Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 6
AÐALGREIN
Undir sama dómi
Orð Jesú fela þó ekki í sér að við megum ekki gera
athugasemdir við neitt í fari og framgöngu annarra.
Spurningin er hvernig við dæmum og út frá hvaða
forsendum. Jesús leggur áherslu á að um leið og við
fellum dóma yfir öðrum erum við sjálf undir sama
dómi. Guð mun dæma okkur með þeim dómi sem
við dæmum aðra. „Með þeim dómi, sem þér dæmið,
munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér
mælið, mun yður mælt verða“ (Mt. 7:2). Á dögum
Jesú var það venja þegar kom var lánað að taka það
fram í skjölum um lánið að kornið, sem greitt yrði
til baka, væri mælt með sama mæli og kornið sem
var lánað. Jesús hefur haft þetta í huga hér í Fjall-
ræðunni. Þeir mælikvarðar, sem við beitum á aðra,
hljóta einnig að gilda um okkur.
I þessu sambandi er afstaða Jesú lærdómsrík fyrir
okkur. Við eigum að mæta öðrum á sama hátt og
Pað wri mskilinn kærleikur sem léti sér í
léttu rúmi liggja hvað er rétt og rangt,
gott og vont.
Jesús mætti þeim sem hann umgekkst. Vissulega
felldi hann harða dóma yfir faríseum og fræði-
mönnum en það var vegna þess að þeir voru
uppteknir af ýmsum ytri smáatriðum í breytni fólks
en hirtu ekki um kjarnaatriði lögmálsins (Mt. 23).
Þeir felldu dóma yfir öðrum án þess að vera tilbúnir
til að setja sjálfa sig undir sama dóm. Þess vegna
kallar Jesús þá hræsnara. En bersyndugum og toll-
heimtumönnum, sem farísearnir og fræðimennirnir
dæmdu hart og útskúfuðu, mætti hann með fyrir-
gefandi kærleika.
Frásagan í Jóhannesarguðspjalli 8:1-11 er athyglis-
verð í þessu samhengi. Farísear og fræðimenn komu
með konu til Jesú sem hafði verið staðin að því að
drýgja hór. Þeir vitnuðu í lögmálið um að grýta
skyldi slíkar konur og spurðu Jesú síðan hvað hann
hefði um málið að segja. Úrskurður Jesú er
athyglisverður: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti
fyrstur steini á hana.“ Þar með voru allir settir undir
sama dóm. Eftir það treysti enginn sér til að sakfella
hana. Jesús sakfelldi hana ekki heldur en hvatti hana
til að syndga ekki framar. Það er auðvelt að grípa
steininn og ætla að kasta en í rauninni hefur enginn
efni á því. Þar sem við getum aldrei losnað við eigin
ávirðingar höfum við ekki efni á að dæma
ávirðingar annarra. Dómsýki felur í sér fyrirlitningu
á öðru fólki og er oftast sprottin af eigingirni og
þeirri löngun að halda sjálfum sér fram á kostnað
annarra.
Dæmisaga Jesú um mennina tvo, sem fóru í helgi-
dóminn til að biðjast fyrir, sýnir það glöggt (Lk.
18:9-14). Faríseinn hrósaði sjálfum sér og bar sig
saman við ræningja, rangláta, hórkarla og toll-
heimtumanninn sem hafði læðst inn í helgidóminn.
Tollheimtumaðurinn barði sér á brjóst og bað:
„Guð, vertu mér syndugum líknsamur!" Niðurlags-
orð Jesú eru síðan: „Þessi maður fór réttlættur heim
til sín, en hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálf-
an sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir
sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“
Réttlæti okkar byggist alfarið á miskunn og fyrir-
gefningu Guðs. Þess vegna höfum við aldrei efni á
að bera okkur saman við aðra. Þess vegna getum við
ekki gengið að öðrum og mælt þá með okkar
mælikvörðum. Hið eina sem gildir er afstaða Jesú til
þeirra, miskunn hans, kærleikur hans, dómur hans.
Sá sem tilheyrir Jesú Kristi hlýtur að umgangast
aðra í kærleika hans. Þá gefa þeir ekki lengur tilefni
til að fella dóma heldur verða þeir köllun til að
þjóna þeim í kærleika.
Hér mætti spyrja hvort þetta feli í sér að við látum
okkur standa á sama hvernig þeir sem við um-
göngumst hegða sér. Svo er ekki. Kærleikurinn
kastar ekki dómgreind og sannleiksást fyrir róða.
Það væri misskiiinn kærleikur sem léti sér í léttu
rúmi liggja hvað er rétt og rangt, gott og vont.
Kærleikur Jesú til syndugra manna felur ekki í sér
kærleika til syndarinnar heldur þvert á móti.
Kærleikur Jesú til syndarans felur í sér fordæniingu
á syndinni vegna þess að sá kærleikur snýst allur
um það að leiða syndarann iðrunar og frelsa hann
undan valdi syndarinnar. 15. kaflinn í Lúkasar-
guðspjalli dregur þetta skýrt fram. í upphafi kaflans
er Jesús ásakaður fyrir að taka að sér syndara og
samneyta þeim. Viðbrögð hans voru þau að segja
dæmisögurnar þrjár um týnda sauðinn, týndu
drökmuna og týnda soninn. Gleðin, sem talað er um
í sögunum, er ekki yfir því að hinir týndu skuli vera
týndir heldur yfir því að hið týnda er fundið. Eða
eins og Jesús orðar það: „Ég segi yður, þannig
verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara,
sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, er
6