
SALT hf - Tómas Torfason.
Ljósmyndir: Magnús Fjalar
Guðmundsson o.fl.
Prentun: Borgarprent.
Bjarmi hefur um áratuga skeið átt fjölda trúfastra áskrifenda, auglýsenda og velunnara
sem hafa stutt blaðið með ráðum og dáð og haft útgáfu þess á bænalistanum sínum. Slíkt
ber að þakka því um ómetanlegan stuðning hefur verið að ræða. Vonandi á
blaðið áfram um ókomin ár góðan hóp stuðningsmanna sem ber hag þess
fyrir brjósti og styður útgáfu þess með fyrirbæn og góðum ráðum.
Bjarmi er tæplega nírætt blað sern flytur garnlan boðskap sem þó er
alllaf nýr. Boðskapurinn þarf að berast hverri nýrri kynslóð því hann er um
Jesú Krist, frelsara heiinsins. Nú á dögum eru þeir rnargir sem bjóða fólki
ýiniss konar leiðir til hjálpræðis eða lausnar. Stundum virðist eins og rödd
fagnaðarerindisins kafni í öllum kliðnum. En Jesús segir: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh.
14:6). Og Pétur postuli sagði um hann: „Ekki er hjálpræði í neinum öðrurn.
Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað
oss“ (Post. 4:12).
Margt fólk er leitandi og þráir frið við Guð, sjálfan sig og náunga sinn.
Jesús einn gefur gefið þann frið. Því eru tækifærin til að koma
fagnaðarerindinu um hann á framfæri óteljandi. Bjarmi vill taka þátt í því
að orðið urn hann nái út til fólks. Þess vegna þarf blaðið að fara miklu
víðar en nú. Tökum höndum saman um að svo geti orðið.
Efni:
Staldrað við:
Bjarmi i vörn og sókn................ 3
GunnarJ. Gunnarsson:
í leit að flísum...................... 4
Menning:
Skuggalendur og C. S. Lewis.......... 9
Útvarpskristniboðið - Ijós í myrkri..12
F - síðan:
í heimavistarskóla i framandi landi..14
Viðtal:
„Eigum við ekki að segja að við séu
nú að skila þeim til baka?“...........16
Kommúnistar leiddir fyrir rétt........18
Smyglarinn er enn að verki............20
Nóra hætti að spá.....................22
Margt sameiginlegt og margt ólíkt....24
Á döfinni.............................26
Kristín Sverrisdóttir:
Ljós á veginn.........................29
Það kostar átök að vera kristinn......30
3